Segjast hafa afhjúpað kínverskan njósnara sem CIA tældi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 10:36 Kínverskir hermenn marsera á Tiananmen-torgi. Hinn 52 ára Zeng færði CIA gögn um kínverska herinn. EPA/How Hwee Young Kínversk yfirvöld segjast hafa afhjúpað kínverskan njósnara sem vann fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Maðurinn vann í kínverskum hergagnaiðnaði og á að hafa boðist að flytja til Bandaríkjanna í skiptum fyrir viðkvæmar hernaðarupplýsingar. Varnarmálaráðuneyti Kína greindi frá þessu í tilkynningu í dag. Þar segir að hinn 52 ára Zeng hafi verið sendur til Ítalíu í nám á vegum vinnu sinnar. Á Ítalíu kynntist hann Seth nokkrum, fulltrúa leyniþjónustunnar hjá bandaríska sendiráðinu í Róm, og urðu þeir góðir vinir. Seth hafi sannfært Zeng um að gefa sér „viðkvæmar upplýsingar um kínverska herinn“ í skiptum fyrir væna þóknun og hjálp við að koma Zeng og fjölskyldu hans til Bandaríkjanna að sögn ráðuneytisins. Vinskapur umbylti pólitískri afstöðu Seth og Zeng þróuðu með sér „náið“ samband í gegnum kvöldverði, hittinga og ferðir í óperuna. Smátt og smátt varð Zeng „sálfræðilega háður Seth“ að sögn varnarmálaráðuneytisins. CIA-fulltrúinn hafi nýtt sér það til að „innræta Zeng með vestrænum gildum. Freistingar Seth komu pólitískri afstöðu Zeng úr jafnvægi,“ segir í Global Times, gulu pressu kínverska kommúnistaflokksins. Samkvæmt CCTV á Zeng að hafa skrifað undir njósnasamkomulag við Bandaríkin og hlotið viðeigandi þjálfun áður en hann sneri aftur til Kína til að vinna að njósnum. Þar hafi hann hitt fulltrúa CIA mörgum sinnum, fært þeim upplýsingar og fengið greitt úr sjóðum leyniþjónustunnar. Ekki kemur fram hvenær málsatvik áttu sér stað en mál Zeng hefur verið sent til kínverskra saksóknara. Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Kína greindi frá þessu í tilkynningu í dag. Þar segir að hinn 52 ára Zeng hafi verið sendur til Ítalíu í nám á vegum vinnu sinnar. Á Ítalíu kynntist hann Seth nokkrum, fulltrúa leyniþjónustunnar hjá bandaríska sendiráðinu í Róm, og urðu þeir góðir vinir. Seth hafi sannfært Zeng um að gefa sér „viðkvæmar upplýsingar um kínverska herinn“ í skiptum fyrir væna þóknun og hjálp við að koma Zeng og fjölskyldu hans til Bandaríkjanna að sögn ráðuneytisins. Vinskapur umbylti pólitískri afstöðu Seth og Zeng þróuðu með sér „náið“ samband í gegnum kvöldverði, hittinga og ferðir í óperuna. Smátt og smátt varð Zeng „sálfræðilega háður Seth“ að sögn varnarmálaráðuneytisins. CIA-fulltrúinn hafi nýtt sér það til að „innræta Zeng með vestrænum gildum. Freistingar Seth komu pólitískri afstöðu Zeng úr jafnvægi,“ segir í Global Times, gulu pressu kínverska kommúnistaflokksins. Samkvæmt CCTV á Zeng að hafa skrifað undir njósnasamkomulag við Bandaríkin og hlotið viðeigandi þjálfun áður en hann sneri aftur til Kína til að vinna að njósnum. Þar hafi hann hitt fulltrúa CIA mörgum sinnum, fært þeim upplýsingar og fengið greitt úr sjóðum leyniþjónustunnar. Ekki kemur fram hvenær málsatvik áttu sér stað en mál Zeng hefur verið sent til kínverskra saksóknara.
Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06