Orkuskipti og óvinsælar aðgerðir Lenya Rún Taha Karim skrifar 11. ágúst 2023 09:35 „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. “ Þessi texti var skrifaður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2021, nú árið 2023 erum við að horfa fram á að þessi markmið séu nánast ómöguleg vegna stöðnunar í þessum málaflokki. Áður en lengra er haldið þá er mikilvægt að taka fram að aðgerðir til þess að sporna við loftslagsvánni eru ekki takmarkaðar við orkuskiptin, það þarf mun meira til og er það alveg augljóst. Þessi grein snýst hins vegar bara um orkumál, hreinlega vegna þess að það er orðið erfitt að láta eins og núverandi framboð af orku muni duga til þess að ná markmiðum okkar um full orkuskipti á sama tíma og hún á líka að duga til þess að anna eftirspurnina eftir raforku. Orkuskiptin framundan eru meðal stærstu verkefna í forgangi allra ríkja í Evrópu en hafa setið á hakanum á Íslandi í alltof langan tíma. Orkuskipti snúast ekki einungis um samþykkt rammaáætlunar, heldur einnig um t.d. meiri orkusparnað og betri orkunýtni, nýja og sjálfbæra orkukosti svo sem vindorku og hvernig skuli tryggja raforkuöryggi fyrir almenning og aðra viðkvæma neytendur á sama tíma og við róum í átt að kolefnishlutleysi. Flest öll lönd í kringum okkur eru komin með heildstæða stefnu, skilvirka löggjöf og framtíðarsýn hvað varðar ofangreind atriði. Ísland stendur enn í stað þegar við gætum hreinlega verið leiðandi í aðgerðum og framförum gegn loftslagsvánni með aukinni áherslu á skynsamlegri nýtingu grænnar orku. Óvinsælar aðgerðir Það er nokkuð ljóst að ef eitthvað ríki getur náð þessum metnaðarfullum markmiðum sem koma fram í stjórnarsáttmála þá ætti það að sjálfsögðu að vera Ísland. Hins vegar þurfa kjörnir fulltrúar að rífa sig í gang og grípa til aðgerða sem eru ekki vinsælar meðal allra kjósenda. Það eru þrír flokkar í ríkisstjórn og allir þrír flokkar reyna að höfða til mismunandi markhópa sem leiðir til stöðnunar í ákvarðanatöku stórra og umdeildra málaflokka. Grípa þarf til aðgerða sem munu vera óvinsælar meðal allra þriggja markhópa. Markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum verða ekki náð með því að einungis reisa fleiri orkumannvirki. Markmiðunum verður heldur ekki náð með því að einungis einblína á orkuskipti hjá eigendum einkabifreiða. Markmiðunum verður svo sannarlega ekki náð með því að einblína bara á eina aðgerð í einu og síðan leyfa skoðanakönnunum um fylgi flokka ráða förinni. Ferlið sjálft í átt að fullum orkuskiptum má líta á sem tannhjól sem er knúið af samspili margra mismunandi og fjölbreyttra aðgerða. Ef það er lögð áhersla á eina aðgerð (t.d. bara samþykkt rammaáætlunar) þá er hætta á að allt ferlið standi eða falli með þessari einni aðgerð. Ef þessi metnaðarfullu markmið eiga að nást, þá er nauðsynlegt að benda á raunhæfa (og stundum óvinsæla) staðreynd um að það er augljóslega þörf á frekari orku hérlendis og munum við ólíklega komast hjá því að reisa fleiri virkjanir. Hins vegar þýðir það ekki að orkan sem er nú þegar framleidd sé vel nýtt - það þarf samspil frekari orkuframleiðslu og betri orkunýtingar til þess að þetta virki. Það er þörf á orkuskiptum í samgöngum en það þýðir þó ekki að ríkið eigi að niðurgreiða rafmagnsbíla og halda að málið sé dautt - það þarf að leggja áherslu á að Borgarlínan og frekari uppbygging sjálfbærra almenningssamgangna klárist sem fyrst. Það þarf að einfalda leyfisveitingaferlið er kemur að orkumannvirkjum en það þýðir ekki að hægt sé að reisa virkjanir hvar sem er og án samþykkis hlutaðeigandi stofnana - tilvalið væri að líta til nýsamþykktra laga Evrópusambandsins þar sem endurnýjanleg orka er viðurkennd sem brýnir almannahagsmunir og afmarkað er svæði með mikla möguleika á endurnýjanlegri orkuframleiðslu á sama tíma og umhverfisáhrifin ráða förinni, þessi svæði eru síðan skilgreind sem „hröðunarsvæði” þar sem leyfisveitingaferlið er styttra og einfaldara en á öðrum svæðum. Að lokum, þá er mikilvægt að tryggja raforkuöryggi viðkvæmra neytenda í ljósi aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að forgangsröðun raforku. Það eru tvö ár eftir af kjörtímabilinu og því er enn tími til að bregðast við orkukreppunni sem blasir við ef ekki er gripið til aðgerða. Þetta er bara upptalning á aðgerðum sem eru umdeildar og stjórnvöld eru hikandi, ef ekki treg, við að grípa til. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum frammi fyrir tímamótum þar sem aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum mun óhjákvæmilega leiða til loftslagshamfara sem komandi kynslóðir munu ekki geta snúið við og heldur ekki lifað við. Það er orðið vandræðalegt hvað við erum með stór markmið og loforð sem líta vel út á alþjóðavísu og í ársskýrslum erlendra eftirlitsstofnana á sama tíma og við erum gjörsamlega vonlaus í að framkvæma þau. Gerum betur og nýtum sérstöðu okkar í orkumálum til að raunverulega vera fyrst allra ríkja til að ná fullum orkuskiptum. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Orkuskipti Orkumál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
„Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. “ Þessi texti var skrifaður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2021, nú árið 2023 erum við að horfa fram á að þessi markmið séu nánast ómöguleg vegna stöðnunar í þessum málaflokki. Áður en lengra er haldið þá er mikilvægt að taka fram að aðgerðir til þess að sporna við loftslagsvánni eru ekki takmarkaðar við orkuskiptin, það þarf mun meira til og er það alveg augljóst. Þessi grein snýst hins vegar bara um orkumál, hreinlega vegna þess að það er orðið erfitt að láta eins og núverandi framboð af orku muni duga til þess að ná markmiðum okkar um full orkuskipti á sama tíma og hún á líka að duga til þess að anna eftirspurnina eftir raforku. Orkuskiptin framundan eru meðal stærstu verkefna í forgangi allra ríkja í Evrópu en hafa setið á hakanum á Íslandi í alltof langan tíma. Orkuskipti snúast ekki einungis um samþykkt rammaáætlunar, heldur einnig um t.d. meiri orkusparnað og betri orkunýtni, nýja og sjálfbæra orkukosti svo sem vindorku og hvernig skuli tryggja raforkuöryggi fyrir almenning og aðra viðkvæma neytendur á sama tíma og við róum í átt að kolefnishlutleysi. Flest öll lönd í kringum okkur eru komin með heildstæða stefnu, skilvirka löggjöf og framtíðarsýn hvað varðar ofangreind atriði. Ísland stendur enn í stað þegar við gætum hreinlega verið leiðandi í aðgerðum og framförum gegn loftslagsvánni með aukinni áherslu á skynsamlegri nýtingu grænnar orku. Óvinsælar aðgerðir Það er nokkuð ljóst að ef eitthvað ríki getur náð þessum metnaðarfullum markmiðum sem koma fram í stjórnarsáttmála þá ætti það að sjálfsögðu að vera Ísland. Hins vegar þurfa kjörnir fulltrúar að rífa sig í gang og grípa til aðgerða sem eru ekki vinsælar meðal allra kjósenda. Það eru þrír flokkar í ríkisstjórn og allir þrír flokkar reyna að höfða til mismunandi markhópa sem leiðir til stöðnunar í ákvarðanatöku stórra og umdeildra málaflokka. Grípa þarf til aðgerða sem munu vera óvinsælar meðal allra þriggja markhópa. Markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum verða ekki náð með því að einungis reisa fleiri orkumannvirki. Markmiðunum verður heldur ekki náð með því að einungis einblína á orkuskipti hjá eigendum einkabifreiða. Markmiðunum verður svo sannarlega ekki náð með því að einblína bara á eina aðgerð í einu og síðan leyfa skoðanakönnunum um fylgi flokka ráða förinni. Ferlið sjálft í átt að fullum orkuskiptum má líta á sem tannhjól sem er knúið af samspili margra mismunandi og fjölbreyttra aðgerða. Ef það er lögð áhersla á eina aðgerð (t.d. bara samþykkt rammaáætlunar) þá er hætta á að allt ferlið standi eða falli með þessari einni aðgerð. Ef þessi metnaðarfullu markmið eiga að nást, þá er nauðsynlegt að benda á raunhæfa (og stundum óvinsæla) staðreynd um að það er augljóslega þörf á frekari orku hérlendis og munum við ólíklega komast hjá því að reisa fleiri virkjanir. Hins vegar þýðir það ekki að orkan sem er nú þegar framleidd sé vel nýtt - það þarf samspil frekari orkuframleiðslu og betri orkunýtingar til þess að þetta virki. Það er þörf á orkuskiptum í samgöngum en það þýðir þó ekki að ríkið eigi að niðurgreiða rafmagnsbíla og halda að málið sé dautt - það þarf að leggja áherslu á að Borgarlínan og frekari uppbygging sjálfbærra almenningssamgangna klárist sem fyrst. Það þarf að einfalda leyfisveitingaferlið er kemur að orkumannvirkjum en það þýðir ekki að hægt sé að reisa virkjanir hvar sem er og án samþykkis hlutaðeigandi stofnana - tilvalið væri að líta til nýsamþykktra laga Evrópusambandsins þar sem endurnýjanleg orka er viðurkennd sem brýnir almannahagsmunir og afmarkað er svæði með mikla möguleika á endurnýjanlegri orkuframleiðslu á sama tíma og umhverfisáhrifin ráða förinni, þessi svæði eru síðan skilgreind sem „hröðunarsvæði” þar sem leyfisveitingaferlið er styttra og einfaldara en á öðrum svæðum. Að lokum, þá er mikilvægt að tryggja raforkuöryggi viðkvæmra neytenda í ljósi aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að forgangsröðun raforku. Það eru tvö ár eftir af kjörtímabilinu og því er enn tími til að bregðast við orkukreppunni sem blasir við ef ekki er gripið til aðgerða. Þetta er bara upptalning á aðgerðum sem eru umdeildar og stjórnvöld eru hikandi, ef ekki treg, við að grípa til. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum frammi fyrir tímamótum þar sem aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum mun óhjákvæmilega leiða til loftslagshamfara sem komandi kynslóðir munu ekki geta snúið við og heldur ekki lifað við. Það er orðið vandræðalegt hvað við erum með stór markmið og loforð sem líta vel út á alþjóðavísu og í ársskýrslum erlendra eftirlitsstofnana á sama tíma og við erum gjörsamlega vonlaus í að framkvæma þau. Gerum betur og nýtum sérstöðu okkar í orkumálum til að raunverulega vera fyrst allra ríkja til að ná fullum orkuskiptum. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun