Níu ára strákur í Kópavogi ætlar að verða heimsfrægur söngvari Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. ágúst 2023 20:07 Herbergið hjá Alex Óla er fullt af bikurum og verðlaunapeningum, sem hann hefur fengið í samkvæmisdönsum með Ísabellu Birtu. Alex Óli hefur vakið mikla athygli eftir að hann sigraði í söngvakeppni barna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég ætla að verða heimsfrægur söngvari og mjög góður dansari “, segir níu ára strákur í Kópavogi, sem vann söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg með að strákurinn sé góður að syngja því hann hefur fengið fimmtán bikara og þrjátíu verðlaunapeninga í keppnum í samkvæmisdansi. Hér erum við að tala um Alex Óla Jónsson, sem kom sá og sigraði í söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu helgi í flokknum níu til þrettán ára. Hann söng lagið „Lítil drengur“ og sló algjörlega í gegn með fallegum og einlægum flutningi. „Ég fæddist með svo flotta rödd. Ég byrjaði að syngja þegar ég var eitthvað lítill og ég söng líka í brúðkaupinu hjá mömmu minni og pabba, þar söng ég „Maístjörnuna“, segir Alex Óli. Og brekkan söng með þér og klappaði í Vestmannaeyjum? „Já, ég vildi að ég gæti gert þetta alveg hundrað milljón sinnum, þetta var geðveikt.“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla bara að vera frægur söngvari, heimsfrægur og mjög góður dansari,“ segir Alex Óli brosandi. Það er ekki nóg með að Alex Óli sé góður að syngja því hann er líka að læra samkvæmisdans og hefur unnið til fjölda verðlauna í dansinum með dansfélaga sínum, sem heitir Ísabella Birta Unnarsdóttir og er líka níu ára. „Við erum búin að keppa á rosalega mörgum mótum og alveg fullt í útlöndum,“ segir Alex Óli. Foreldrar Alex Óla og litli bróðir hans, Erik Óli, sjö ára eru að rifna úr stolti af söngvaranum og dansaranum á heimilinu. Hvernig leið ykkur í Eyjum þegar hann var að syngja? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því, maður var með tárin í augunum og ótrúlega stolt bara,“ segir Þórunn Anna Ólafsdóttir. „Hann vaknar syngjandi og sofnar syngjandi og svo er hann að dansa, hann er ótrúlega hæfileikaríkur,“ segir Jón Rúnar Gíslason. Og Alex Óli tekur stundum lagið með pabba sínum, sem spilar þá á gítar og þá er stundum sungið á ensku. Kópavogur Þjóðhátíð í Eyjum Dans Krakkar Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Hér erum við að tala um Alex Óla Jónsson, sem kom sá og sigraði í söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu helgi í flokknum níu til þrettán ára. Hann söng lagið „Lítil drengur“ og sló algjörlega í gegn með fallegum og einlægum flutningi. „Ég fæddist með svo flotta rödd. Ég byrjaði að syngja þegar ég var eitthvað lítill og ég söng líka í brúðkaupinu hjá mömmu minni og pabba, þar söng ég „Maístjörnuna“, segir Alex Óli. Og brekkan söng með þér og klappaði í Vestmannaeyjum? „Já, ég vildi að ég gæti gert þetta alveg hundrað milljón sinnum, þetta var geðveikt.“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla bara að vera frægur söngvari, heimsfrægur og mjög góður dansari,“ segir Alex Óli brosandi. Það er ekki nóg með að Alex Óli sé góður að syngja því hann er líka að læra samkvæmisdans og hefur unnið til fjölda verðlauna í dansinum með dansfélaga sínum, sem heitir Ísabella Birta Unnarsdóttir og er líka níu ára. „Við erum búin að keppa á rosalega mörgum mótum og alveg fullt í útlöndum,“ segir Alex Óli. Foreldrar Alex Óla og litli bróðir hans, Erik Óli, sjö ára eru að rifna úr stolti af söngvaranum og dansaranum á heimilinu. Hvernig leið ykkur í Eyjum þegar hann var að syngja? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því, maður var með tárin í augunum og ótrúlega stolt bara,“ segir Þórunn Anna Ólafsdóttir. „Hann vaknar syngjandi og sofnar syngjandi og svo er hann að dansa, hann er ótrúlega hæfileikaríkur,“ segir Jón Rúnar Gíslason. Og Alex Óli tekur stundum lagið með pabba sínum, sem spilar þá á gítar og þá er stundum sungið á ensku.
Kópavogur Þjóðhátíð í Eyjum Dans Krakkar Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira