Heimslisti er á sínu fyrsta ári í CrossFit heiminum en hann hugsaður á svipaðan hátt og þeir í tennis og golfi.
Árangur CrossFit fólksins á síðustu tveimur árum, í öllum liðum keppninnar, ræður stöðu þeirra á listanum.
Katrín Tanja varð sjöunda á heimsleikunum og kemst inn á topp tíu á heimslistanum. Hún fer upp um tvö sæti og upp í níunda sæti.
Björgvin Karl Guðmundsson fer niður um fjögur sæti á karlalistanum og situr nú í ellefta sæti langefstur á íslenskum CrossFit körlum.
Þuríður Erla Helgadóttir er næstefsta íslenska stelpan þrátt fyrir að detta niður um níu sæti. Hún er í 26. sæti á nýjum lista.
Sólveig Sigurðardóttir fer niður um þrjá sæti og niður í 35. sæti og Sara Sigmundsdóttir fellur um tvö sæti og situr nú í 41. sætinu.
Anníe Mist Þórisdóttir náð þrettánda sæti á heimsleikunum en það kom þó ekki í veg fyrir algjört hrun á listanum. Hún er nú fimmta efsta íslenska konan á heimslistanum.
Anníe datt niður um 21 sæti á listanum og alla leið niður í 48. sæti listans. Hér munar auðvitað um það að hún keppti í liðakeppninni í fyrra en 1500 stig hennar frá heimsleikunum koma henni samt ekki ofar.
Efstu hundrað sætin hjá körlunum má sjá hér.
Efstu hundrað sætin hjá konunum má sjá hér.