UNESCO er ekki að leggja til bann á snjallsímum í skólum Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 09:30 Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum. Ánægja landsmanna með þessa ákvörðun UNESCO er mikil. Eina vandamálið er að UNESCO hefur ekki lagt þetta til. Ég vona að þjóðin sökkvi ekki í mikið þunglyndi við þá uppgötvun og að ráðuneytið sé ekki búið að skipa vinnuhóp til að framfylgja þessu. Það sem UNESCO leggur til er að tækni þar með talin snjallsímar verði einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu í kennslustundum. Þetta er skýrt á síðu UNESCO: „The 2023 Global Education Monitoring Report has just released a call for technology only to be used in class when it supports learning outcomes, and this includes the use of smartphones.“ . Athugið „class“, ekki „school“ þannig að UNESCO er ekki að segja neitt um notkun utan kennslu. Á íslensku: Tækni á aðeins að nota í kennslu þegar það styður við hæfniviðmið, og þetta á líka við um snjallsíma. Það er heldur ekki satt að eitt af hverjum fjórum löndum hafi bannað snjallsíma í skólum en í skýrslunni stendur: „Analysis for this report shows that, globally, almost one in four countries has introduced such bans in laws or policies. In particular, 13% of countries have laws and 14% have policies that ban mobile phones.“ Það þýðir að 13% hafa bannað og 14% hafa einhvers konar bannstefnu. Stefna og bann er ekki það sama. Þetta er annars mjög áhugaverð skýrsla, bara 427 síður og má finna á https://www.unesco.org/gem-report/en/technology. Þar eru jákvæðir kaflar eins og „Mobile learning devices can complement education in certain settings“, „Digital technologies appear to improve student engagment“ og skemmtilegu kafli um hvernig tækni hjálpar fötluðum nemendum að læra og hvernig sú tækni er að færast í farsímana. Á Íslandi hefur nær ekkert verið rætt um hvernig símabann myndi hafa áhrif á fatlaða nemendur. Það má vel vera að það eigi að banna snjallsíma í skólum en UNESCO hefur ekki lagt til neitt símabann. Þangað til næst (það væri gaman ef það yrði ekki á þessu ári): Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Sjá meira
Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum. Ánægja landsmanna með þessa ákvörðun UNESCO er mikil. Eina vandamálið er að UNESCO hefur ekki lagt þetta til. Ég vona að þjóðin sökkvi ekki í mikið þunglyndi við þá uppgötvun og að ráðuneytið sé ekki búið að skipa vinnuhóp til að framfylgja þessu. Það sem UNESCO leggur til er að tækni þar með talin snjallsímar verði einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu í kennslustundum. Þetta er skýrt á síðu UNESCO: „The 2023 Global Education Monitoring Report has just released a call for technology only to be used in class when it supports learning outcomes, and this includes the use of smartphones.“ . Athugið „class“, ekki „school“ þannig að UNESCO er ekki að segja neitt um notkun utan kennslu. Á íslensku: Tækni á aðeins að nota í kennslu þegar það styður við hæfniviðmið, og þetta á líka við um snjallsíma. Það er heldur ekki satt að eitt af hverjum fjórum löndum hafi bannað snjallsíma í skólum en í skýrslunni stendur: „Analysis for this report shows that, globally, almost one in four countries has introduced such bans in laws or policies. In particular, 13% of countries have laws and 14% have policies that ban mobile phones.“ Það þýðir að 13% hafa bannað og 14% hafa einhvers konar bannstefnu. Stefna og bann er ekki það sama. Þetta er annars mjög áhugaverð skýrsla, bara 427 síður og má finna á https://www.unesco.org/gem-report/en/technology. Þar eru jákvæðir kaflar eins og „Mobile learning devices can complement education in certain settings“, „Digital technologies appear to improve student engagment“ og skemmtilegu kafli um hvernig tækni hjálpar fötluðum nemendum að læra og hvernig sú tækni er að færast í farsímana. Á Íslandi hefur nær ekkert verið rætt um hvernig símabann myndi hafa áhrif á fatlaða nemendur. Það má vel vera að það eigi að banna snjallsíma í skólum en UNESCO hefur ekki lagt til neitt símabann. Þangað til næst (það væri gaman ef það yrði ekki á þessu ári): Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun