Lengsta sumarfríið sem Tryggvi hefur fengið í atvinnumennskunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 11:00 Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna með tilþrifum í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Tryggvi Snær Hlinason er spenntur fyrir nýju verkefni í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann færði sig um set á Spáni í sumar. Tryggvi hefur verið leikmaður liðsins Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 en tók þá ákvörðun að breyta til eftir nýafstaðna leiktíð sem var köflótt hjá liðinu. Hann kveðst hafa notið lengra sumarfrís en ella. „Ég var alveg svolítið fyrir norðan. Þetta var mjög ljúft sumarfrí og það lengsta sem ég hef fengið til þessa. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en það er alltaf gott að byrja aftur. Mér fannst kominn tími til að byrja aftur enda ekki vanur að stoppa svona lengi. Það er gaman að vera kominn aftur af stað og byrja með strákunum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Val Pál Eiríksson. Spenntur fyrir næstu skrefum Hvernig metur hann síðasta tímabilið sitt með Zaragoza? „Þetta var svona ágætt ár allt í allt. Það var margt erfitt eins og það getur orðið í ACB en á endanum kláruðum við þetta nokkuð þægilega. Við enduðum á að tapa nokkrum leikjum í lokin sem var leiðinlegt. Ég get alveg verið sáttur við mín ár í Zaragoza og er bara spenntur fyrir næstu skrefum,“ sagði Tryggvi Snær. Tryggvi færi sig frá Zaragoza, vestar á norðurströnd Spánar, til Bilbao í Baskalandi. Hann mun spila með Bilbao Basket á komandi leiktíð. Nýr staður fyrir fjölskylduna að heimsækja „Ég farið þangað og spilað margoft. Ég farið í heimsókn þangað og þetta er mjög falleg borg og flott svæði. Fjölskyldan er mjög sátt að fá nýjan stað til að heimsækja. Ég er mjög spenntur og þekki þjálfarann vel. Í liðinu eru margir reynsluboltar úr ACB og ég er spenntur að sjá hvað við getum gert á næsta tímabili,“ sagði Tryggvi. Hvernig ber hann þetta Bilbao lið saman við Zaragoza liðið? „Þetta er svipaður kaliber og lið á svipuðu róli. Í ACB þá eru flest öll lið í þessum dúr. Í rauninni algjör happa og glappa hvar með enda síðan. Þetta er alveg lið sem getur komist í úrslitakeppnina og getur líka endað á því að berjast í fallbaráttu,“ sagði Tryggvi. Tryggvi er nú á fullu með íslenska landsliðinu sem er á leiðinni í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem hefst á laugardaginn kemur í Tyrklandi. Það má horfa á allt viðtalið við Tryggva hér fyrir neðan og hvað hann segir um þetta krefjandi verkefni með landsliðinu. Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Tryggvi hefur verið leikmaður liðsins Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 en tók þá ákvörðun að breyta til eftir nýafstaðna leiktíð sem var köflótt hjá liðinu. Hann kveðst hafa notið lengra sumarfrís en ella. „Ég var alveg svolítið fyrir norðan. Þetta var mjög ljúft sumarfrí og það lengsta sem ég hef fengið til þessa. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en það er alltaf gott að byrja aftur. Mér fannst kominn tími til að byrja aftur enda ekki vanur að stoppa svona lengi. Það er gaman að vera kominn aftur af stað og byrja með strákunum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Val Pál Eiríksson. Spenntur fyrir næstu skrefum Hvernig metur hann síðasta tímabilið sitt með Zaragoza? „Þetta var svona ágætt ár allt í allt. Það var margt erfitt eins og það getur orðið í ACB en á endanum kláruðum við þetta nokkuð þægilega. Við enduðum á að tapa nokkrum leikjum í lokin sem var leiðinlegt. Ég get alveg verið sáttur við mín ár í Zaragoza og er bara spenntur fyrir næstu skrefum,“ sagði Tryggvi Snær. Tryggvi færi sig frá Zaragoza, vestar á norðurströnd Spánar, til Bilbao í Baskalandi. Hann mun spila með Bilbao Basket á komandi leiktíð. Nýr staður fyrir fjölskylduna að heimsækja „Ég farið þangað og spilað margoft. Ég farið í heimsókn þangað og þetta er mjög falleg borg og flott svæði. Fjölskyldan er mjög sátt að fá nýjan stað til að heimsækja. Ég er mjög spenntur og þekki þjálfarann vel. Í liðinu eru margir reynsluboltar úr ACB og ég er spenntur að sjá hvað við getum gert á næsta tímabili,“ sagði Tryggvi. Hvernig ber hann þetta Bilbao lið saman við Zaragoza liðið? „Þetta er svipaður kaliber og lið á svipuðu róli. Í ACB þá eru flest öll lið í þessum dúr. Í rauninni algjör happa og glappa hvar með enda síðan. Þetta er alveg lið sem getur komist í úrslitakeppnina og getur líka endað á því að berjast í fallbaráttu,“ sagði Tryggvi. Tryggvi er nú á fullu með íslenska landsliðinu sem er á leiðinni í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem hefst á laugardaginn kemur í Tyrklandi. Það má horfa á allt viðtalið við Tryggva hér fyrir neðan og hvað hann segir um þetta krefjandi verkefni með landsliðinu.
Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira