Kína boðar klukkutíma hámark á skjátíma barna Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 10:41 Kínversk stjórnvöld leggja síaukna áherslu á að draga úr meintri netfíkn barna sem er sögð vera umtalsvert vandamál. Ap/Ng Han Guan Öll snjalltæki og snjallforrit í Kína þurfa að bjóða upp á sérstaka barnastillingu sem stórlega takmarkar skjánotkun barna og ólögráða ungmenna ef ný tillaga kínverskra yfirvalda nær fram að ganga. Um er að ræða nýjasta skrefið í umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda sem er ætlað að draga úr netfíkn og takmarka aðgengi barna að „óæskilegum upplýsingum.“ Greint er frá þessu í frétt CNN en samkvæmt tillögu kínverskra netmálayfirvalda myndi stillingin til að mynda koma í veg fyrir að einstaklingar undir átján ára aldri geti notað snjalltæki á borð við snjallsíma og spjaldtölvur á milli klukkan 22 á kvöldin og 6 á morgnanna. Þá fengju börn yngri en átta ára aðeins að nota tæki sín í 40 mínútur á dag og þau á aldrinum 8 til 16 ára að hámarki eins klukkustunda skjátíma. Að lokum gætu unglingar sem hafa náð 16 ára aldri notað snjalltæki í allt að tvo klukkutíma á dag þar til þeir verða 18 ára. Fjarskiptafyrirtæki breiði út kjarnagildi sósíalismans Í tillögunni sem er nú í umsagnarferli er lagt til að allir aldurshóparnir muni fá áminningu þegar notendur eru búnir að nota tæki í yfir 30 mínútur og þeir hvattir til þess að taka sér hlé. Þegar barnastillingin er virkjuð verður boðið upp á efni sem talið er hæfa aldri og lokast snjallforrit sjálfkrafa þegar tíminn rennur út, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt tillögunum verður foreldrum gert kleift að framlengja símatíma barna sinna og á takmörkunin ekki að hafa áhrif á vissar þjónustur sem notaðar eru í námi eða til að óska eftir aðstoð viðbragðsaðila. Þá er fjarskiptafyrirtækjum sem veita netþjónustu gert að framleiða efni sem „breiði út kjarnagildi sósíalismans“ og „efli samheldni kínversku þjóðarinnar.“ Árið 2021 var greint frá því að leikjafyrirtækjum hafi verið gert að takmarka spilatíma kínverskra barna. Ganga ætti úr skugga um að börn gætu ekki spilað tölvuleiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum. Kína Börn og uppeldi Tækni Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Um er að ræða nýjasta skrefið í umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda sem er ætlað að draga úr netfíkn og takmarka aðgengi barna að „óæskilegum upplýsingum.“ Greint er frá þessu í frétt CNN en samkvæmt tillögu kínverskra netmálayfirvalda myndi stillingin til að mynda koma í veg fyrir að einstaklingar undir átján ára aldri geti notað snjalltæki á borð við snjallsíma og spjaldtölvur á milli klukkan 22 á kvöldin og 6 á morgnanna. Þá fengju börn yngri en átta ára aðeins að nota tæki sín í 40 mínútur á dag og þau á aldrinum 8 til 16 ára að hámarki eins klukkustunda skjátíma. Að lokum gætu unglingar sem hafa náð 16 ára aldri notað snjalltæki í allt að tvo klukkutíma á dag þar til þeir verða 18 ára. Fjarskiptafyrirtæki breiði út kjarnagildi sósíalismans Í tillögunni sem er nú í umsagnarferli er lagt til að allir aldurshóparnir muni fá áminningu þegar notendur eru búnir að nota tæki í yfir 30 mínútur og þeir hvattir til þess að taka sér hlé. Þegar barnastillingin er virkjuð verður boðið upp á efni sem talið er hæfa aldri og lokast snjallforrit sjálfkrafa þegar tíminn rennur út, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt tillögunum verður foreldrum gert kleift að framlengja símatíma barna sinna og á takmörkunin ekki að hafa áhrif á vissar þjónustur sem notaðar eru í námi eða til að óska eftir aðstoð viðbragðsaðila. Þá er fjarskiptafyrirtækjum sem veita netþjónustu gert að framleiða efni sem „breiði út kjarnagildi sósíalismans“ og „efli samheldni kínversku þjóðarinnar.“ Árið 2021 var greint frá því að leikjafyrirtækjum hafi verið gert að takmarka spilatíma kínverskra barna. Ganga ætti úr skugga um að börn gætu ekki spilað tölvuleiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum.
Kína Börn og uppeldi Tækni Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira