Kína boðar klukkutíma hámark á skjátíma barna Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 10:41 Kínversk stjórnvöld leggja síaukna áherslu á að draga úr meintri netfíkn barna sem er sögð vera umtalsvert vandamál. Ap/Ng Han Guan Öll snjalltæki og snjallforrit í Kína þurfa að bjóða upp á sérstaka barnastillingu sem stórlega takmarkar skjánotkun barna og ólögráða ungmenna ef ný tillaga kínverskra yfirvalda nær fram að ganga. Um er að ræða nýjasta skrefið í umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda sem er ætlað að draga úr netfíkn og takmarka aðgengi barna að „óæskilegum upplýsingum.“ Greint er frá þessu í frétt CNN en samkvæmt tillögu kínverskra netmálayfirvalda myndi stillingin til að mynda koma í veg fyrir að einstaklingar undir átján ára aldri geti notað snjalltæki á borð við snjallsíma og spjaldtölvur á milli klukkan 22 á kvöldin og 6 á morgnanna. Þá fengju börn yngri en átta ára aðeins að nota tæki sín í 40 mínútur á dag og þau á aldrinum 8 til 16 ára að hámarki eins klukkustunda skjátíma. Að lokum gætu unglingar sem hafa náð 16 ára aldri notað snjalltæki í allt að tvo klukkutíma á dag þar til þeir verða 18 ára. Fjarskiptafyrirtæki breiði út kjarnagildi sósíalismans Í tillögunni sem er nú í umsagnarferli er lagt til að allir aldurshóparnir muni fá áminningu þegar notendur eru búnir að nota tæki í yfir 30 mínútur og þeir hvattir til þess að taka sér hlé. Þegar barnastillingin er virkjuð verður boðið upp á efni sem talið er hæfa aldri og lokast snjallforrit sjálfkrafa þegar tíminn rennur út, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt tillögunum verður foreldrum gert kleift að framlengja símatíma barna sinna og á takmörkunin ekki að hafa áhrif á vissar þjónustur sem notaðar eru í námi eða til að óska eftir aðstoð viðbragðsaðila. Þá er fjarskiptafyrirtækjum sem veita netþjónustu gert að framleiða efni sem „breiði út kjarnagildi sósíalismans“ og „efli samheldni kínversku þjóðarinnar.“ Árið 2021 var greint frá því að leikjafyrirtækjum hafi verið gert að takmarka spilatíma kínverskra barna. Ganga ætti úr skugga um að börn gætu ekki spilað tölvuleiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum. Kína Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Um er að ræða nýjasta skrefið í umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda sem er ætlað að draga úr netfíkn og takmarka aðgengi barna að „óæskilegum upplýsingum.“ Greint er frá þessu í frétt CNN en samkvæmt tillögu kínverskra netmálayfirvalda myndi stillingin til að mynda koma í veg fyrir að einstaklingar undir átján ára aldri geti notað snjalltæki á borð við snjallsíma og spjaldtölvur á milli klukkan 22 á kvöldin og 6 á morgnanna. Þá fengju börn yngri en átta ára aðeins að nota tæki sín í 40 mínútur á dag og þau á aldrinum 8 til 16 ára að hámarki eins klukkustunda skjátíma. Að lokum gætu unglingar sem hafa náð 16 ára aldri notað snjalltæki í allt að tvo klukkutíma á dag þar til þeir verða 18 ára. Fjarskiptafyrirtæki breiði út kjarnagildi sósíalismans Í tillögunni sem er nú í umsagnarferli er lagt til að allir aldurshóparnir muni fá áminningu þegar notendur eru búnir að nota tæki í yfir 30 mínútur og þeir hvattir til þess að taka sér hlé. Þegar barnastillingin er virkjuð verður boðið upp á efni sem talið er hæfa aldri og lokast snjallforrit sjálfkrafa þegar tíminn rennur út, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt tillögunum verður foreldrum gert kleift að framlengja símatíma barna sinna og á takmörkunin ekki að hafa áhrif á vissar þjónustur sem notaðar eru í námi eða til að óska eftir aðstoð viðbragðsaðila. Þá er fjarskiptafyrirtækjum sem veita netþjónustu gert að framleiða efni sem „breiði út kjarnagildi sósíalismans“ og „efli samheldni kínversku þjóðarinnar.“ Árið 2021 var greint frá því að leikjafyrirtækjum hafi verið gert að takmarka spilatíma kínverskra barna. Ganga ætti úr skugga um að börn gætu ekki spilað tölvuleiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum.
Kína Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira