Dæmdur til dauða fyrir mannskæðustu árás á gyðinga í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2023 10:15 Teiknuð mynd af Robert Bowers í dómsal í gær. Hann er sagður hafa sýnt lítil viðbrögð er honum var tilkynnt að hann yrði dæmdur til dauða. AP/Dave Klug Maður sem myrti ellefu manns í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum árið 2018 hefur verið dæmdur til dauða. Auk þeirra ellefu sem Robert Bowers myrti særði hann tvo sem voru við bænir og fimm lögregluþjóna. Um er að ræða mannskæðustu árás í sögu Bandaríkjanna sem beindist gegn gyðingum en hún átti sér stað í bænahúsi sem heitir Tree of Life. Bowers hafði ítrekað lýst yfir hatri sínu á gyðingum og valdi hann bænahúsið í einu stærsta og elsta samfélagi gyðinga í Bandaríkjunum til að valda sem mestu mannfalli og óreiðu. Kviðdómendur sögðu einnig á sínum tíma að hann hefði ekki sýnt neina iðrun vegna ódæðis síns. Sami kviðdómur og dæmdi Bowers, sem er fimmtíu ára gamall, sekan hefur nú dæmt hann til dauða en allir tólf kviðdómendur voru sammála um þann dóm. Dómari mun svo formlega kveða dóminn upp í dag. AP fréttaveitan segir Bowers hafa sýnt lítil viðbrögð þegar kviðdómendur greindu frá niðurstöðu þeirra í gær. Fórnarlömb Bowers.AP/Alríkisdómstóll Vestur-Pennsylvaníu Bowers er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera dæmdur til dauða af alríkisdómstól frá því Joe Biden settist að í Hvíta húsinu. Hann hét því í kosningabaráttu sinni að binda enda á dauðarefsingar alríksisins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt bann við dauðarefsingum alríkisins og hefur bannað saksóknurum að fara fram á dauðarefsingu í hundruðum mála þar sem þær gætu átt við, samkvæmt AP. Saksóknarar í þessu máli segja dauðarefsingu eiga við og hafa sérstaklega vísað til aldurs fórnarlamba Bowers og hve viðkvæm þau voru, auk þess að hatur hans á gyðingum hafi leitt til ódæðisins. Fengu þeir undaþágu á því að krefjast dauðarefsingar. Fjölskyldur næstum því allra fórnarlamba hans sögðu hann eiga að deyja fyrir glæp sinn. Reyndu ekki að þræta fyrir sekt Lögmenn Bowers reyndu ekki að þræta fyrir sekt hans, þó hann hafi upprunalega lýst yfir sakleysi sínu, og lögðu þess í stað áherslu á að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði dæmdur til dauða. Vísuðu þeir meðal annars til áfalla og vanrækslu sem hann varð fyrir í æsku og sögðu hann eiga við geðræn vandamál að stríða. Þeir sögðu Bowers hafa myrt fólk í þeirri trú að gyðingar stæðu að baki áætlun um að útrýma hvítu fólki og að hann hefði öfgavæst á Internetinu. Eins og áður hefur komið fram særði Bowers fimm lögregluþjóna en hann varð sjálfur fyrir þremur skotum er hann skiptist á skotum við lögregluna. Þegar hann var handtekinn sagði hann lögregluþjónum að „allir þessir gyðingar“ þyrftu að deyja. Bænahúsið hefur verið lokað frá því árásin átti sér stað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Maðurinn sem myrti ellefu í skotárás á bænahús í borginni Pittsburg hefur nú lýst yfir sakleysi sínu. 1. nóvember 2018 23:01 Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Lýsti ítrekað yfir hatri sínu á gyðingum Maðurinn sem réðst inn í bænahús gyðinga í dag og hóf þar skothríð heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Bowers er í haldi lögreglu og var fluttur á sjúkrahús í dag. 27. október 2018 21:27 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Sjá meira
Um er að ræða mannskæðustu árás í sögu Bandaríkjanna sem beindist gegn gyðingum en hún átti sér stað í bænahúsi sem heitir Tree of Life. Bowers hafði ítrekað lýst yfir hatri sínu á gyðingum og valdi hann bænahúsið í einu stærsta og elsta samfélagi gyðinga í Bandaríkjunum til að valda sem mestu mannfalli og óreiðu. Kviðdómendur sögðu einnig á sínum tíma að hann hefði ekki sýnt neina iðrun vegna ódæðis síns. Sami kviðdómur og dæmdi Bowers, sem er fimmtíu ára gamall, sekan hefur nú dæmt hann til dauða en allir tólf kviðdómendur voru sammála um þann dóm. Dómari mun svo formlega kveða dóminn upp í dag. AP fréttaveitan segir Bowers hafa sýnt lítil viðbrögð þegar kviðdómendur greindu frá niðurstöðu þeirra í gær. Fórnarlömb Bowers.AP/Alríkisdómstóll Vestur-Pennsylvaníu Bowers er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera dæmdur til dauða af alríkisdómstól frá því Joe Biden settist að í Hvíta húsinu. Hann hét því í kosningabaráttu sinni að binda enda á dauðarefsingar alríksisins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt bann við dauðarefsingum alríkisins og hefur bannað saksóknurum að fara fram á dauðarefsingu í hundruðum mála þar sem þær gætu átt við, samkvæmt AP. Saksóknarar í þessu máli segja dauðarefsingu eiga við og hafa sérstaklega vísað til aldurs fórnarlamba Bowers og hve viðkvæm þau voru, auk þess að hatur hans á gyðingum hafi leitt til ódæðisins. Fengu þeir undaþágu á því að krefjast dauðarefsingar. Fjölskyldur næstum því allra fórnarlamba hans sögðu hann eiga að deyja fyrir glæp sinn. Reyndu ekki að þræta fyrir sekt Lögmenn Bowers reyndu ekki að þræta fyrir sekt hans, þó hann hafi upprunalega lýst yfir sakleysi sínu, og lögðu þess í stað áherslu á að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði dæmdur til dauða. Vísuðu þeir meðal annars til áfalla og vanrækslu sem hann varð fyrir í æsku og sögðu hann eiga við geðræn vandamál að stríða. Þeir sögðu Bowers hafa myrt fólk í þeirri trú að gyðingar stæðu að baki áætlun um að útrýma hvítu fólki og að hann hefði öfgavæst á Internetinu. Eins og áður hefur komið fram særði Bowers fimm lögregluþjóna en hann varð sjálfur fyrir þremur skotum er hann skiptist á skotum við lögregluna. Þegar hann var handtekinn sagði hann lögregluþjónum að „allir þessir gyðingar“ þyrftu að deyja. Bænahúsið hefur verið lokað frá því árásin átti sér stað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Maðurinn sem myrti ellefu í skotárás á bænahús í borginni Pittsburg hefur nú lýst yfir sakleysi sínu. 1. nóvember 2018 23:01 Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Lýsti ítrekað yfir hatri sínu á gyðingum Maðurinn sem réðst inn í bænahús gyðinga í dag og hóf þar skothríð heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Bowers er í haldi lögreglu og var fluttur á sjúkrahús í dag. 27. október 2018 21:27 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Sjá meira
Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Maðurinn sem myrti ellefu í skotárás á bænahús í borginni Pittsburg hefur nú lýst yfir sakleysi sínu. 1. nóvember 2018 23:01
Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32
Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09
Lýsti ítrekað yfir hatri sínu á gyðingum Maðurinn sem réðst inn í bænahús gyðinga í dag og hóf þar skothríð heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Bowers er í haldi lögreglu og var fluttur á sjúkrahús í dag. 27. október 2018 21:27