Sambandsslit stjörnupars skekja tónlistarheiminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 15:36 Vafalaust eru margir aðdáendur parsins í sárum í ljósi nýjustu frétta. Getty/Gotham Tónlistarkonan Rosalía og reggaeton-söngvarinn Rauw Alejandro hafa slitið trúlofun sinni og eru hætt saman eftir þriggja ára samband. Fregnirnar eru áfall fyrir heim latíntónlistar enda eru þau bæði risastjörnur innan hans. Parið sem byrjaði saman í september árið 2021 greindi frá trúlofun sinni í mars síðastliðnum. Miðað við nýjustu fréttir verður þó ekkert af brúðkaupinu. Samkvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs þá var ákvörðunin tekin í sameiningu og er enn mikil ást á milli þeirra. Slúðrað um kólumbískan hjónadjöful Orðrómur hefur gengið um að ástæðan fyrir sambandsslitunum sé framhjáhald Rauw með kólumbísku fyrirsætunni Valeríu Duque. Rauw hefur neitað því að framhjáhald hafi valdið sambandsslitunum. Hin þrítuga Valeria Duque er frá Medellin í Kólumbíu. Hún er með 1,7 milljón fylgjendur á Instagram.Instagram „Fyrir nokkrum mánuðum slitum við Rosi trúlofun okkar. Það eru þúsund vandamál sem geta valdið sambandsslitum en í okkar tilfelli var það ekki vegna framhjáhalds eða þriðja aðila,“ sagði Rauw í yfirlýsingu um málið. „Vegna virðingarinnar sem ég hef fyrir henni, fjölskyldum okkar og öllu því sem við höfum upplifað, gat ég ekki verið þögull og fylgst með þeim reyna að eyðileggja raunverulegustu ástarsögu sem Guð hefur leyft mér að lifa,“ sagði hann einnig. Rosalía birti einnig tilkynningu vegna sambandsslitanna. „Ég elska, virði og dáist að Rauw mjög mikið. Ef við hunsum fíflalætin, þá vitum við tvö aðeins hvað við höfum upplifað,“ sagði hún á Instagram. Tattúveruðu sig með nöfnum makans Hin þrítuga Rosalía er spænsk söngkona sem hóf feril sinn sem flamenco-söngkona. Hún hefur verið dugleg að tvinna flamenco inn í tilraunakennda popptónlist sína. Rosalía tók ófá Grammy-verðlaunin heim af síðustu Latin Grammy-hátíð.Mynd/Getty Rosalía skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 með plötunni El mal querer. Síðan þá hefur hún verið ein stærsta stjarna latíntónlistar og í fyrra gaf hún út hina gríðarvinsælu Motomami. Rauw Alejandro sem er einnig þrítugur er aftur á móti frá Puerto Rico og hefur verið kallaður „Kóngur nútíma-reggaeton“. Hann hefur verið afkastamikill undanfarin ár, gefið út plötu árlega frá 2020, nú síðast plötuna Playa Saturno sem kom út í ár. Fregnirnar koma nokkuð á óvart. Auk þess að hafa trúlofað sig í mars þá gáfu þau einnig út sameiginlegu þriggja laga smáskífuna RR í sama mánuði. Þá virtist parið ansi ástfangið þegar þau komu saman fyrir augu almennings. Í mars á síðasta ári hafði Rosalía einmitt látið tattúvera RR (sem stendur fyrir Rosalía og Rauw) á fótinn sinn. Mánuði síðar lét Rauw tattúvera nafn Rosalíu á kvið sinn, rétt fyrir ofan nafla. Tónlist Ástin og lífið Tímamót Spánn Púertó Ríkó Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Parið sem byrjaði saman í september árið 2021 greindi frá trúlofun sinni í mars síðastliðnum. Miðað við nýjustu fréttir verður þó ekkert af brúðkaupinu. Samkvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs þá var ákvörðunin tekin í sameiningu og er enn mikil ást á milli þeirra. Slúðrað um kólumbískan hjónadjöful Orðrómur hefur gengið um að ástæðan fyrir sambandsslitunum sé framhjáhald Rauw með kólumbísku fyrirsætunni Valeríu Duque. Rauw hefur neitað því að framhjáhald hafi valdið sambandsslitunum. Hin þrítuga Valeria Duque er frá Medellin í Kólumbíu. Hún er með 1,7 milljón fylgjendur á Instagram.Instagram „Fyrir nokkrum mánuðum slitum við Rosi trúlofun okkar. Það eru þúsund vandamál sem geta valdið sambandsslitum en í okkar tilfelli var það ekki vegna framhjáhalds eða þriðja aðila,“ sagði Rauw í yfirlýsingu um málið. „Vegna virðingarinnar sem ég hef fyrir henni, fjölskyldum okkar og öllu því sem við höfum upplifað, gat ég ekki verið þögull og fylgst með þeim reyna að eyðileggja raunverulegustu ástarsögu sem Guð hefur leyft mér að lifa,“ sagði hann einnig. Rosalía birti einnig tilkynningu vegna sambandsslitanna. „Ég elska, virði og dáist að Rauw mjög mikið. Ef við hunsum fíflalætin, þá vitum við tvö aðeins hvað við höfum upplifað,“ sagði hún á Instagram. Tattúveruðu sig með nöfnum makans Hin þrítuga Rosalía er spænsk söngkona sem hóf feril sinn sem flamenco-söngkona. Hún hefur verið dugleg að tvinna flamenco inn í tilraunakennda popptónlist sína. Rosalía tók ófá Grammy-verðlaunin heim af síðustu Latin Grammy-hátíð.Mynd/Getty Rosalía skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 með plötunni El mal querer. Síðan þá hefur hún verið ein stærsta stjarna latíntónlistar og í fyrra gaf hún út hina gríðarvinsælu Motomami. Rauw Alejandro sem er einnig þrítugur er aftur á móti frá Puerto Rico og hefur verið kallaður „Kóngur nútíma-reggaeton“. Hann hefur verið afkastamikill undanfarin ár, gefið út plötu árlega frá 2020, nú síðast plötuna Playa Saturno sem kom út í ár. Fregnirnar koma nokkuð á óvart. Auk þess að hafa trúlofað sig í mars þá gáfu þau einnig út sameiginlegu þriggja laga smáskífuna RR í sama mánuði. Þá virtist parið ansi ástfangið þegar þau komu saman fyrir augu almennings. Í mars á síðasta ári hafði Rosalía einmitt látið tattúvera RR (sem stendur fyrir Rosalía og Rauw) á fótinn sinn. Mánuði síðar lét Rauw tattúvera nafn Rosalíu á kvið sinn, rétt fyrir ofan nafla.
Tónlist Ástin og lífið Tímamót Spánn Púertó Ríkó Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“