Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2023 11:09 Mikil mótmæli gegn Kóranbrennum hafa verið í ríkjum þar sem Múslimar eru í meirihluta. AP Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. Ráðuneytið segir að þrátt fyrir mikilvægi tjáningarfrelsis ógni slík mótmæli öryggi Dana. Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafi nú hug á að grípa inn í vegna skipulagðra mótmæla sem fela í sér slíkar brennur. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar segir svipað ferli í gangi í Svíþjóð, samkvæmt frétt BBC. Kastast hefur í kekki í vegna mótmæla öfgahægrimanna í Danmörku og Svíþjóð sem innihéldu svokallaðar Kóranbrennur, sem gengu út á það að eyðileggja ritið. Nokkur hundruð manns réðust til að mynda inn í sendiráð Svía í Bagdad, höfuðborg Írak, fyrr í mánuðinum, vegna skipulagðra mótmæla þar sem til stóð að framkvæma svokallaða Kóranbrennu. Kóranbrennurnar hafa komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfarið kveiktu tveir danskir öfgahægrimenn í eintaki af Kórani og Írakska fánanum fyrir utan sendiráð Íraks í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið íhugi nú afskipti af mótmælum sem innihalda móðgandi skilaboð í garð þjóðerna, trúarbragða eða menningar. Að mótmælin gætu haft neikvæð áhrif á landið og öryggi íbúa þess. Þá segir að mótmælin hafi að auki slæm áhrif á orðspor ríkisins á alþjóðavísu. Danmörk hafi nú orð á sér fyrir að umbera móðgun og niðurlægingu á menningu, trúarbrögðum og hefðum annarra landa. Í annarri tilkynningu segir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, að svipuðu ferli hafi nú verið hleypt af stað í nánu sambandi við Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Svíþjóð Danmörk Írak Trúmál Tengdar fréttir Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06 Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Ráðuneytið segir að þrátt fyrir mikilvægi tjáningarfrelsis ógni slík mótmæli öryggi Dana. Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafi nú hug á að grípa inn í vegna skipulagðra mótmæla sem fela í sér slíkar brennur. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar segir svipað ferli í gangi í Svíþjóð, samkvæmt frétt BBC. Kastast hefur í kekki í vegna mótmæla öfgahægrimanna í Danmörku og Svíþjóð sem innihéldu svokallaðar Kóranbrennur, sem gengu út á það að eyðileggja ritið. Nokkur hundruð manns réðust til að mynda inn í sendiráð Svía í Bagdad, höfuðborg Írak, fyrr í mánuðinum, vegna skipulagðra mótmæla þar sem til stóð að framkvæma svokallaða Kóranbrennu. Kóranbrennurnar hafa komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfarið kveiktu tveir danskir öfgahægrimenn í eintaki af Kórani og Írakska fánanum fyrir utan sendiráð Íraks í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið íhugi nú afskipti af mótmælum sem innihalda móðgandi skilaboð í garð þjóðerna, trúarbragða eða menningar. Að mótmælin gætu haft neikvæð áhrif á landið og öryggi íbúa þess. Þá segir að mótmælin hafi að auki slæm áhrif á orðspor ríkisins á alþjóðavísu. Danmörk hafi nú orð á sér fyrir að umbera móðgun og niðurlægingu á menningu, trúarbrögðum og hefðum annarra landa. Í annarri tilkynningu segir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, að svipuðu ferli hafi nú verið hleypt af stað í nánu sambandi við Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Svíþjóð Danmörk Írak Trúmál Tengdar fréttir Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06 Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06
Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56