Moe's Bar falur fyrir 99 milljónir Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2023 14:35 Reksturinn á Moe's Bar hefur verið til húsa í Jafnaseli 6 í fjórtán ár. Vísir/Vilhelm Fasteignin Jafnasel 6 í Breiðholtinu, þar sem barinn Moe's Bar hefur verið rekinn undanfarin fjórtán ár, hefur verið sett á sölu fyrir 99 milljónir króna. Fasteignin er sex herbergja atvinnuhúsnæði sem er 336,7 fermetrar að stærð á efri hæð Jafnasels 6. Fasteignamat fasteignarinnar fyrir árið 2024 er um 79 milljónir króna. Við hliðina á Moe's er smurstöð og bílaverkstæði.Miklaborg Moe's Bar hefur verið töluvert í fréttum frá október á síðasta ári þegar alvarleg líkamsárás átti sér stað barnum. Karlmanni á fimmtugsaldri var þá sparkað niður stiga með þeim afleiðingum að hann hlaut varanlegan heilaskaða. Þann 12. júní síðastliðinn var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árásina. Árið 2017 átti sér einnig stað alvarleg líkamsárás á staðnum þegar maður kastaði poka fullum af óopnuðum bjórdósum í annan mann, sló hann með járnröri og kastaði múrstein í höfuð hans. Hægt að kaupa staðinn, reksturinn eða bæði Mögulegum kaupendum standa ýmsir valkostir til boða þegar kemur að kaupum á fasteigninni. Kaupendur geta keypt fasteignina, fasteignina og reksturinn, reksturinn einn og sér eða leigt reksturinn með leigusamningi um fasteignina. Ásett verð miðast við sölu á fasteigninni og rekstri. Barborðið er svo áþekkt barborðinu á Moe's í The Simpsons að maður getur auðveldlega séð Moe Szyslak fyrir sér bak við það.Miklaborg Auk Pool-borðsins eru píluspjöld á staðnum, lítið svið og glæsilegir stuðningsfánar enskra fótboltaliða. Þrír inngangar eru á eigninni, aðalinngangur er á gafli hússins. Við núverandi skipulag er rýmið tvískipti. Í stærri hluta hússins er innréttaður bar með eldhúsi, snyrtingum og innréttingum sem tilheyra rekstrinum. Það er pool-borð á barnum rétt eins og á samnefndum bar í The Simpsons.Miklaborg Í hinum hluta hússins er vinnusalur, geymslur og snyrting. Hurðargat er á milli rýma og því auðvelt að nýta í einu lagi. Barinn hefur vínveitingaleyfi til klukkan þrjú um helgar. Fasteignafélagið Miklaborg sér um sölu fasteignarinnar en nánari upplýsingar má lesa um fasteignina á fasteignavef Vísis. Með dugnaði er hægt að gera vinnusalinn að fínasta samkomusal.Miklaborg Nafn barsins er auðvitað vísun í hinn fræga bar Moe's úr gamanþáttunum The Simpsons. Söguhetjan Homer Simpson er þar fastagestur ásamt Carl, Lenny og Barney Gumble. Þá gerir Bart, sonur Homers, reglulega símaat í Moe sem ærir krullhærðan barþjóninn. Hér fyrir neðan má sjá klippu af því þegar Homer fékk (stutt) lífstíðarbann á barnum: Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Fasteignin er sex herbergja atvinnuhúsnæði sem er 336,7 fermetrar að stærð á efri hæð Jafnasels 6. Fasteignamat fasteignarinnar fyrir árið 2024 er um 79 milljónir króna. Við hliðina á Moe's er smurstöð og bílaverkstæði.Miklaborg Moe's Bar hefur verið töluvert í fréttum frá október á síðasta ári þegar alvarleg líkamsárás átti sér stað barnum. Karlmanni á fimmtugsaldri var þá sparkað niður stiga með þeim afleiðingum að hann hlaut varanlegan heilaskaða. Þann 12. júní síðastliðinn var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árásina. Árið 2017 átti sér einnig stað alvarleg líkamsárás á staðnum þegar maður kastaði poka fullum af óopnuðum bjórdósum í annan mann, sló hann með járnröri og kastaði múrstein í höfuð hans. Hægt að kaupa staðinn, reksturinn eða bæði Mögulegum kaupendum standa ýmsir valkostir til boða þegar kemur að kaupum á fasteigninni. Kaupendur geta keypt fasteignina, fasteignina og reksturinn, reksturinn einn og sér eða leigt reksturinn með leigusamningi um fasteignina. Ásett verð miðast við sölu á fasteigninni og rekstri. Barborðið er svo áþekkt barborðinu á Moe's í The Simpsons að maður getur auðveldlega séð Moe Szyslak fyrir sér bak við það.Miklaborg Auk Pool-borðsins eru píluspjöld á staðnum, lítið svið og glæsilegir stuðningsfánar enskra fótboltaliða. Þrír inngangar eru á eigninni, aðalinngangur er á gafli hússins. Við núverandi skipulag er rýmið tvískipti. Í stærri hluta hússins er innréttaður bar með eldhúsi, snyrtingum og innréttingum sem tilheyra rekstrinum. Það er pool-borð á barnum rétt eins og á samnefndum bar í The Simpsons.Miklaborg Í hinum hluta hússins er vinnusalur, geymslur og snyrting. Hurðargat er á milli rýma og því auðvelt að nýta í einu lagi. Barinn hefur vínveitingaleyfi til klukkan þrjú um helgar. Fasteignafélagið Miklaborg sér um sölu fasteignarinnar en nánari upplýsingar má lesa um fasteignina á fasteignavef Vísis. Með dugnaði er hægt að gera vinnusalinn að fínasta samkomusal.Miklaborg Nafn barsins er auðvitað vísun í hinn fræga bar Moe's úr gamanþáttunum The Simpsons. Söguhetjan Homer Simpson er þar fastagestur ásamt Carl, Lenny og Barney Gumble. Þá gerir Bart, sonur Homers, reglulega símaat í Moe sem ærir krullhærðan barþjóninn. Hér fyrir neðan má sjá klippu af því þegar Homer fékk (stutt) lífstíðarbann á barnum:
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira