Biskupabrölt Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 28. júlí 2023 18:31 Það var árið 2000 og við fögnuðum þúsund ára kristnitöku á Íslandi. Haldin var mikil hátíð. Ég fékk að flytja bæn í útimessu á Laugardalsvelli sem fulltrúi Fríkirkjunnar í Reykjavík og mikið var kalt en ég var stolt af því að fá að taka þátt í þessum viðburði. Bænir mínar voru um heilbrigði þjóðar og heilbrigðis starfsmenn. Þá var mér hugsað til fyrrum biskupa kirkjunnar eins og Brynjólfs biskups í Skálholti og Sigurbjörns Einarssonar sem var eins og árlegur gestur heima í stofu í minni bernsku og ekki mátti anda þegar hann talaði til okkar í gegnum viðtækin á aðfangadagskvöld . Síðan eru liðin mörg ár og biskupar hafa gerst brotlegir. Þjóðkirkjan hefur síðan fengið meira frelsi frá ríkisvaldinu og ræður nú yfir fjármálum og starfsmannahaldi sínu eða er það svo ? Prestar eru ekki lengur embættismenn. Aðhaldsaðgerðir stofnunarinnar hafa verið töluverðar þar sem sóknir eru sameinaðar og eignir seldar. Biskupsstofa hefur flutt starfsemi sína all nokkrum sinnum á undanförnum árum. Upp er komið einkennilegt mál um framlengingu á ráðningu biskups. Hver bendir á annan og gömlum og nýjum lögum er kennt um. Nú er það vandi þjóðkirkjunnar að vilja bæði vera óháð ríkisvaldinu og sjálfstæð stofnun á sama tíma, en kenna samt löggjöf ríkisins um embættisstöðu biskups. Fjölmiðlar reyna að fá svör og til svara eru löglærðir menn og konur og aðrir sem kenna ríkis löggjöf um. Kirkjuþing hefur eitthvert hlutverk en það er líka óljóst. Allir óþarfa forystumenn kirkjunnar þegja þunnu hljóði, biskup og vígslubiskupar. Almenningur skynjar að eitthvað er óhreint í þessu pokahorni. Nú þegar eldar brenna hér á Íslandi og jörðin stikknar um allan heim vegna loftslags vandamála. Stríð geisar í Evrópu þurfum við að treysta Guði og iðka okkar trú sem aldrei fyrr. Mikið er ég glöð að tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, trúfélagi sem þarf enga biskupa. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Það var árið 2000 og við fögnuðum þúsund ára kristnitöku á Íslandi. Haldin var mikil hátíð. Ég fékk að flytja bæn í útimessu á Laugardalsvelli sem fulltrúi Fríkirkjunnar í Reykjavík og mikið var kalt en ég var stolt af því að fá að taka þátt í þessum viðburði. Bænir mínar voru um heilbrigði þjóðar og heilbrigðis starfsmenn. Þá var mér hugsað til fyrrum biskupa kirkjunnar eins og Brynjólfs biskups í Skálholti og Sigurbjörns Einarssonar sem var eins og árlegur gestur heima í stofu í minni bernsku og ekki mátti anda þegar hann talaði til okkar í gegnum viðtækin á aðfangadagskvöld . Síðan eru liðin mörg ár og biskupar hafa gerst brotlegir. Þjóðkirkjan hefur síðan fengið meira frelsi frá ríkisvaldinu og ræður nú yfir fjármálum og starfsmannahaldi sínu eða er það svo ? Prestar eru ekki lengur embættismenn. Aðhaldsaðgerðir stofnunarinnar hafa verið töluverðar þar sem sóknir eru sameinaðar og eignir seldar. Biskupsstofa hefur flutt starfsemi sína all nokkrum sinnum á undanförnum árum. Upp er komið einkennilegt mál um framlengingu á ráðningu biskups. Hver bendir á annan og gömlum og nýjum lögum er kennt um. Nú er það vandi þjóðkirkjunnar að vilja bæði vera óháð ríkisvaldinu og sjálfstæð stofnun á sama tíma, en kenna samt löggjöf ríkisins um embættisstöðu biskups. Fjölmiðlar reyna að fá svör og til svara eru löglærðir menn og konur og aðrir sem kenna ríkis löggjöf um. Kirkjuþing hefur eitthvert hlutverk en það er líka óljóst. Allir óþarfa forystumenn kirkjunnar þegja þunnu hljóði, biskup og vígslubiskupar. Almenningur skynjar að eitthvað er óhreint í þessu pokahorni. Nú þegar eldar brenna hér á Íslandi og jörðin stikknar um allan heim vegna loftslags vandamála. Stríð geisar í Evrópu þurfum við að treysta Guði og iðka okkar trú sem aldrei fyrr. Mikið er ég glöð að tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, trúfélagi sem þarf enga biskupa. Höfundur er læknir.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar