Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júlí 2023 15:01 Gordon Ramsay er Íslandsvinur mikill og óhræddur við að prófa nýja veitingastaði í Reykjavík. EPA/TOUSSAINT KLUITERS Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay var óvæntur gestur á veitingastaðnum OTO á Hverfisgötu í gærkvöldi. Eigandinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir. „Ég var að fara yfir bókanirnar fyrir kvöldið og sá þá nafnið, Gordon Ramsay. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað rugl. Svo fór ég að skoða þetta betur og þá fór nú eiginlega bara ekkert á milli mála að þetta væri bara í alvörunni hann,“ segir Sigurður Laufdal, kokkur, í samtali við Vísi. Veitingastaðinn opnaði hann fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og segir Sigurður að meirihluti gesta hafi hingað til verið Íslendingar. Því hafi það komið sér vel á óvart að sjónvarpskokkurinn hafi bókað borð. „Það hlýtur einhver að hafa bent honum á okkur eða eitthvað, hann hefur heyrt þetta einhvers staðar,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann segist hafa farið sjálfur með matinn til kokksins, sem er hér í för í laxveiðiferð ásamt félögum, sem margir hverjir eru einnig annálaðir matreiðslumenn. Gordon var meira en til í að vera á mynd með starfsfólki veitingastaðarins. Sigurður Laufdal Vildi fá mynd af sér með kokkinum „Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér. Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“ segir Siggi hlæjandi. Hann segir að félagar Gordon Ramsay hafi fylgt honum inn í eldhúsið. Margir hverjir hafi beðið Sigga um nafn og einhverjir svo fylgt honum á samfélagsmiðlinum Instagram, meðal annars Matt Moran, einn frægasti kokkur Ástrala. „Ég vissi ekkert hver það var en Gordon hvíslaði því að mér þegar hann heyrði ekki til að þetta væri svakalega stór kokkur,“ segir Siggi. „Svo stóðst ég ekki mátið og nýtti tækifærið til að biðja um mynd af honum með okkur í starfsliðinu. Hann var meira en til í það, ég þorði náttúrulega ekkert að biðja um mynd af mér einum með honum en svo fór hann bara fram á það sjálfur.“ Sigurður segist ekki hafa þorað að spyrja sjónvarpskokkinn hve lengi föruneytið hyggist dvelja á landinu. Til standi að vera hér við veiði næstu daga og ljóst að matreiðslumennirnir skemmti sér konunglega. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til að elda ofan í einn frægasta sjónvarpskokk veraldar. Sigurður Laufdal Matur Veitingastaðir Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Ég var að fara yfir bókanirnar fyrir kvöldið og sá þá nafnið, Gordon Ramsay. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað rugl. Svo fór ég að skoða þetta betur og þá fór nú eiginlega bara ekkert á milli mála að þetta væri bara í alvörunni hann,“ segir Sigurður Laufdal, kokkur, í samtali við Vísi. Veitingastaðinn opnaði hann fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og segir Sigurður að meirihluti gesta hafi hingað til verið Íslendingar. Því hafi það komið sér vel á óvart að sjónvarpskokkurinn hafi bókað borð. „Það hlýtur einhver að hafa bent honum á okkur eða eitthvað, hann hefur heyrt þetta einhvers staðar,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann segist hafa farið sjálfur með matinn til kokksins, sem er hér í för í laxveiðiferð ásamt félögum, sem margir hverjir eru einnig annálaðir matreiðslumenn. Gordon var meira en til í að vera á mynd með starfsfólki veitingastaðarins. Sigurður Laufdal Vildi fá mynd af sér með kokkinum „Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér. Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“ segir Siggi hlæjandi. Hann segir að félagar Gordon Ramsay hafi fylgt honum inn í eldhúsið. Margir hverjir hafi beðið Sigga um nafn og einhverjir svo fylgt honum á samfélagsmiðlinum Instagram, meðal annars Matt Moran, einn frægasti kokkur Ástrala. „Ég vissi ekkert hver það var en Gordon hvíslaði því að mér þegar hann heyrði ekki til að þetta væri svakalega stór kokkur,“ segir Siggi. „Svo stóðst ég ekki mátið og nýtti tækifærið til að biðja um mynd af honum með okkur í starfsliðinu. Hann var meira en til í það, ég þorði náttúrulega ekkert að biðja um mynd af mér einum með honum en svo fór hann bara fram á það sjálfur.“ Sigurður segist ekki hafa þorað að spyrja sjónvarpskokkinn hve lengi föruneytið hyggist dvelja á landinu. Til standi að vera hér við veiði næstu daga og ljóst að matreiðslumennirnir skemmti sér konunglega. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til að elda ofan í einn frægasta sjónvarpskokk veraldar. Sigurður Laufdal
Matur Veitingastaðir Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira