Bronny var á æfingu með University of South Carolina í gær þegar hann hneig skyndilega niður.
Sjúkraliðar huguðu að honum og fóru með hann á sjúkrahús þar sem hann er núna. Ástand hans er sagt stöðugt og hann er ekki á gjörgæslu.
USC All-American Bronny James collapsed on the court Monday and had a cardiac arrest. He was taken to the hospital and is now in stable condition and no longer in the ICU. Statement: pic.twitter.com/5z9F2qAWP0
— Shams Charania (@ShamsCharania) July 25, 2023
Bronny, sem er átján ára, er að hefja nám við USC í haust. Hann þykir efnilegur körfuboltamaður og því hefur verið spáð að hann gæti verið valinn í nýliðavali NBA-deildarinnar.
Þá hefur faðir hans, einn besti körfuboltamaður allra tíma, sagst vera spenntur fyrir því að spila með syni sínum á stærsta sviði körfuboltans, NBA.