Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2023 12:31 Forsvarsmenn OpenAI hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna við að sía úr tungumálalíkönum fyrirtækisins. AP/Richard Drew Lágt launaðir verktakar ChatGPT segja það reyna verulega á sálartetrið að sía viðbjóðinn úr tungumálalíkani spjallþjarkans ChatGPT. Starfsfólkið þarf ítrekað að lesa lýsingar á kynferðisofbeldi, barnaníð, sjálfsvíg og rasisma, svo eitthvað sé nefnt. Í stuttu og einföldu máli, þá byggir gervigreindartækni OpenAI á tungumálalíkani sem lærir af stærðarinnar textasöfnum á internetinu. Forsvarsmenn OpenAI segjast hafa ráðið fleiri en þúsund manns til að eiga í samskiptum við spjallþjarkann, svo hann læri. Þannig lærir ChatGPT að svara spurningum og með því að lesa það sem menn hafa áður skrifað. Þar sem fólk getur verið misalmennilegt þarf að sía það versta sem það lætur frá sér á netinu úr tungumálalíkani OpenAI, svo spjallþjarkinn hagi sér ekki ítrekað eins og rasisti eða annarskonar drullusokkur. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna þessa vinnu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þetta fólk segir vinnuna mjög svo erfiða en hana nota starfsmenn OpenAI svo til að kenna ChatGPT hvað hann á ekki að segja. Time sagði einnig frá þessari vinnu og hversu erfið hún væri í janúar. Í frétt Wall Street Journal segir að fólkið þurfi að lesa og sía úr kerfinu texta eins og lýsingar á ofbeldi, nauðgunum, barnaníð, dýraníð og öðru. Einn viðmælandi miðilsins segir þá fjóra mánuði sem hann vann fyrir OpenAI vera einhverja þá verstu sem hann hafi upplifað. Aðrir segja vinnuna hafa komið niður á geðheilsu þeirra og samböndum við vini og fjölskyldumeðlimi. Nokkrir sögðust hafa átt við geðræn vandamál að stríða vegna vinnunnar. Vilja endurbætur Fyrr í þessum mánuði lögðu starfsmenn OpenAI í Kenía fram áskorun til þings landsins um að lög yrðu sett sem vernduðu starfsfólk sem vinni við þróun gervigreindar eins og ChatGPT. Í frétt Techcrunch segir að þessi áskorun hafi verið lögð fram eftir umfjöllun Time. Önnur fyrirtæki hafa einnig leitað til Kenía varðandi samskonar vinnu og er það vegna hás menntunarstigs og góðrar enskukunnáttu, þar sem einnig er hægt að greiða fólki lág laun vegna mikillar fátæktar. Lögmaður fólksins segir að OpenAI og fyrirtækið Sama, sem réði fólkið fyrir OpenAI, hafi notað sér fátækt fólksins og holur á lögum Kenía. Fólkið fékk á milli 1,46 dala og 3,74 dala á klukkustund. Miðað við gengið í dag samsvarar það um það bil tvö hundruð til fimm hundruð krónum. Einn af yfirmönnum OpenAI sagði í viðtali við WSJ að þessi vinna sem um ræðir væri gífurlega mikilvæg til að tryggja öryggi tungumálalíkansins og spjallþjarkans. Án hennar væru þessi kerfi ekki til. Þá sagði talsmaður fyrirtækisins að samkvæmt samningi sem gerður hefði verið við Sama ætti starfsfólkið að fá 12,5 dali á klukkustund. Sama hefur áður unnið með fyrirtækjum eins og Meta við að ráða fólk í Kenía til að vinna við eftirlit og ritstjórn á Facebook og öðrum miðlum. Mál hafa verið höfðuð gegn Sama í Kenía og þá meðal annars vegna slæmrar vinnuaðstöðu starfsfólks. Gervigreind Tækni Meta Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Í stuttu og einföldu máli, þá byggir gervigreindartækni OpenAI á tungumálalíkani sem lærir af stærðarinnar textasöfnum á internetinu. Forsvarsmenn OpenAI segjast hafa ráðið fleiri en þúsund manns til að eiga í samskiptum við spjallþjarkann, svo hann læri. Þannig lærir ChatGPT að svara spurningum og með því að lesa það sem menn hafa áður skrifað. Þar sem fólk getur verið misalmennilegt þarf að sía það versta sem það lætur frá sér á netinu úr tungumálalíkani OpenAI, svo spjallþjarkinn hagi sér ekki ítrekað eins og rasisti eða annarskonar drullusokkur. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna þessa vinnu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þetta fólk segir vinnuna mjög svo erfiða en hana nota starfsmenn OpenAI svo til að kenna ChatGPT hvað hann á ekki að segja. Time sagði einnig frá þessari vinnu og hversu erfið hún væri í janúar. Í frétt Wall Street Journal segir að fólkið þurfi að lesa og sía úr kerfinu texta eins og lýsingar á ofbeldi, nauðgunum, barnaníð, dýraníð og öðru. Einn viðmælandi miðilsins segir þá fjóra mánuði sem hann vann fyrir OpenAI vera einhverja þá verstu sem hann hafi upplifað. Aðrir segja vinnuna hafa komið niður á geðheilsu þeirra og samböndum við vini og fjölskyldumeðlimi. Nokkrir sögðust hafa átt við geðræn vandamál að stríða vegna vinnunnar. Vilja endurbætur Fyrr í þessum mánuði lögðu starfsmenn OpenAI í Kenía fram áskorun til þings landsins um að lög yrðu sett sem vernduðu starfsfólk sem vinni við þróun gervigreindar eins og ChatGPT. Í frétt Techcrunch segir að þessi áskorun hafi verið lögð fram eftir umfjöllun Time. Önnur fyrirtæki hafa einnig leitað til Kenía varðandi samskonar vinnu og er það vegna hás menntunarstigs og góðrar enskukunnáttu, þar sem einnig er hægt að greiða fólki lág laun vegna mikillar fátæktar. Lögmaður fólksins segir að OpenAI og fyrirtækið Sama, sem réði fólkið fyrir OpenAI, hafi notað sér fátækt fólksins og holur á lögum Kenía. Fólkið fékk á milli 1,46 dala og 3,74 dala á klukkustund. Miðað við gengið í dag samsvarar það um það bil tvö hundruð til fimm hundruð krónum. Einn af yfirmönnum OpenAI sagði í viðtali við WSJ að þessi vinna sem um ræðir væri gífurlega mikilvæg til að tryggja öryggi tungumálalíkansins og spjallþjarkans. Án hennar væru þessi kerfi ekki til. Þá sagði talsmaður fyrirtækisins að samkvæmt samningi sem gerður hefði verið við Sama ætti starfsfólkið að fá 12,5 dali á klukkustund. Sama hefur áður unnið með fyrirtækjum eins og Meta við að ráða fólk í Kenía til að vinna við eftirlit og ritstjórn á Facebook og öðrum miðlum. Mál hafa verið höfðuð gegn Sama í Kenía og þá meðal annars vegna slæmrar vinnuaðstöðu starfsfólks.
Gervigreind Tækni Meta Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira