Ekki upplifun ON að erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2023 22:54 Guðjón var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Vilhelm/Orka náttúrunnar Guðjón Hugberg, tæknistjóri hleðsluþjónustu hjá Orku náttúrunnar, segir ekki upplifun fyrirtækisins að „rosalega“ erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl vegna skorts á rafhleðslustöðvum. Guðjón var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann rafbílavæðinguna á Íslandi hafa gengið vel fyrir sig enn sem komið er. „Það er ekki okkar upplifun hjá Orku náttúrunnar að það sé rosalega erfitt að komast um landið þessa dagana, það séu ekki að myndast miklar raðir eða svoleiðis, sérstaklega núna þegar fólk er komið í sumarfrí,“ segir Guðjón. „Við höfum hvatt fólk til að hlaða til næstu ferðar, þannig að ef þú þarft ekki að fylla bílinn alveg, ert á leiðinni heim eða annað, að hlaða til næstu ferðar. Það er líka hagkvæmast fyrir fólk,“ segir Guðjón. Þá hvetur hann fólk til þess að sýna tillitsemi og náungakærleik þegar mikið er að gera. „Nú er næstu fasi hjá orku náttúrunnar, svo ég tali bara fyrir okkur, að byggja stærri stöðvar og fleiri tengi þannig að þú eigir meiri líkur á því að ganga að lausu tengi. Og þá erum við að tala um tíu plús tengi á hverri einustu staðsetningu og svona uppbygging tekur svolítið lengri tíma, og það vantar kannski aðeins þol fyrir sveitarfélög að úthluta lóðir fyrir þá sem eiga þær ekki.“ Hann bætir við að misvel gangi að fá úthlutaðar lóðir undir hleðslustöðvar frá sveitarfélögum. Aðspurður hve langan tíma taki að byggja rafhleðslustöð segir hann það flóknara nú en áður. „Þegar blek er komið á blað þarf að hanna þetta út frá flæði og allskonar hlutum núna sem við þurftum ekki að gera áður. Og hvernig við komum stærri bílum að, nú eru komnar rútur á rafmagn og flutningabílar.“ Ferlið sé því tímafrekara nú Er nóg til af rafmagni? „Það er nóg til af rafmagni, sums staðar er dreifikerfið ekki alveg nógu sterkt en heilt á litið stöndum við mjög vel á Íslandi, varðandi hvað hægt sé að gera í þessum efnum.“ Guðjón segir að ef uppbygging rafbíla væri hröð þá myndu fleiri fjárfesta í rafbíl, en aftur á móti væri engin uppbygging innviða fyrir rafbíla, væru þeir ekki í umferð „Þannig að þetta er svolítið eggið og hænan vandamál en það sem ég hef sér undanfarið þá er mikill metnaður hjá þeim sem hafa verið að byggja upp hraðhleðslustöð, sem eru fjölmargir,“ segir hann. Hann segir ON nú horfa til þess að styrkja þjóðveg eitt. Fyrirhuguð hafi verið bygging á rafhleðslustöð á Egilsstöðum sem ekki hafi gengið upp. „Það er ekkert rosalega mikið rafmagn frá Egilsstöðum að Mývatni, svo sú leið er alltaf frekar erfið.“ Nú sé meðal annars horft til bætinga á Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi. Reykjavík síðdegis Orkumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Guðjón var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann rafbílavæðinguna á Íslandi hafa gengið vel fyrir sig enn sem komið er. „Það er ekki okkar upplifun hjá Orku náttúrunnar að það sé rosalega erfitt að komast um landið þessa dagana, það séu ekki að myndast miklar raðir eða svoleiðis, sérstaklega núna þegar fólk er komið í sumarfrí,“ segir Guðjón. „Við höfum hvatt fólk til að hlaða til næstu ferðar, þannig að ef þú þarft ekki að fylla bílinn alveg, ert á leiðinni heim eða annað, að hlaða til næstu ferðar. Það er líka hagkvæmast fyrir fólk,“ segir Guðjón. Þá hvetur hann fólk til þess að sýna tillitsemi og náungakærleik þegar mikið er að gera. „Nú er næstu fasi hjá orku náttúrunnar, svo ég tali bara fyrir okkur, að byggja stærri stöðvar og fleiri tengi þannig að þú eigir meiri líkur á því að ganga að lausu tengi. Og þá erum við að tala um tíu plús tengi á hverri einustu staðsetningu og svona uppbygging tekur svolítið lengri tíma, og það vantar kannski aðeins þol fyrir sveitarfélög að úthluta lóðir fyrir þá sem eiga þær ekki.“ Hann bætir við að misvel gangi að fá úthlutaðar lóðir undir hleðslustöðvar frá sveitarfélögum. Aðspurður hve langan tíma taki að byggja rafhleðslustöð segir hann það flóknara nú en áður. „Þegar blek er komið á blað þarf að hanna þetta út frá flæði og allskonar hlutum núna sem við þurftum ekki að gera áður. Og hvernig við komum stærri bílum að, nú eru komnar rútur á rafmagn og flutningabílar.“ Ferlið sé því tímafrekara nú Er nóg til af rafmagni? „Það er nóg til af rafmagni, sums staðar er dreifikerfið ekki alveg nógu sterkt en heilt á litið stöndum við mjög vel á Íslandi, varðandi hvað hægt sé að gera í þessum efnum.“ Guðjón segir að ef uppbygging rafbíla væri hröð þá myndu fleiri fjárfesta í rafbíl, en aftur á móti væri engin uppbygging innviða fyrir rafbíla, væru þeir ekki í umferð „Þannig að þetta er svolítið eggið og hænan vandamál en það sem ég hef sér undanfarið þá er mikill metnaður hjá þeim sem hafa verið að byggja upp hraðhleðslustöð, sem eru fjölmargir,“ segir hann. Hann segir ON nú horfa til þess að styrkja þjóðveg eitt. Fyrirhuguð hafi verið bygging á rafhleðslustöð á Egilsstöðum sem ekki hafi gengið upp. „Það er ekkert rosalega mikið rafmagn frá Egilsstöðum að Mývatni, svo sú leið er alltaf frekar erfið.“ Nú sé meðal annars horft til bætinga á Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi.
Reykjavík síðdegis Orkumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira