Kynjahlutföllum snúið við í flugturninum á Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júlí 2023 07:27 Inga Dís Júlíusdóttir, flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli. Egill Aðalsteinsson Konur hafa tekið yfir flugturninn á Akureyri. Karlar eru þar orðinn minnihlutahópur og telja aðeins þriðjung flugumferðarstjóra fyrir norðan. Í fréttum Stöðvar 2 var flugturninn á Akureyrarflugvelli heimsóttur. Inga Dís Júlíusdóttir var á vaktinni og nýbúin að gefa flugvél Icelandair heimild til flugtaks. Hún í hópi nokkurra kvenna sem starfa sem flugumferðarstjórar á Akureyri. Sú var tíð að talað var um karlana uppi í turni. Það er sko aldeilis ekki viðeigandi á flugvellinum á Akureyri. Konur eru fjórar af sex flugumferðarstjórum. „Við erum búnar að snúa þessu við hérna,“ segir Inga Dís. Og þær eru allar að norðan. „Allavega af svæðinu hér í kringum Akureyri.“ Frá flughlaðinu á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Hún er sjálf Akureyringur og segir það hafa verið tilviljun að hún sótti um nám í flugumferðarstjórn. Fór í gegnum langt og strangt inntökuferli og var svo í tólf manna hópi sem að lokum var tekinn inn. Eftir það segir hún að ekki hafi verið aftur snúið. Inga Dís vann áður í þrettán ár í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli en flutti nýlega aftur norður á heimaslóðir. Hún segir að miklu hafi ráðið að stuðningsnetið var fyrir norðan, foreldrar og systkini. Það er komið útkall í sjúkraflug, vél Mýflugs er rennt út úr flugskýli. Sjúkraflugvélin er í forgangi og það er ákveðið að hún aki ekki út á flugbrautarenda heldur hefji flugtaksbrun á miðri braut. Sjúkraflugvél Mýflugs í forgangi fær heimild flugumferðarstjórans til að hefja flugtaksbrun á miðri flugbraut.Egill Aðalsteinsson Við spyrjum hvort það sé annars rólegt starf að vera í turninum á Akureyri. „Hér getur verið rólegt og hér getur verið alveg brjálað að gera. Við stöndum ein í vinnustöðu allan daginn. Þannig að ef það er mikið að gera er álagið vissulega mikið.“ Og starfið geti verið krefjandi. „Það er aldrei þægileg tilfinning þegar einhver kallar út neyð og þú heyrir stressið í röddinni á viðkomandi. En þú vinnur bara þína vinnu, eins og þú átt að gera.“ En starfið sé einnig gefandi. „Númer eitt, tvö og þrjú að koma vélum með öruggum hætti frá stað A til B í samstarfi við aðra flugumferðarstjóra. Það er í rauninni það sem það gengur út á,“ segir Inga Dís Júlíusdóttir, flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Jafnréttismál Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. 25. júní 2023 21:56 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Vél á leið til Ísafjarðar þurfti að snúa við vegna bilunar Flugvél á vegum Mýflugs þurfti snúa við er hún var á leið til Ísafjarðar vegna tæknilegra örðugleika. Vélin lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli en hættustig var virkjað á vellinum vegna atviksins. Þrír voru um borð í vélinni. 22. desember 2022 18:33 250 manna flugslysaæfing á Akureyri Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni. 16. október 2022 10:24 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var flugturninn á Akureyrarflugvelli heimsóttur. Inga Dís Júlíusdóttir var á vaktinni og nýbúin að gefa flugvél Icelandair heimild til flugtaks. Hún í hópi nokkurra kvenna sem starfa sem flugumferðarstjórar á Akureyri. Sú var tíð að talað var um karlana uppi í turni. Það er sko aldeilis ekki viðeigandi á flugvellinum á Akureyri. Konur eru fjórar af sex flugumferðarstjórum. „Við erum búnar að snúa þessu við hérna,“ segir Inga Dís. Og þær eru allar að norðan. „Allavega af svæðinu hér í kringum Akureyri.“ Frá flughlaðinu á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Hún er sjálf Akureyringur og segir það hafa verið tilviljun að hún sótti um nám í flugumferðarstjórn. Fór í gegnum langt og strangt inntökuferli og var svo í tólf manna hópi sem að lokum var tekinn inn. Eftir það segir hún að ekki hafi verið aftur snúið. Inga Dís vann áður í þrettán ár í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli en flutti nýlega aftur norður á heimaslóðir. Hún segir að miklu hafi ráðið að stuðningsnetið var fyrir norðan, foreldrar og systkini. Það er komið útkall í sjúkraflug, vél Mýflugs er rennt út úr flugskýli. Sjúkraflugvélin er í forgangi og það er ákveðið að hún aki ekki út á flugbrautarenda heldur hefji flugtaksbrun á miðri braut. Sjúkraflugvél Mýflugs í forgangi fær heimild flugumferðarstjórans til að hefja flugtaksbrun á miðri flugbraut.Egill Aðalsteinsson Við spyrjum hvort það sé annars rólegt starf að vera í turninum á Akureyri. „Hér getur verið rólegt og hér getur verið alveg brjálað að gera. Við stöndum ein í vinnustöðu allan daginn. Þannig að ef það er mikið að gera er álagið vissulega mikið.“ Og starfið geti verið krefjandi. „Það er aldrei þægileg tilfinning þegar einhver kallar út neyð og þú heyrir stressið í röddinni á viðkomandi. En þú vinnur bara þína vinnu, eins og þú átt að gera.“ En starfið sé einnig gefandi. „Númer eitt, tvö og þrjú að koma vélum með öruggum hætti frá stað A til B í samstarfi við aðra flugumferðarstjóra. Það er í rauninni það sem það gengur út á,“ segir Inga Dís Júlíusdóttir, flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Jafnréttismál Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. 25. júní 2023 21:56 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Vél á leið til Ísafjarðar þurfti að snúa við vegna bilunar Flugvél á vegum Mýflugs þurfti snúa við er hún var á leið til Ísafjarðar vegna tæknilegra örðugleika. Vélin lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli en hættustig var virkjað á vellinum vegna atviksins. Þrír voru um borð í vélinni. 22. desember 2022 18:33 250 manna flugslysaæfing á Akureyri Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni. 16. október 2022 10:24 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. 25. júní 2023 21:56
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53
Vél á leið til Ísafjarðar þurfti að snúa við vegna bilunar Flugvél á vegum Mýflugs þurfti snúa við er hún var á leið til Ísafjarðar vegna tæknilegra örðugleika. Vélin lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli en hættustig var virkjað á vellinum vegna atviksins. Þrír voru um borð í vélinni. 22. desember 2022 18:33
250 manna flugslysaæfing á Akureyri Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni. 16. október 2022 10:24
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent