„Við þurftum að þjást meira en við vildum“ Hinrik Wöhler skrifar 23. júlí 2023 22:15 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Anton Brink Leikur HK og Stjörnunnar í Bestu deild karla endaði með 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi pressað hátt og skapað fleiri færi en HK var Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ósáttur með að hafa ekki stolið stigunum þremur. „Ef tilfinningin mín fyrir markinu sem þeir skora er rétt þá er ég ósáttur með það að við höfum ekki unnið leikinn,“ sagði Ómar skömmu eftir leik. Það var mikil barátta í vítateig Stjörnumanna undir lokin og vildu heimamenn í HK fá víti í uppbótartíma en dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, var ekki á sama máli. „Mér fannst hann fara í hendina á honum þegar við skutum honum aftur inn í pakkann en þetta var bara í þannig mómenti að þegar þú heyrir einhvern smell þegar boltinn skoppar til baka þá bara biður þú um víti, það er bara eðlilegt og allir hefðu gert það,“ sagði Ómar um lokamínútur leikins. Kópavogsliðið hefur aðeins sigrað einn leik af síðustu níu deildarleikjum en Ómar Ingi hefur þó litlar áhyggjur af stöðu mála. „Það fer eftir hvernig þú setur það upp, við erum bara með eitt tap í síðustu fimm leikjum og þar af leiðandi sex stig í fimm leikjum sem er rúmlega eitt á leik og ég hef ekki áhyggjur af þessu. Við hefðum alveg getað unnið í kvöld þó að bróðurpartinn af leiknum vorum við að verjast í staðinn fyrir að sækja og mögulega átt skilið að vinna.“ Stjarnan pressaði hátt og voru meira með boltann en heimamenn. Ómar viðurkennir að uppleggið fyrir leik var ekki eins varnarsinnað eins og raun bar vitni. „Stjarnan þrýsti okkur aftar en við áætluðum að myndi gerast þannig okkur gekk erfiðlega að koma okkur út úr því en okkur gekk þó vel að díla við það. Við þurftum að þjást meira en við vildum en það hefur verið hluti af því sem við höfum þurft að læra samanborið við Lengjudeildina í fyrra. Við þurfum að stilla okkur betur af varðandi það hvernig hugarfarið okkar er gangvart ákveðnum þáttum í leiknum.“ Atli Arnarson, Birkir Valur Jónsson og Eyþór Wöhler voru frá vegna meiðsla sem þeir hlutu í síðasta leik á móti Fylki. Ómar Ingi á von á því að þeir verða allir klárir fyrir komandi átök. „Að sjálfsögðu vona ég það. Það er von til þess, samkvæmt mínu samtali við þá í dag og undanfarna viku við þá sem meiddust gegn Fylki á ég von á því að þeir geti vera klárir eftir viku á móti KA. Það var sama hjá Ívari Erni [Jónssyni] í dag og á móti Fylki, hann var byrjaður að stífna upp í kálfanum en spilaði samt 70 til 75 mínútur og með vikuhvíld verður hann alltaf klár fyrir norðan.“ Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild karla um þessar mundir og það gæti verið að HK muni styrkja sig í öftustu línu. „Það styttist í að Ívar Orri [Gissurarson] fari og við erum að líta í kringum okkur og opna á einhver samtöl við lið,“ sagði Ómar Ingi að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
„Ef tilfinningin mín fyrir markinu sem þeir skora er rétt þá er ég ósáttur með það að við höfum ekki unnið leikinn,“ sagði Ómar skömmu eftir leik. Það var mikil barátta í vítateig Stjörnumanna undir lokin og vildu heimamenn í HK fá víti í uppbótartíma en dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, var ekki á sama máli. „Mér fannst hann fara í hendina á honum þegar við skutum honum aftur inn í pakkann en þetta var bara í þannig mómenti að þegar þú heyrir einhvern smell þegar boltinn skoppar til baka þá bara biður þú um víti, það er bara eðlilegt og allir hefðu gert það,“ sagði Ómar um lokamínútur leikins. Kópavogsliðið hefur aðeins sigrað einn leik af síðustu níu deildarleikjum en Ómar Ingi hefur þó litlar áhyggjur af stöðu mála. „Það fer eftir hvernig þú setur það upp, við erum bara með eitt tap í síðustu fimm leikjum og þar af leiðandi sex stig í fimm leikjum sem er rúmlega eitt á leik og ég hef ekki áhyggjur af þessu. Við hefðum alveg getað unnið í kvöld þó að bróðurpartinn af leiknum vorum við að verjast í staðinn fyrir að sækja og mögulega átt skilið að vinna.“ Stjarnan pressaði hátt og voru meira með boltann en heimamenn. Ómar viðurkennir að uppleggið fyrir leik var ekki eins varnarsinnað eins og raun bar vitni. „Stjarnan þrýsti okkur aftar en við áætluðum að myndi gerast þannig okkur gekk erfiðlega að koma okkur út úr því en okkur gekk þó vel að díla við það. Við þurftum að þjást meira en við vildum en það hefur verið hluti af því sem við höfum þurft að læra samanborið við Lengjudeildina í fyrra. Við þurfum að stilla okkur betur af varðandi það hvernig hugarfarið okkar er gangvart ákveðnum þáttum í leiknum.“ Atli Arnarson, Birkir Valur Jónsson og Eyþór Wöhler voru frá vegna meiðsla sem þeir hlutu í síðasta leik á móti Fylki. Ómar Ingi á von á því að þeir verða allir klárir fyrir komandi átök. „Að sjálfsögðu vona ég það. Það er von til þess, samkvæmt mínu samtali við þá í dag og undanfarna viku við þá sem meiddust gegn Fylki á ég von á því að þeir geti vera klárir eftir viku á móti KA. Það var sama hjá Ívari Erni [Jónssyni] í dag og á móti Fylki, hann var byrjaður að stífna upp í kálfanum en spilaði samt 70 til 75 mínútur og með vikuhvíld verður hann alltaf klár fyrir norðan.“ Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild karla um þessar mundir og það gæti verið að HK muni styrkja sig í öftustu línu. „Það styttist í að Ívar Orri [Gissurarson] fari og við erum að líta í kringum okkur og opna á einhver samtöl við lið,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira