Vörumerkið Ísland Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 24. júlí 2023 07:01 Í rekstri margra fyrirtækja er vörumerkið verðmætasta eignin þótt ekki sjáist það sem tala á blaði. Vörumerkið er samofið ímynd fyrirtækisins. Og fyrirtækin leggja ofurkapp á að varðveita vörumerkið og þar með ímynd fyrirtækisins. Vel rekin fyrirtæki fórna ekki langtímahagsmunum sínum fyrir skammtímagróða með því að gjaldfella vörumerkið. Dæmi hins gagnstæða eru vissulega fyrir hendi, en þau eru víti til að varast. Tveir fyrirsvarsmenn ferðaþjónustunnar viku nýlega að varnaðarorðum mínum um uppbyggingu ferðaþjónustunnar með fremur neikvæðum orðum. Fyrir mér vöktu ekki síst langtímahagsmunir ferðaþjónustunnar. Hagsmunir þjóðarinnar og ferðaþjónustunnar fara nefnilega saman til framtíðar, ekki bara til skamms tíma. Okkur eru flestum í fersku minni þegar bankakerfið hrundi á Íslandi. Skammt er síðan covid lauk. Hvort tveggja hefur beint sjónum okkar að kerfislægri fjárhagsáhættu. Kerfisáhætta teldist vera fyrir hendi þegar truflun á flæði ferðaþjónustu gæti haft alvarlegar neikvæðar afleiðingar fyrir allt hagkerfið. Slíka áhættu þarf að meta og koma í veg fyrir hana. Það er á að þvílík kerfisáhætta geti skapast. Það er ekki nóg að bregðast við afleiðingum, þegar og ef hættan raungerist. Við uppbyggingu atvinnugreinar á borð við ferðaþjónustu sem krefst mikils erlends vinnuafls þurfum við að taka allt með í reikninginn. Erlendu vinnuafli fylgir uppbygging á húsnæði, skólum fyrir börn sem fylgja og jafnvel viðbótarkennsla. Álag eykst á heilbrigðiskerfið, bæði frá vinnuaflinu og ferðamönnunum. Svo má áfram telja. Varkárni í uppbyggingu ferðaþjónustu er ekki síst hagsmunamál fyrir atvinnugreinina. Ef við yfirfyllum landið laskast vörumerkið Ísland. Landið verður ekki eins eftirsóknarvert og verið hefur. Þá tapa allir. Ýmis héröð í Sviss hafa t.a.m. brugðist við ofgnótt ferðmanna á vinsælum áningarstöðum og leitast við að takmarka fjöldaferðamennsku. Kannski ættum við að huga að fyrirbyggjandi ráðstöfunum. Geta ekki allir verið sammála um það? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í rekstri margra fyrirtækja er vörumerkið verðmætasta eignin þótt ekki sjáist það sem tala á blaði. Vörumerkið er samofið ímynd fyrirtækisins. Og fyrirtækin leggja ofurkapp á að varðveita vörumerkið og þar með ímynd fyrirtækisins. Vel rekin fyrirtæki fórna ekki langtímahagsmunum sínum fyrir skammtímagróða með því að gjaldfella vörumerkið. Dæmi hins gagnstæða eru vissulega fyrir hendi, en þau eru víti til að varast. Tveir fyrirsvarsmenn ferðaþjónustunnar viku nýlega að varnaðarorðum mínum um uppbyggingu ferðaþjónustunnar með fremur neikvæðum orðum. Fyrir mér vöktu ekki síst langtímahagsmunir ferðaþjónustunnar. Hagsmunir þjóðarinnar og ferðaþjónustunnar fara nefnilega saman til framtíðar, ekki bara til skamms tíma. Okkur eru flestum í fersku minni þegar bankakerfið hrundi á Íslandi. Skammt er síðan covid lauk. Hvort tveggja hefur beint sjónum okkar að kerfislægri fjárhagsáhættu. Kerfisáhætta teldist vera fyrir hendi þegar truflun á flæði ferðaþjónustu gæti haft alvarlegar neikvæðar afleiðingar fyrir allt hagkerfið. Slíka áhættu þarf að meta og koma í veg fyrir hana. Það er á að þvílík kerfisáhætta geti skapast. Það er ekki nóg að bregðast við afleiðingum, þegar og ef hættan raungerist. Við uppbyggingu atvinnugreinar á borð við ferðaþjónustu sem krefst mikils erlends vinnuafls þurfum við að taka allt með í reikninginn. Erlendu vinnuafli fylgir uppbygging á húsnæði, skólum fyrir börn sem fylgja og jafnvel viðbótarkennsla. Álag eykst á heilbrigðiskerfið, bæði frá vinnuaflinu og ferðamönnunum. Svo má áfram telja. Varkárni í uppbyggingu ferðaþjónustu er ekki síst hagsmunamál fyrir atvinnugreinina. Ef við yfirfyllum landið laskast vörumerkið Ísland. Landið verður ekki eins eftirsóknarvert og verið hefur. Þá tapa allir. Ýmis héröð í Sviss hafa t.a.m. brugðist við ofgnótt ferðmanna á vinsælum áningarstöðum og leitast við að takmarka fjöldaferðamennsku. Kannski ættum við að huga að fyrirbyggjandi ráðstöfunum. Geta ekki allir verið sammála um það? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun