Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 15:01 Móðan liggur yfir Önundarfirði, birgir fjallasýn og ertir augun. Halla Signý Kristjánsdóttir Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. „Þetta liggur hérna yfir. Ég sé ekki til fjalla nema rétt upp fyrir varnargarðinn á Flateyri,“ segir þingkonan Halla Signý Kristjánsdóttir, sem stödd er í heimahögunum í Önundarfirði. Halla segir loftið ekki þungt og það hjálpi til að vindurinn hreyfi loftið. „Það er alveg hægt að vera úti en maður finnur alveg fyrir þessu í augunum,“ segir hún. Að sögn Höllu fengu Önfirðingar yfir sig gosmóðu úr eldgosunum í Fagradalsfjalli árið 2021 og Meradölum árið 2022. Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá jarðhræringum landsins. Þingkonan Halla Signý segir að Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá áhrifum eldgossins í Litla-Hrúti.Vísir/Vilhelm „Við fáum ekki skjálfta og ekki eldgos en við fáum móðuna.Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín,“ segir Halla. Mjakar sér í átt að Tröllaskaga Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að stofunni hafi borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Stofan fékk í dag gervitunglamynd sem tekin var klukkan 13:39 í gær. Hún sýnir magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, eða SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Þá var móðan komin inn á Breiðafjörð og Magnúsi þykir ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í dag. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands „Myndirnar benda til þess að móðan sé komin yfir Vestfirði og sé að mjaka sér austur í átt að Tröllaskaga,“ segir hann. Magnús gerir þó ráð fyrir að móðan sé búin að þynnast nokkuð og styrkleikinn sé minni en nálægt gosstöðvunum. Á morgun snýst vindáttin til suðurs og um miðjan dag blæs móðunni austur yfir þéttbýlisstaði í Árnessýslu. Ísafjarðarbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
„Þetta liggur hérna yfir. Ég sé ekki til fjalla nema rétt upp fyrir varnargarðinn á Flateyri,“ segir þingkonan Halla Signý Kristjánsdóttir, sem stödd er í heimahögunum í Önundarfirði. Halla segir loftið ekki þungt og það hjálpi til að vindurinn hreyfi loftið. „Það er alveg hægt að vera úti en maður finnur alveg fyrir þessu í augunum,“ segir hún. Að sögn Höllu fengu Önfirðingar yfir sig gosmóðu úr eldgosunum í Fagradalsfjalli árið 2021 og Meradölum árið 2022. Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá jarðhræringum landsins. Þingkonan Halla Signý segir að Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá áhrifum eldgossins í Litla-Hrúti.Vísir/Vilhelm „Við fáum ekki skjálfta og ekki eldgos en við fáum móðuna.Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín,“ segir Halla. Mjakar sér í átt að Tröllaskaga Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að stofunni hafi borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Stofan fékk í dag gervitunglamynd sem tekin var klukkan 13:39 í gær. Hún sýnir magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, eða SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Þá var móðan komin inn á Breiðafjörð og Magnúsi þykir ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í dag. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands „Myndirnar benda til þess að móðan sé komin yfir Vestfirði og sé að mjaka sér austur í átt að Tröllaskaga,“ segir hann. Magnús gerir þó ráð fyrir að móðan sé búin að þynnast nokkuð og styrkleikinn sé minni en nálægt gosstöðvunum. Á morgun snýst vindáttin til suðurs og um miðjan dag blæs móðunni austur yfir þéttbýlisstaði í Árnessýslu.
Ísafjarðarbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11
Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35