Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2023 22:05 Fimm drengjanna sem keppa á mótinu. Frá vinstri: Yusuf, Mwisho, Latu, Gift og Precious. Vísir/Dúi Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. Drengirnir eru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir og eru hluti af knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer. Koma þeir frá Malaví sem er staðsett í sunnanverðri Afríku og er aðeins stærra en Ísland. Íbúar þess eru hins vegar töluvert fleiri, eða tæplega tuttugu og ein milljón. Margir drengjanna hafa alist upp án rafmagns og rennandi vatns og voru margir þeirra ólæsir þegar þeir gengu til liðs við akademíuna. Margir í fyrstu flugferðinni Þeir komu hingað til lands í gær og eiga eftir að dvelja hér í þrjár vikur. Þjálfari liðsins segir þetta einstakt tækifæri fyrir drengina. „Það er einstakt tækifæri fyrir drengina að ferðast hingað frá Malaví. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til Evrópu og í fyrsta sinn sem 18 af 19 þeirra fara um borð í flugvél og keppa utan Afríku,“ segir Marc Schwenk, aðalþjálfari drengjanna. Marc er sjálfur frá Þýskalandi en hefur þjálfað í Malaví í að verða þrjú ár. Hann segir vellina sem drengirnir koma til með að keppa á hér vera mun öðruvísi en þeir sem finnast í heimalandi þeirra. „Við erum með grasvöll í knattspyrnuskóla okkar. Flestir þeirra ólust upp við að leika á moldarvöllum sem eru ekki einu sinni sléttir. Stundum eru þeir í brekkum, stundum þúfur, tré og grjót á miðjum velli,“ segir Marc. Telja sig geta unnið mótið Og strákarnir eru spenntir og vonast eftir því að vinna mótið. „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það,“ segir Latu Kayria, einn liðsmanna akademíunnar. Leikmennirnir vonast eftir því að geta lært af íslensku liðunum. „Við hlökkum til að ferðast um Ísland, ekki bara leika knattspyrnu. Hvað varðar fótboltann viljum við læra inn á hraðann og hvernig liðin á Íslandi leika. Ef við verðum spurðir út í hraðann heima í Malaví getum við sagt þeim hvernig bæta má hraðann,“ segir Latu. Ásamt því að spila á Rey Cup spila drengirnir tvo æfingaleiki fyrir mótið og tvo eftir það. Fyrir mót spila þeir við Víking og Aftureldingu en ekki er búið að finna andstæðinga fyrir leikina eftir mót. Geta lið haft samband við Johann Braga Fjalldal sem starfar með Ascent Soccer með tölvupósti á fjalldal@gmail.com eða í síma 659-7555. Malaví ReyCup Reykjavík Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Sjá meira
Drengirnir eru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir og eru hluti af knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer. Koma þeir frá Malaví sem er staðsett í sunnanverðri Afríku og er aðeins stærra en Ísland. Íbúar þess eru hins vegar töluvert fleiri, eða tæplega tuttugu og ein milljón. Margir drengjanna hafa alist upp án rafmagns og rennandi vatns og voru margir þeirra ólæsir þegar þeir gengu til liðs við akademíuna. Margir í fyrstu flugferðinni Þeir komu hingað til lands í gær og eiga eftir að dvelja hér í þrjár vikur. Þjálfari liðsins segir þetta einstakt tækifæri fyrir drengina. „Það er einstakt tækifæri fyrir drengina að ferðast hingað frá Malaví. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til Evrópu og í fyrsta sinn sem 18 af 19 þeirra fara um borð í flugvél og keppa utan Afríku,“ segir Marc Schwenk, aðalþjálfari drengjanna. Marc er sjálfur frá Þýskalandi en hefur þjálfað í Malaví í að verða þrjú ár. Hann segir vellina sem drengirnir koma til með að keppa á hér vera mun öðruvísi en þeir sem finnast í heimalandi þeirra. „Við erum með grasvöll í knattspyrnuskóla okkar. Flestir þeirra ólust upp við að leika á moldarvöllum sem eru ekki einu sinni sléttir. Stundum eru þeir í brekkum, stundum þúfur, tré og grjót á miðjum velli,“ segir Marc. Telja sig geta unnið mótið Og strákarnir eru spenntir og vonast eftir því að vinna mótið. „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það,“ segir Latu Kayria, einn liðsmanna akademíunnar. Leikmennirnir vonast eftir því að geta lært af íslensku liðunum. „Við hlökkum til að ferðast um Ísland, ekki bara leika knattspyrnu. Hvað varðar fótboltann viljum við læra inn á hraðann og hvernig liðin á Íslandi leika. Ef við verðum spurðir út í hraðann heima í Malaví getum við sagt þeim hvernig bæta má hraðann,“ segir Latu. Ásamt því að spila á Rey Cup spila drengirnir tvo æfingaleiki fyrir mótið og tvo eftir það. Fyrir mót spila þeir við Víking og Aftureldingu en ekki er búið að finna andstæðinga fyrir leikina eftir mót. Geta lið haft samband við Johann Braga Fjalldal sem starfar með Ascent Soccer með tölvupósti á fjalldal@gmail.com eða í síma 659-7555.
Malaví ReyCup Reykjavík Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Sjá meira