Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2023 22:05 Fimm drengjanna sem keppa á mótinu. Frá vinstri: Yusuf, Mwisho, Latu, Gift og Precious. Vísir/Dúi Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. Drengirnir eru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir og eru hluti af knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer. Koma þeir frá Malaví sem er staðsett í sunnanverðri Afríku og er aðeins stærra en Ísland. Íbúar þess eru hins vegar töluvert fleiri, eða tæplega tuttugu og ein milljón. Margir drengjanna hafa alist upp án rafmagns og rennandi vatns og voru margir þeirra ólæsir þegar þeir gengu til liðs við akademíuna. Margir í fyrstu flugferðinni Þeir komu hingað til lands í gær og eiga eftir að dvelja hér í þrjár vikur. Þjálfari liðsins segir þetta einstakt tækifæri fyrir drengina. „Það er einstakt tækifæri fyrir drengina að ferðast hingað frá Malaví. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til Evrópu og í fyrsta sinn sem 18 af 19 þeirra fara um borð í flugvél og keppa utan Afríku,“ segir Marc Schwenk, aðalþjálfari drengjanna. Marc er sjálfur frá Þýskalandi en hefur þjálfað í Malaví í að verða þrjú ár. Hann segir vellina sem drengirnir koma til með að keppa á hér vera mun öðruvísi en þeir sem finnast í heimalandi þeirra. „Við erum með grasvöll í knattspyrnuskóla okkar. Flestir þeirra ólust upp við að leika á moldarvöllum sem eru ekki einu sinni sléttir. Stundum eru þeir í brekkum, stundum þúfur, tré og grjót á miðjum velli,“ segir Marc. Telja sig geta unnið mótið Og strákarnir eru spenntir og vonast eftir því að vinna mótið. „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það,“ segir Latu Kayria, einn liðsmanna akademíunnar. Leikmennirnir vonast eftir því að geta lært af íslensku liðunum. „Við hlökkum til að ferðast um Ísland, ekki bara leika knattspyrnu. Hvað varðar fótboltann viljum við læra inn á hraðann og hvernig liðin á Íslandi leika. Ef við verðum spurðir út í hraðann heima í Malaví getum við sagt þeim hvernig bæta má hraðann,“ segir Latu. Ásamt því að spila á Rey Cup spila drengirnir tvo æfingaleiki fyrir mótið og tvo eftir það. Fyrir mót spila þeir við Víking og Aftureldingu en ekki er búið að finna andstæðinga fyrir leikina eftir mót. Geta lið haft samband við Johann Braga Fjalldal sem starfar með Ascent Soccer með tölvupósti á fjalldal@gmail.com eða í síma 659-7555. Malaví ReyCup Reykjavík Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Drengirnir eru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir og eru hluti af knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer. Koma þeir frá Malaví sem er staðsett í sunnanverðri Afríku og er aðeins stærra en Ísland. Íbúar þess eru hins vegar töluvert fleiri, eða tæplega tuttugu og ein milljón. Margir drengjanna hafa alist upp án rafmagns og rennandi vatns og voru margir þeirra ólæsir þegar þeir gengu til liðs við akademíuna. Margir í fyrstu flugferðinni Þeir komu hingað til lands í gær og eiga eftir að dvelja hér í þrjár vikur. Þjálfari liðsins segir þetta einstakt tækifæri fyrir drengina. „Það er einstakt tækifæri fyrir drengina að ferðast hingað frá Malaví. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til Evrópu og í fyrsta sinn sem 18 af 19 þeirra fara um borð í flugvél og keppa utan Afríku,“ segir Marc Schwenk, aðalþjálfari drengjanna. Marc er sjálfur frá Þýskalandi en hefur þjálfað í Malaví í að verða þrjú ár. Hann segir vellina sem drengirnir koma til með að keppa á hér vera mun öðruvísi en þeir sem finnast í heimalandi þeirra. „Við erum með grasvöll í knattspyrnuskóla okkar. Flestir þeirra ólust upp við að leika á moldarvöllum sem eru ekki einu sinni sléttir. Stundum eru þeir í brekkum, stundum þúfur, tré og grjót á miðjum velli,“ segir Marc. Telja sig geta unnið mótið Og strákarnir eru spenntir og vonast eftir því að vinna mótið. „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það,“ segir Latu Kayria, einn liðsmanna akademíunnar. Leikmennirnir vonast eftir því að geta lært af íslensku liðunum. „Við hlökkum til að ferðast um Ísland, ekki bara leika knattspyrnu. Hvað varðar fótboltann viljum við læra inn á hraðann og hvernig liðin á Íslandi leika. Ef við verðum spurðir út í hraðann heima í Malaví getum við sagt þeim hvernig bæta má hraðann,“ segir Latu. Ásamt því að spila á Rey Cup spila drengirnir tvo æfingaleiki fyrir mótið og tvo eftir það. Fyrir mót spila þeir við Víking og Aftureldingu en ekki er búið að finna andstæðinga fyrir leikina eftir mót. Geta lið haft samband við Johann Braga Fjalldal sem starfar með Ascent Soccer með tölvupósti á fjalldal@gmail.com eða í síma 659-7555.
Malaví ReyCup Reykjavík Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira