Húsleit vegna morðsins á Tupac Shakur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2023 23:28 Morðið á hinum heimsfræga rappara hefur aldrei verið upplýst. Raymond Boyd/Getty Images Lögreglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum Tupac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að lögreglan í Las Vegas hafi nýtt sér leitarheimildina og gert húsleit í Henderson borg, í nágrenni Las Vegas í gær. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað það var sem lögreglan leitaði að eða hvers vegna. Segir miðillinn að lögreglan hafi varist allra frétta og beri fyrir sig að um morðrannsókn sé að ræða. Lögreglan hefur aldrei handtekið neinn í tengslum við morðið á hinum heimsfræga rappara. Shakur var skotinn þar sem hann sat í bíl ásamt Marion „Suge“ Knight, framkvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins Death Row Records. Þeir voru á rauðu ljósi þegar hvítur bíll af gerðinni Cadillac keyrði upp að þeim og farþegar þar hófu skothríð. Rapparinn var skotinn nokkrum sinnum í árásinni. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum sínum viku síðar. Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa ávallt borið fyrir sig að vitni að morðinu hafi ekki viljað vinna með lögreglunni. Ferillinn spannaði einungis fimm ár Í umfjöllun Guardian er þess getið að rapparinn hafi löngum þótt einn áhrifamesti tónlistarmaður síns tíma. Hann átti fimm plötur á toppi vinsældalista en þrjár voru gefnar út eftir að hann lést árið 1996. Árið 2017 var honum veitt sérstök heiðursverðlaun og tekinn inn í frægðarhöllina sem kennd er við rokk og ról. Í maí síðastliðnum var síðan gata nefnd eftir honum í Oakland borg þar sem hann bjó eitt sinn. Tónlistarferill rapparans spannaði einungis fimm ár. Á þeim tíma átti hann 21 lag á Billboard listanum, meðal annars lögin Dear Mama og Old School auk hans vinsælasta lags, How Do U Want It/California Love. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J7_bMdYfSws">watch on YouTube</a> Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að lögreglan í Las Vegas hafi nýtt sér leitarheimildina og gert húsleit í Henderson borg, í nágrenni Las Vegas í gær. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað það var sem lögreglan leitaði að eða hvers vegna. Segir miðillinn að lögreglan hafi varist allra frétta og beri fyrir sig að um morðrannsókn sé að ræða. Lögreglan hefur aldrei handtekið neinn í tengslum við morðið á hinum heimsfræga rappara. Shakur var skotinn þar sem hann sat í bíl ásamt Marion „Suge“ Knight, framkvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins Death Row Records. Þeir voru á rauðu ljósi þegar hvítur bíll af gerðinni Cadillac keyrði upp að þeim og farþegar þar hófu skothríð. Rapparinn var skotinn nokkrum sinnum í árásinni. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum sínum viku síðar. Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa ávallt borið fyrir sig að vitni að morðinu hafi ekki viljað vinna með lögreglunni. Ferillinn spannaði einungis fimm ár Í umfjöllun Guardian er þess getið að rapparinn hafi löngum þótt einn áhrifamesti tónlistarmaður síns tíma. Hann átti fimm plötur á toppi vinsældalista en þrjár voru gefnar út eftir að hann lést árið 1996. Árið 2017 var honum veitt sérstök heiðursverðlaun og tekinn inn í frægðarhöllina sem kennd er við rokk og ról. Í maí síðastliðnum var síðan gata nefnd eftir honum í Oakland borg þar sem hann bjó eitt sinn. Tónlistarferill rapparans spannaði einungis fimm ár. Á þeim tíma átti hann 21 lag á Billboard listanum, meðal annars lögin Dear Mama og Old School auk hans vinsælasta lags, How Do U Want It/California Love. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J7_bMdYfSws">watch on YouTube</a>
Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“