Vinkonurnar og áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir mættu prúðbúnar í Barbie-bleiku. Þær voru heldur betur spenntar fyrir sýningunni þar sem Barbie litaði æsku þeirra allra.

Systkinin Birgitta Líf Björnsdóttir og Björn Boði Björnsson svipuðu til karakterana í kvikmyndinni.
Að sögn Birgittu Lífar var Barbie stór hluti af hennar æsku en hún á til að mynda ennþá Barbie-húsið sitt í geymslu.

Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir, eigendur HI Beauty og Reykjavík Makeup School.

Vinkonurnar og dansararnir Sandra Björg Helgadóttir og Tara Sif Birgisdóttir komu sér vel fyrir á fremsta bekk.

Bassi Maraj, Patrekur Jaime og Binni Glee voru sammála um að Ryan Gosling væri einkar flottur í hlutverki Ken. „Hann er alveg hot, hann er alveg daddy,“ sagði Bassi.
Strákarnir voru afar spenntir fyrir myndinni og sögðust elska tónlistina.












Ástralska leikkonan og framleiðandinn Margot Robbie fer með hlutverk sögulegu dúkkunnar Barbie. Þá fer hjartaknúsarinn Ryan Gosling með hlutverk karldúkkunnar Ken.
Meðal annarra leikara í myndinni eru Issa Rae, Will Ferrel, Kate McKinnon, Simu Liu, Michael Cera og America Ferrera.
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros er útgefandi myndarinnar sem fer í almenna sýningu hér á landi á morgun, 20.júlí.