Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2023 10:02 Alex Murdaugh átti bátinn en Paul var ölvaður undir stýri þegar hann ók á brúarstólpa með þeim afleiðingum að Beach lést. Facebook Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. Beach, sem var 19 ára, lést í slysinu. Fjölskylda Beach fær 15 milljónir dala í sinn hlut og ungmennin fjögur skipta þremur milljónum á milli sín. Málið var höfðað gegn Alex Murdaugh og versluninni sem seldi þeim áfengi áður en þau sigldu úr höfn. Enn á eftir að ákveða hversu háar bætur Murdaugh mun þurfa að greiða. Paul er sagður hafa verið drukkinn þegar slysið átti sér stað en hann notaði persónuskilríki eldri bróður síns til að greiða fyrir áfengið fyrir sig og félagana, sem var keypt í verslun í eigu Parker's Corporation. Fjölskylda Beach sagðist í yfirlýsingu vona að sáttin sendi skýr skilaboð til fyrirtækja á borð við Parker's að selja ekki áfengi til ungmenna undir lögaldri. Eins og áður sagði var Alex Murdaugh fundinn sekur um að myrða Paul og eiginkonu sína Margaret árið 2021 en það er kenning saksóknara að tilgangurinn hafi verið að afla Murdaugh samúðar og beina athygli frá fjárhagslegum óförum hans. Þegar Paul var myrtur átti hann yfir höfði sér ákærður vegna bátaslyssins en hann var meðal annars sakaður um að hafa valdið dauða Beach með því að aka bátnum undir áhrifum áfengis. Hann hafði lýst sig saklausan. Allir fjórir sem lifðu slysið sögðu Paul hafa verið við stýrið en í kjölfar slyssins mældist áfengismagn í blóði hans langt yfir löglegum viðmiðum. Rannsókn stendur enn yfir á tveimur dauðsföllum sem yfirvöld ákváðu að athuga betur eftir að Murdaugh var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða son sinn og eiginkonu. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Beach, sem var 19 ára, lést í slysinu. Fjölskylda Beach fær 15 milljónir dala í sinn hlut og ungmennin fjögur skipta þremur milljónum á milli sín. Málið var höfðað gegn Alex Murdaugh og versluninni sem seldi þeim áfengi áður en þau sigldu úr höfn. Enn á eftir að ákveða hversu háar bætur Murdaugh mun þurfa að greiða. Paul er sagður hafa verið drukkinn þegar slysið átti sér stað en hann notaði persónuskilríki eldri bróður síns til að greiða fyrir áfengið fyrir sig og félagana, sem var keypt í verslun í eigu Parker's Corporation. Fjölskylda Beach sagðist í yfirlýsingu vona að sáttin sendi skýr skilaboð til fyrirtækja á borð við Parker's að selja ekki áfengi til ungmenna undir lögaldri. Eins og áður sagði var Alex Murdaugh fundinn sekur um að myrða Paul og eiginkonu sína Margaret árið 2021 en það er kenning saksóknara að tilgangurinn hafi verið að afla Murdaugh samúðar og beina athygli frá fjárhagslegum óförum hans. Þegar Paul var myrtur átti hann yfir höfði sér ákærður vegna bátaslyssins en hann var meðal annars sakaður um að hafa valdið dauða Beach með því að aka bátnum undir áhrifum áfengis. Hann hafði lýst sig saklausan. Allir fjórir sem lifðu slysið sögðu Paul hafa verið við stýrið en í kjölfar slyssins mældist áfengismagn í blóði hans langt yfir löglegum viðmiðum. Rannsókn stendur enn yfir á tveimur dauðsföllum sem yfirvöld ákváðu að athuga betur eftir að Murdaugh var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða son sinn og eiginkonu.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10