„Við höfum neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi og efnahag annarra landa“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. júlí 2023 13:55 Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, segir stjórnvöld meðal annars þurfa að setja fram skýra framtíðarsýn og fjármagnaða aðgerðaráætlun. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Kolefnisspor Íslands er með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með inn í reikninginn auk þess sem Ísland er með einna neikvæðust smitáhrif meðal þeirra 163 ríkja þar sem þau hafa verið metin samkvæmt nýrri skýrslu. Forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands segir neyslu Íslendinga og innflutning hafa einna mest áhrif. Fræðafólk við Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt á smitáhrifum sem kemur fyrir í skýrslu forsætisnáðuneytisins sem fjallar um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa skilað henni inn til Sameinuðu þjóðanna og verður hún formlega kynnt á ráðherrafundi í New York á þriðjudag. Áhrif á getu annarra ríkja Með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir innan hvers ríkis hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra ríkja til að ná heimsmarkmiðunum. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, segir neyslu og innflutning hafa mikil áhrif. „Helstu niðurstöðurnar eru þær að við Íslendingar við stöndum okkur illa þegar það kemur að þessum svokölluðu neikvæðu smitáhrifum á önnur ríki eða svæði. Einnig að kolefnisspor okkar er með því hæsta í heiminum þegar allar innfluttar vörur eru teknar með inn í reikninginn. Þá erum við að tala um af því við erum svo ríkt og neyslufrekt samfélag að þá höfum við neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi og efnahag annarra landa sérstaklega með innflutningi okkar og neyslu,“ segir Hafdís Hanna. Þurfi skýra framtíðarsýn Ísland sé í 158 sæti meðal þeirra 163 landa þar sem smitáhrifin hafa verið metin. „Við erum mjög neðarlega á þessum lista og á neðsta sæti af Norðurlöndunum,“ segir hún. Það sé í raun alveg öfugt við það að Ísland sé ofarlega þegar kemur að því að innleiða heimsmarkiðin heima fyrir. „Við stöndum okkur vel þegar kemur að menntun, heilbrigðismálum og ýmsu öðru sem varðar heimsmarkmiðunum hérna heima fyrir en svo höfum við slæm áhrif á önnur lönd með okkar neyslu og innflutningi. Þar stöndum við okkur illa,“ segir útskýrir Hafdís Hanna. Íslensk stjórnvöld þurfi meðal annars að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun. Auka rannsóknir um smitáhrif, hvar þau sé að finna og afla frekari gagna. Þá þurfi að auka hringrásarhagkerfið með því að innleiða græna hvata. Sameinuðu þjóðirnar Háskólar Tengdar fréttir Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. 7. júlí 2023 07:01 Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Fræðafólk við Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt á smitáhrifum sem kemur fyrir í skýrslu forsætisnáðuneytisins sem fjallar um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa skilað henni inn til Sameinuðu þjóðanna og verður hún formlega kynnt á ráðherrafundi í New York á þriðjudag. Áhrif á getu annarra ríkja Með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir innan hvers ríkis hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra ríkja til að ná heimsmarkmiðunum. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, segir neyslu og innflutning hafa mikil áhrif. „Helstu niðurstöðurnar eru þær að við Íslendingar við stöndum okkur illa þegar það kemur að þessum svokölluðu neikvæðu smitáhrifum á önnur ríki eða svæði. Einnig að kolefnisspor okkar er með því hæsta í heiminum þegar allar innfluttar vörur eru teknar með inn í reikninginn. Þá erum við að tala um af því við erum svo ríkt og neyslufrekt samfélag að þá höfum við neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi og efnahag annarra landa sérstaklega með innflutningi okkar og neyslu,“ segir Hafdís Hanna. Þurfi skýra framtíðarsýn Ísland sé í 158 sæti meðal þeirra 163 landa þar sem smitáhrifin hafa verið metin. „Við erum mjög neðarlega á þessum lista og á neðsta sæti af Norðurlöndunum,“ segir hún. Það sé í raun alveg öfugt við það að Ísland sé ofarlega þegar kemur að því að innleiða heimsmarkiðin heima fyrir. „Við stöndum okkur vel þegar kemur að menntun, heilbrigðismálum og ýmsu öðru sem varðar heimsmarkmiðunum hérna heima fyrir en svo höfum við slæm áhrif á önnur lönd með okkar neyslu og innflutningi. Þar stöndum við okkur illa,“ segir útskýrir Hafdís Hanna. Íslensk stjórnvöld þurfi meðal annars að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun. Auka rannsóknir um smitáhrif, hvar þau sé að finna og afla frekari gagna. Þá þurfi að auka hringrásarhagkerfið með því að innleiða græna hvata.
Sameinuðu þjóðirnar Háskólar Tengdar fréttir Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. 7. júlí 2023 07:01 Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. 7. júlí 2023 07:01
Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00