Fær engar bætur eftir árekstur við barn Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2023 10:49 Drengurinn ók rafhlaupahjóli þegar konan hjólaði í veg fyrir hann. Vísir/Vilhelm Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar vátryggingarmála, en konan hafði farið fram á bætur úr fjölskyldutryggingu foreldra drengsins en fengið synjun frá Vís. Konan hélt því fram að drengurinn hefði valdið slysinu með saknæmum hætti og því væri Vís bótaskylt. Máli sínu til stuðnings vísaði konan meðal annars til ákvæða umferðarlaga sem af leiðir að akstur reiðhjóls á göngustíg sé aðeins heimill valdi hann gangandi vegfarendum ekki hættu eða óþægindum og að aðeins sé heimilt að aka reiðhjóli um göngustíg sé þess gætt að ekki sé farið hraðar en sem nemi almennum gönguhraða. Konan lýsti atvikum með þeim hætti að hún hafi ekið rafmagnshjóli eftir miðjum göngustíg á um það bil tíu kílómetra hraða á klukkustund þegar hún kom að mótum stígsins og annars göngustígs, en fyrirhuguð stefna hennar hafi verið þvert yfir þau göngugatnamót. Skyndilega hafi drengurinn komið á rafhlaupahjóli á um 25 kílómetra hraða á klukkustund frá hægri og rekist á hana, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina. Drengurinn hafi mátt bruna eftir gangstéttinni Vís hafnaði bótakröfu konunnar og byggði meðal annars á því að ósannað hafi verið á hvaða hraða drengurinn var, hann hafi ekið beint áfram eftir auðum göngustíg í aðdraganda atviksins, og honum hafi verið fullheimilt að aka á 25 kílómetra hraða á klukkustund. Sú staðreynd að konan hafi komið hjólandi blint í veg fyrir drenginn geri það ekki að verkum að sérstök aðgæsluskylda hafi hvílt á honum. Þá hafnaði Vís því að hámarkshraði á vettvangi hafi verið sem nemi almennum gönguhraða, enda eigi sá áskilnaður aðeins við þegar hjólastígur liggi samhliða göngustíg enda beri hjólreiðamönnum þá að jafnaði að notast við hjólastíginn. Umræddur göngustígur sé ekki samhliða hjólastíg. Loks bar Vís fyrir sig ákvæði umferðarlaga um forgang umferðar frá hægri. Reiðhjólafólk flokkast sem ökumenn Úrskurðarnefndin féllst á það með Vís að ákvæði umferðarlaga, sem konan vísaði til, leiði ekki til þess að aðeins sé heimilt að hjóla á hraða sem samsvari eðlilegum gönguhraða á göngustíg, heldur eigi sú regla aðeins við þegar hjólastígur er samhliða göngustíg en hjólreiðamaður kýs allt að einu að notast við göngustíg. Því hafi ekki verið sannað að drengurinn hafi ekið rafhlaupahjólinu hraðar en á leyfilegum hámarkshraða. Þá segir í úrskurðinum að í umferðarlögum séu reiðhjól skilgreind sem ökutæki og því eigi umferðarreglur fyrir ökumenn einnig við um reiðhjólafólk. Þannig hafi konunni borið að virða hægrirétt við gatnamótin. „Með vísan til alls þessa verður að líta svo á að tjón [konunnar] verði rakið til óhappatilviks og þess að [konan] hjólaði þvert yfir gatnamót án þess að gæta nægilega að umferð frá hægri. Hefur í öllu falli ekki verið sýnt fram á með fyrirliggjandi gögnum að það sé að rekja til skaðabótaskyldrar háttsemi [drengsins]. Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar vátryggingarmála, en konan hafði farið fram á bætur úr fjölskyldutryggingu foreldra drengsins en fengið synjun frá Vís. Konan hélt því fram að drengurinn hefði valdið slysinu með saknæmum hætti og því væri Vís bótaskylt. Máli sínu til stuðnings vísaði konan meðal annars til ákvæða umferðarlaga sem af leiðir að akstur reiðhjóls á göngustíg sé aðeins heimill valdi hann gangandi vegfarendum ekki hættu eða óþægindum og að aðeins sé heimilt að aka reiðhjóli um göngustíg sé þess gætt að ekki sé farið hraðar en sem nemi almennum gönguhraða. Konan lýsti atvikum með þeim hætti að hún hafi ekið rafmagnshjóli eftir miðjum göngustíg á um það bil tíu kílómetra hraða á klukkustund þegar hún kom að mótum stígsins og annars göngustígs, en fyrirhuguð stefna hennar hafi verið þvert yfir þau göngugatnamót. Skyndilega hafi drengurinn komið á rafhlaupahjóli á um 25 kílómetra hraða á klukkustund frá hægri og rekist á hana, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina. Drengurinn hafi mátt bruna eftir gangstéttinni Vís hafnaði bótakröfu konunnar og byggði meðal annars á því að ósannað hafi verið á hvaða hraða drengurinn var, hann hafi ekið beint áfram eftir auðum göngustíg í aðdraganda atviksins, og honum hafi verið fullheimilt að aka á 25 kílómetra hraða á klukkustund. Sú staðreynd að konan hafi komið hjólandi blint í veg fyrir drenginn geri það ekki að verkum að sérstök aðgæsluskylda hafi hvílt á honum. Þá hafnaði Vís því að hámarkshraði á vettvangi hafi verið sem nemi almennum gönguhraða, enda eigi sá áskilnaður aðeins við þegar hjólastígur liggi samhliða göngustíg enda beri hjólreiðamönnum þá að jafnaði að notast við hjólastíginn. Umræddur göngustígur sé ekki samhliða hjólastíg. Loks bar Vís fyrir sig ákvæði umferðarlaga um forgang umferðar frá hægri. Reiðhjólafólk flokkast sem ökumenn Úrskurðarnefndin féllst á það með Vís að ákvæði umferðarlaga, sem konan vísaði til, leiði ekki til þess að aðeins sé heimilt að hjóla á hraða sem samsvari eðlilegum gönguhraða á göngustíg, heldur eigi sú regla aðeins við þegar hjólastígur er samhliða göngustíg en hjólreiðamaður kýs allt að einu að notast við göngustíg. Því hafi ekki verið sannað að drengurinn hafi ekið rafhlaupahjólinu hraðar en á leyfilegum hámarkshraða. Þá segir í úrskurðinum að í umferðarlögum séu reiðhjól skilgreind sem ökutæki og því eigi umferðarreglur fyrir ökumenn einnig við um reiðhjólafólk. Þannig hafi konunni borið að virða hægrirétt við gatnamótin. „Með vísan til alls þessa verður að líta svo á að tjón [konunnar] verði rakið til óhappatilviks og þess að [konan] hjólaði þvert yfir gatnamót án þess að gæta nægilega að umferð frá hægri. Hefur í öllu falli ekki verið sýnt fram á með fyrirliggjandi gögnum að það sé að rekja til skaðabótaskyldrar háttsemi [drengsins].
Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent