Fær engar bætur eftir árekstur við barn Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2023 10:49 Drengurinn ók rafhlaupahjóli þegar konan hjólaði í veg fyrir hann. Vísir/Vilhelm Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar vátryggingarmála, en konan hafði farið fram á bætur úr fjölskyldutryggingu foreldra drengsins en fengið synjun frá Vís. Konan hélt því fram að drengurinn hefði valdið slysinu með saknæmum hætti og því væri Vís bótaskylt. Máli sínu til stuðnings vísaði konan meðal annars til ákvæða umferðarlaga sem af leiðir að akstur reiðhjóls á göngustíg sé aðeins heimill valdi hann gangandi vegfarendum ekki hættu eða óþægindum og að aðeins sé heimilt að aka reiðhjóli um göngustíg sé þess gætt að ekki sé farið hraðar en sem nemi almennum gönguhraða. Konan lýsti atvikum með þeim hætti að hún hafi ekið rafmagnshjóli eftir miðjum göngustíg á um það bil tíu kílómetra hraða á klukkustund þegar hún kom að mótum stígsins og annars göngustígs, en fyrirhuguð stefna hennar hafi verið þvert yfir þau göngugatnamót. Skyndilega hafi drengurinn komið á rafhlaupahjóli á um 25 kílómetra hraða á klukkustund frá hægri og rekist á hana, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina. Drengurinn hafi mátt bruna eftir gangstéttinni Vís hafnaði bótakröfu konunnar og byggði meðal annars á því að ósannað hafi verið á hvaða hraða drengurinn var, hann hafi ekið beint áfram eftir auðum göngustíg í aðdraganda atviksins, og honum hafi verið fullheimilt að aka á 25 kílómetra hraða á klukkustund. Sú staðreynd að konan hafi komið hjólandi blint í veg fyrir drenginn geri það ekki að verkum að sérstök aðgæsluskylda hafi hvílt á honum. Þá hafnaði Vís því að hámarkshraði á vettvangi hafi verið sem nemi almennum gönguhraða, enda eigi sá áskilnaður aðeins við þegar hjólastígur liggi samhliða göngustíg enda beri hjólreiðamönnum þá að jafnaði að notast við hjólastíginn. Umræddur göngustígur sé ekki samhliða hjólastíg. Loks bar Vís fyrir sig ákvæði umferðarlaga um forgang umferðar frá hægri. Reiðhjólafólk flokkast sem ökumenn Úrskurðarnefndin féllst á það með Vís að ákvæði umferðarlaga, sem konan vísaði til, leiði ekki til þess að aðeins sé heimilt að hjóla á hraða sem samsvari eðlilegum gönguhraða á göngustíg, heldur eigi sú regla aðeins við þegar hjólastígur er samhliða göngustíg en hjólreiðamaður kýs allt að einu að notast við göngustíg. Því hafi ekki verið sannað að drengurinn hafi ekið rafhlaupahjólinu hraðar en á leyfilegum hámarkshraða. Þá segir í úrskurðinum að í umferðarlögum séu reiðhjól skilgreind sem ökutæki og því eigi umferðarreglur fyrir ökumenn einnig við um reiðhjólafólk. Þannig hafi konunni borið að virða hægrirétt við gatnamótin. „Með vísan til alls þessa verður að líta svo á að tjón [konunnar] verði rakið til óhappatilviks og þess að [konan] hjólaði þvert yfir gatnamót án þess að gæta nægilega að umferð frá hægri. Hefur í öllu falli ekki verið sýnt fram á með fyrirliggjandi gögnum að það sé að rekja til skaðabótaskyldrar háttsemi [drengsins]. Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar vátryggingarmála, en konan hafði farið fram á bætur úr fjölskyldutryggingu foreldra drengsins en fengið synjun frá Vís. Konan hélt því fram að drengurinn hefði valdið slysinu með saknæmum hætti og því væri Vís bótaskylt. Máli sínu til stuðnings vísaði konan meðal annars til ákvæða umferðarlaga sem af leiðir að akstur reiðhjóls á göngustíg sé aðeins heimill valdi hann gangandi vegfarendum ekki hættu eða óþægindum og að aðeins sé heimilt að aka reiðhjóli um göngustíg sé þess gætt að ekki sé farið hraðar en sem nemi almennum gönguhraða. Konan lýsti atvikum með þeim hætti að hún hafi ekið rafmagnshjóli eftir miðjum göngustíg á um það bil tíu kílómetra hraða á klukkustund þegar hún kom að mótum stígsins og annars göngustígs, en fyrirhuguð stefna hennar hafi verið þvert yfir þau göngugatnamót. Skyndilega hafi drengurinn komið á rafhlaupahjóli á um 25 kílómetra hraða á klukkustund frá hægri og rekist á hana, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina. Drengurinn hafi mátt bruna eftir gangstéttinni Vís hafnaði bótakröfu konunnar og byggði meðal annars á því að ósannað hafi verið á hvaða hraða drengurinn var, hann hafi ekið beint áfram eftir auðum göngustíg í aðdraganda atviksins, og honum hafi verið fullheimilt að aka á 25 kílómetra hraða á klukkustund. Sú staðreynd að konan hafi komið hjólandi blint í veg fyrir drenginn geri það ekki að verkum að sérstök aðgæsluskylda hafi hvílt á honum. Þá hafnaði Vís því að hámarkshraði á vettvangi hafi verið sem nemi almennum gönguhraða, enda eigi sá áskilnaður aðeins við þegar hjólastígur liggi samhliða göngustíg enda beri hjólreiðamönnum þá að jafnaði að notast við hjólastíginn. Umræddur göngustígur sé ekki samhliða hjólastíg. Loks bar Vís fyrir sig ákvæði umferðarlaga um forgang umferðar frá hægri. Reiðhjólafólk flokkast sem ökumenn Úrskurðarnefndin féllst á það með Vís að ákvæði umferðarlaga, sem konan vísaði til, leiði ekki til þess að aðeins sé heimilt að hjóla á hraða sem samsvari eðlilegum gönguhraða á göngustíg, heldur eigi sú regla aðeins við þegar hjólastígur er samhliða göngustíg en hjólreiðamaður kýs allt að einu að notast við göngustíg. Því hafi ekki verið sannað að drengurinn hafi ekið rafhlaupahjólinu hraðar en á leyfilegum hámarkshraða. Þá segir í úrskurðinum að í umferðarlögum séu reiðhjól skilgreind sem ökutæki og því eigi umferðarreglur fyrir ökumenn einnig við um reiðhjólafólk. Þannig hafi konunni borið að virða hægrirétt við gatnamótin. „Með vísan til alls þessa verður að líta svo á að tjón [konunnar] verði rakið til óhappatilviks og þess að [konan] hjólaði þvert yfir gatnamót án þess að gæta nægilega að umferð frá hægri. Hefur í öllu falli ekki verið sýnt fram á með fyrirliggjandi gögnum að það sé að rekja til skaðabótaskyldrar háttsemi [drengsins].
Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira