Samþykkja minni hækkun launa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 17:54 Frá fundi borgarstjórnar í Ráðhúsinu. vísir/vilhelm Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð hafi samþykkt að hækka launin minna vegna efnahagsaðstæðna. Þannig munu grunnlaun borgarfulltrúa hækka úr 963.647 krónum í 987.738 kr. á mánuði. Hækkunin nemur því 24.091 kr. á mánuði utan launatengdra gjalda í stað hækkunar um 76.000 kr. væri launavísitölu fylgt. Álagsgreiðslur og starfskostnaður hækka hlutfallslega með sama hætti. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að laun borgarfulltrúa taki breytingum tvisvar á ári samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert og miðast hækkunin við þróun launavísitölu samkvæmt Samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. „Vísitala launa hækkaði um 7,88% frá nóvember 2022 og fram í maí síðastliðinn en vegna efnahagsaðstæðna er lagt til að hækkun á launum kjörinna fulltrúa verði minni en samþykktir borgarstjórnar gera ráð fyrir. Að jafnaði hækka laun kjörinna aðalfulltrúa í borgarstjórn á bilinu 24.091 kr. til 42.160 kr. þegar álagsgreiðslur hafa verið teknar með. Starfskostnaður hækkar um 1.740 kr. og verður 71.334 kr. Samanlögð kostnaðaráhrif á árinu 2023 eru áætluð sjö milljónir króna miðað við tímabilið júlí til desember í stað 22,1 milljón ef tekið væri mið af þróun launavísitölu,“ segir í tilkynningu. Og ennfremur: „Þess má geta að borgarstjórn þáði ekki hækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs nr. 2016.3.001 og samþykkti í framhaldinu breytingar þess eðlis að tekin var upp tenging við launavísitölu til þess að endurspegla betur almenna launaþróun.“ Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Efnahagsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð hafi samþykkt að hækka launin minna vegna efnahagsaðstæðna. Þannig munu grunnlaun borgarfulltrúa hækka úr 963.647 krónum í 987.738 kr. á mánuði. Hækkunin nemur því 24.091 kr. á mánuði utan launatengdra gjalda í stað hækkunar um 76.000 kr. væri launavísitölu fylgt. Álagsgreiðslur og starfskostnaður hækka hlutfallslega með sama hætti. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að laun borgarfulltrúa taki breytingum tvisvar á ári samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert og miðast hækkunin við þróun launavísitölu samkvæmt Samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. „Vísitala launa hækkaði um 7,88% frá nóvember 2022 og fram í maí síðastliðinn en vegna efnahagsaðstæðna er lagt til að hækkun á launum kjörinna fulltrúa verði minni en samþykktir borgarstjórnar gera ráð fyrir. Að jafnaði hækka laun kjörinna aðalfulltrúa í borgarstjórn á bilinu 24.091 kr. til 42.160 kr. þegar álagsgreiðslur hafa verið teknar með. Starfskostnaður hækkar um 1.740 kr. og verður 71.334 kr. Samanlögð kostnaðaráhrif á árinu 2023 eru áætluð sjö milljónir króna miðað við tímabilið júlí til desember í stað 22,1 milljón ef tekið væri mið af þróun launavísitölu,“ segir í tilkynningu. Og ennfremur: „Þess má geta að borgarstjórn þáði ekki hækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs nr. 2016.3.001 og samþykkti í framhaldinu breytingar þess eðlis að tekin var upp tenging við launavísitölu til þess að endurspegla betur almenna launaþróun.“
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Efnahagsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira