Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu barst tilkynning um ljósan reyk og kom hann úr rafmagnskerfi. Slökkvibíll, sjúkrabíll og lögreglubíll voru sendir á vettvang.
Um minniháttar atvik reyndist vera að ræða og hafði reykurinn náð í loftræstikerfi hússins. Slökkvistörf reyndust lítil.
Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum frá slökkviliði.