„Ljóðrænt“ að Bergþór og Þórhildur Sunna séu sammála Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2023 13:10 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ljóðrænt að þingmennirnir Bergþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir séu sammála um að kalla þing saman vegna stórra mála. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman vegna birtingar Lindarhvolsskýrslunnar, Íslandsbankamálsins og frestunar hvalveiða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins neitun stjórnarflokkanna, um að kalla saman þing, til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Þórhildur Sunna sagði nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á Lindarhvoldsmálinu. Bjarni Benediktsson hefur nú brugðist við þessu viðtali með færslu á Facebook. „Það er fallegt, næstum ljóðrænt, að sjá hvernig það gerist stundum að fólk sem maður hélt að væri ekki sammála um neitt getur skyndilega orðið alveg samhljóma og nánast eins og einn maður, sama hversu vitlaust málið er,“ skrifar Bjarni og heldur áfram: „Svona geta stjórnmálin verið uppbyggileg og sameinandi. Njótið blíðunnar.“ Við færslu sína birtir hann, ásamt skjáskoti af fyrrnefndri frétt, skjáskot af vef Alþingis þar sem Þórhildur Sunna stillti sér upp við hlið Bergþórs í ræðupúlti með „Fokk ofbeldi“ húfu UN Women. Gerði hún það í mótælaskyni í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða þar sem nokkrir þingmenn, þar á meðal Bergþór, voru staðnir að því að tala ósæmilega um samstarfskonur á þingi og fatlað fólk, svo eitthvað sé nefnt. Uppfært kl 14:45: Bergþór hefur nú svarað færslu Bjarna þar sem hann segir að það sé skiljanlega „ákveðin brekka að vera formaður Sjálfstæðisflokksins,“ þessa dagana. „Stórkostleg innanmein Íslandsbanka komin upp á yfirborðið sem veldur því að sala ríkisins á eftirstæðum eignarhluta í Íslandsbanka situr stopp í huga Vinstri grænna, samstarfsflokks hans í ríkisstjórn,“ skrifar Bergþór á Facebook síðu sinni og heldur áfram: „Lögbrot matvælaráðherra við töku ákvörðunar um bann við veiðum á langreyðum við Ísland – þar sem hún gekk þvert gegn samkomulagi við hann sjálfan sem gert var við upphaf ríkisstjórnarinnar og braut reyndar líka stjórnarskrá Íslands í leiðinni. Og loks Lindarhvolsmálið, þar sem allt kapp var lagt í að leyna greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem birt var nú fyrir helgi og sýnir misbresti á því ferli öllu saman. Fylgið hrynur og ríkisstjórnarsamstarfið bindur hendur hans og fætur þegar kemur að öllum stefnumálum flokksins, öllum.“ „Þá er kannski best að þyrla upp ryki og hlæja með vinum sínum. Við hin höldum hins vegar áfram að berjast fyrir hag þessarar þjóðar – samhent stjórnarandstaða – þegar kemur að mikilvægi þess að löggjafinn komi saman til að ræða þessi þrjú mál. Til þess er Alþingi,“ skrifar Bergþór að lokum. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman vegna birtingar Lindarhvolsskýrslunnar, Íslandsbankamálsins og frestunar hvalveiða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins neitun stjórnarflokkanna, um að kalla saman þing, til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Þórhildur Sunna sagði nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á Lindarhvoldsmálinu. Bjarni Benediktsson hefur nú brugðist við þessu viðtali með færslu á Facebook. „Það er fallegt, næstum ljóðrænt, að sjá hvernig það gerist stundum að fólk sem maður hélt að væri ekki sammála um neitt getur skyndilega orðið alveg samhljóma og nánast eins og einn maður, sama hversu vitlaust málið er,“ skrifar Bjarni og heldur áfram: „Svona geta stjórnmálin verið uppbyggileg og sameinandi. Njótið blíðunnar.“ Við færslu sína birtir hann, ásamt skjáskoti af fyrrnefndri frétt, skjáskot af vef Alþingis þar sem Þórhildur Sunna stillti sér upp við hlið Bergþórs í ræðupúlti með „Fokk ofbeldi“ húfu UN Women. Gerði hún það í mótælaskyni í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða þar sem nokkrir þingmenn, þar á meðal Bergþór, voru staðnir að því að tala ósæmilega um samstarfskonur á þingi og fatlað fólk, svo eitthvað sé nefnt. Uppfært kl 14:45: Bergþór hefur nú svarað færslu Bjarna þar sem hann segir að það sé skiljanlega „ákveðin brekka að vera formaður Sjálfstæðisflokksins,“ þessa dagana. „Stórkostleg innanmein Íslandsbanka komin upp á yfirborðið sem veldur því að sala ríkisins á eftirstæðum eignarhluta í Íslandsbanka situr stopp í huga Vinstri grænna, samstarfsflokks hans í ríkisstjórn,“ skrifar Bergþór á Facebook síðu sinni og heldur áfram: „Lögbrot matvælaráðherra við töku ákvörðunar um bann við veiðum á langreyðum við Ísland – þar sem hún gekk þvert gegn samkomulagi við hann sjálfan sem gert var við upphaf ríkisstjórnarinnar og braut reyndar líka stjórnarskrá Íslands í leiðinni. Og loks Lindarhvolsmálið, þar sem allt kapp var lagt í að leyna greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem birt var nú fyrir helgi og sýnir misbresti á því ferli öllu saman. Fylgið hrynur og ríkisstjórnarsamstarfið bindur hendur hans og fætur þegar kemur að öllum stefnumálum flokksins, öllum.“ „Þá er kannski best að þyrla upp ryki og hlæja með vinum sínum. Við hin höldum hins vegar áfram að berjast fyrir hag þessarar þjóðar – samhent stjórnarandstaða – þegar kemur að mikilvægi þess að löggjafinn komi saman til að ræða þessi þrjú mál. Til þess er Alþingi,“ skrifar Bergþór að lokum.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18