Skjálfti gærkvöldsins „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2023 11:48 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Sigurjón Jarðeðlisfræðingur segir afar óvenjulegt að jafn stórir jarðskjálftar og sá sem reið yfir í gærkvöldi fylgi gosbyrjunum. Þrátt fyrir það séu ekki teikn á lofti um að dregið hafi úr líkum á eldgosi. Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan hálft ellefu í gærkvöldi var sá stærsti síðan hrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir sex dögum síðan. Hann reyndist 5,2 að stærð, átti upptök sín einn og hálfan kílómetra suðaustur af Keili, og fannst vel víða um landið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir heldur óalgengt að svo stórir skjálftar fylgi gosbyrjunum. „Menn áttu nú svona frekar von á því að skjálftavirknin væri að hægja á sér, þannig að þessi stóri skjálfti kemur svolítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, satt að segja,“ segir Páll. Helst komi á óvart hve skjálftinn var nálægt svæðinu þar sem talið er að kvikugangurinn hreyfist nú um undir yfirborðinu. „Við þekkjum náttúrulega svo margar útgáfur af þessari atburðarás, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði stór gikksjálfti. Það er nú partur af sviðsmyndunum sem hafa verið dregnar upp.“ Ekki sé hægt að draga haldbærar ályktanir um líkurnar á eldgosi út frá skjálftanum. „Ekki í neinum smáatriðum. Þetta er bara einn af atburðunum í langri atburðarás.“ Nokkuð hafi hægst á atburðarásinni frá stóra skjálftanum. „Ég held að við verðum nú eiginlega að segja að eftir því sem gangurinn heldur lengur áfram, þeim mun meira aukast líkurnar á að það endi með gosi, meðan það er ekki alveg stopp,“ segir Páll. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51 Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan hálft ellefu í gærkvöldi var sá stærsti síðan hrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir sex dögum síðan. Hann reyndist 5,2 að stærð, átti upptök sín einn og hálfan kílómetra suðaustur af Keili, og fannst vel víða um landið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir heldur óalgengt að svo stórir skjálftar fylgi gosbyrjunum. „Menn áttu nú svona frekar von á því að skjálftavirknin væri að hægja á sér, þannig að þessi stóri skjálfti kemur svolítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, satt að segja,“ segir Páll. Helst komi á óvart hve skjálftinn var nálægt svæðinu þar sem talið er að kvikugangurinn hreyfist nú um undir yfirborðinu. „Við þekkjum náttúrulega svo margar útgáfur af þessari atburðarás, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði stór gikksjálfti. Það er nú partur af sviðsmyndunum sem hafa verið dregnar upp.“ Ekki sé hægt að draga haldbærar ályktanir um líkurnar á eldgosi út frá skjálftanum. „Ekki í neinum smáatriðum. Þetta er bara einn af atburðunum í langri atburðarás.“ Nokkuð hafi hægst á atburðarásinni frá stóra skjálftanum. „Ég held að við verðum nú eiginlega að segja að eftir því sem gangurinn heldur lengur áfram, þeim mun meira aukast líkurnar á að það endi með gosi, meðan það er ekki alveg stopp,“ segir Páll.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51 Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51
Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24