Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. október 2025 22:25 Finnborg Salome Steinþórsdóttir, einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins 2025. Sýn Búist er við að fjöldi kvenna leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur þegar kvennaverkfall fer fram á morgun. Til stendur að reisa stórt svið á þeim hluta Lækjargötu sem snýr að Arnarhóli og hefst sú framkvæmd eftir að lokað verður fyrir umferð um svæðið klukkan 6 í fyrramálið. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan 13:30 í Hljómskálagarðinum með sögugöngu. „Þar munum við ganga og hitta ýmsar persónur úr sögunni, meðal annars Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, frú Vigdísi Finnbogadóttur, við munum hitta alls konar hópa, listahópa, við munum hitta Grýlurnar, kvennaárskonur og svo framvegis. Þannig að það verður mikið fjör og mikið stuð,“ sagði Finnborg Salome Steinþórsdóttir, einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, í kvöldfréttum Sýnar. Klukkan 15:00 hefjist svo baráttufundur við Arnarhól. „Þar sem horft verður til framtíðar, kröfurnar settar fram og mikið stuð og læti og hávær hróp frá hópnum held ég. Við vonum það allavega,“ bætti Finnborg við. Götulokanir í miðborginni á morgun. Lokað verður fyrir umferð um rauðumerktu göturnar frá klukkan 10 til 17 en hluti Lækjargötu verður lokaður frá frá 6 til 21. Sýn Skipuleggjendur Kvennaverkfallsins hafa kallað eftir því að konur og kvár leggi niður störf allan morgundaginn og vinnuveitendur sýni því skilning. Á sama tíma hefur borið á gagnrýni frá Samtökum atvinnulífsins á þá leið að þessi tilmæli hafi ekki verið nógu skýr. Fyrst hafi verið talað um að leggja niður störf hálfan daginn og síðar hafi því verið breytt. Finnborg segir skipuleggjendur alla tíð hafa talað skýrt fyrir því að fólk leggi niður störf í heilan dag. „Það er leiðinlegt að þessi gagnrýni sé að koma upp en ég vona bara að vinnuveitendur taki tillit til þessa og gefi fólk færi á að taka þátt í skipulagðri dagskrá hér í Reykjavík. Það er líka verið að skipuleggja fundi um allt land: Ísafirði, Höfn, Akureyri, Hrísey og víðar þannig ég vona bara að vinnuveitendur horfi til þessa og gefi fólki sínu færi á að taka þátt í verkfalli með okkur.“ Kvennaverkfall Reykjavík Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan 13:30 í Hljómskálagarðinum með sögugöngu. „Þar munum við ganga og hitta ýmsar persónur úr sögunni, meðal annars Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, frú Vigdísi Finnbogadóttur, við munum hitta alls konar hópa, listahópa, við munum hitta Grýlurnar, kvennaárskonur og svo framvegis. Þannig að það verður mikið fjör og mikið stuð,“ sagði Finnborg Salome Steinþórsdóttir, einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, í kvöldfréttum Sýnar. Klukkan 15:00 hefjist svo baráttufundur við Arnarhól. „Þar sem horft verður til framtíðar, kröfurnar settar fram og mikið stuð og læti og hávær hróp frá hópnum held ég. Við vonum það allavega,“ bætti Finnborg við. Götulokanir í miðborginni á morgun. Lokað verður fyrir umferð um rauðumerktu göturnar frá klukkan 10 til 17 en hluti Lækjargötu verður lokaður frá frá 6 til 21. Sýn Skipuleggjendur Kvennaverkfallsins hafa kallað eftir því að konur og kvár leggi niður störf allan morgundaginn og vinnuveitendur sýni því skilning. Á sama tíma hefur borið á gagnrýni frá Samtökum atvinnulífsins á þá leið að þessi tilmæli hafi ekki verið nógu skýr. Fyrst hafi verið talað um að leggja niður störf hálfan daginn og síðar hafi því verið breytt. Finnborg segir skipuleggjendur alla tíð hafa talað skýrt fyrir því að fólk leggi niður störf í heilan dag. „Það er leiðinlegt að þessi gagnrýni sé að koma upp en ég vona bara að vinnuveitendur taki tillit til þessa og gefi fólk færi á að taka þátt í skipulagðri dagskrá hér í Reykjavík. Það er líka verið að skipuleggja fundi um allt land: Ísafirði, Höfn, Akureyri, Hrísey og víðar þannig ég vona bara að vinnuveitendur horfi til þessa og gefi fólki sínu færi á að taka þátt í verkfalli með okkur.“
Kvennaverkfall Reykjavík Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira