Siðleysi að sumri til Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 8. júlí 2023 07:00 Ég sit hér úti í garði það sér mig ekki nokkur. Sólin leikur um mig og jörðin skelfur! Það er loksins komið sumar sem við öll höfuð þráð lengi sérstaklega sunnan heiða. En vegna sorglegra siðlausra mála undanfarna daga er ég ekki að njóta sólarinnar. Hvernig má það vera að hægt sé að selja eign á uppboði fyrir 3 milljónir sem var keypt á 40 milljónir og er nú metin á tæpar 60? Hvernig má það vera að einstaklingur sem virðist ekki hafa skilið hvernig íslenskt regluverk virkar og à greinilega um sárt að binda fær ekki leiðsögn og aðstoð við hæfi. Hvernig má það vera að íslenskur útgerðarmaður suður með sjó sér ekki siðleysið í gjörningnum? Siðlaust en líklega löglegt og það má! Nú 15 árum eftir hrun finnum við kalt vatn renna milli skinns og hörunds þegar Íslandsbankamálið er skoðað. Þeir sem báru ábyrgð hafa að vísu tekið pokann sinn en ekki tómhentir. Hvernig má það vera að stofnun sem þarf að greiða himinháa sekt vegna eigin mistaka getur greitt fólki tugi milljóna fyrir að ganga út og axla enga ábyrgð ? Í dag þarf að greiða fyrir hvert viðvik sem þessi stofnun framkvæmir, jafnvel símtal kostar og rukkað er fyrir yfirlit í heimabanka sem ekki er beðið um. Svo skipta reikningar um nöfn reglulega og ávöxtun innlánsreikninga breytist stöðugt þannig að venjulegu fólki er gert erfitt um vik að reyna að fá sem skásta ávöxtun á sitt sparifé. Í bankahruninu var það almenningur sem tapaði og þurfti að borga brúsann. Þeir sem stýrðu bönkum og þessir sem báru svo mikla ábyrgð að laun þeirra voru margföld á við okkur hin sem vinnum líka ábyrgðarmikil störf jafnvel þar sem mannslíf eru í húfi en ekki peningar. En hver var í raun þeirra ábyrgð og kunnu þeir að axla hana? Nú að lokum þegar jörðin skelfur sem aldrei fyrr og við bíðum eftir eldgosi þá skelfur hið háa Alþingi vegna skýrslu um Lindarhvolsmálið sem er ekki lengur leyndó en fullkomnar siðleysið þetta sumar. Hvernig má það vera að við höfum ekkert lært og spilling og siðleysi fái ennþá að líðast ? Ég reyni að kenna börnum mínum að gera gott og leggja sig fram um að verða góðir þjóðfélagsþegnar. En þegar ég þarf að útskýra ofangreind mál verð ég orðlaus og það gerist sjaldan. Bið þess að okkur gefist gæfa til að kenna komandi kynslóðum að breyta betur og hlúa að okkar minnstu bræðrum þó þeir hafi kannski ekki fæðst hérlendis en kjósa að búa hér. Kennum þeim líka að taka ekki fé sem aðrir eiga og fremja siðlaus brot að sumri til. Njótið sólar og sumars. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég sit hér úti í garði það sér mig ekki nokkur. Sólin leikur um mig og jörðin skelfur! Það er loksins komið sumar sem við öll höfuð þráð lengi sérstaklega sunnan heiða. En vegna sorglegra siðlausra mála undanfarna daga er ég ekki að njóta sólarinnar. Hvernig má það vera að hægt sé að selja eign á uppboði fyrir 3 milljónir sem var keypt á 40 milljónir og er nú metin á tæpar 60? Hvernig má það vera að einstaklingur sem virðist ekki hafa skilið hvernig íslenskt regluverk virkar og à greinilega um sárt að binda fær ekki leiðsögn og aðstoð við hæfi. Hvernig má það vera að íslenskur útgerðarmaður suður með sjó sér ekki siðleysið í gjörningnum? Siðlaust en líklega löglegt og það má! Nú 15 árum eftir hrun finnum við kalt vatn renna milli skinns og hörunds þegar Íslandsbankamálið er skoðað. Þeir sem báru ábyrgð hafa að vísu tekið pokann sinn en ekki tómhentir. Hvernig má það vera að stofnun sem þarf að greiða himinháa sekt vegna eigin mistaka getur greitt fólki tugi milljóna fyrir að ganga út og axla enga ábyrgð ? Í dag þarf að greiða fyrir hvert viðvik sem þessi stofnun framkvæmir, jafnvel símtal kostar og rukkað er fyrir yfirlit í heimabanka sem ekki er beðið um. Svo skipta reikningar um nöfn reglulega og ávöxtun innlánsreikninga breytist stöðugt þannig að venjulegu fólki er gert erfitt um vik að reyna að fá sem skásta ávöxtun á sitt sparifé. Í bankahruninu var það almenningur sem tapaði og þurfti að borga brúsann. Þeir sem stýrðu bönkum og þessir sem báru svo mikla ábyrgð að laun þeirra voru margföld á við okkur hin sem vinnum líka ábyrgðarmikil störf jafnvel þar sem mannslíf eru í húfi en ekki peningar. En hver var í raun þeirra ábyrgð og kunnu þeir að axla hana? Nú að lokum þegar jörðin skelfur sem aldrei fyrr og við bíðum eftir eldgosi þá skelfur hið háa Alþingi vegna skýrslu um Lindarhvolsmálið sem er ekki lengur leyndó en fullkomnar siðleysið þetta sumar. Hvernig má það vera að við höfum ekkert lært og spilling og siðleysi fái ennþá að líðast ? Ég reyni að kenna börnum mínum að gera gott og leggja sig fram um að verða góðir þjóðfélagsþegnar. En þegar ég þarf að útskýra ofangreind mál verð ég orðlaus og það gerist sjaldan. Bið þess að okkur gefist gæfa til að kenna komandi kynslóðum að breyta betur og hlúa að okkar minnstu bræðrum þó þeir hafi kannski ekki fæðst hérlendis en kjósa að búa hér. Kennum þeim líka að taka ekki fé sem aðrir eiga og fremja siðlaus brot að sumri til. Njótið sólar og sumars. Höfundur er læknir.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun