„Á mörkum mennskunnar“: Má ráðherra samþykkja, að dýr séu kvalin til dauða? Birgir Dýrfjörð skrifar 5. júlí 2023 15:01 Ég horfði á Akranesfundinn um frestun ráðherra á heimild til hvalveiða. Fundurinn var á vegum Verkalýðsfélags Akraness og firnavel sóttur. Að áliti fundarboðanda sátu hann hátt í fimmhundruð manns. Frummælendur voru Svandís Svavarsdóttir, ráðherra, og fulltrúar þingflokka VG, Pírata, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Stefán Vagn Stefánsson formaður þingnefndar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi setti fundinn, og tilnefndi fundarstjóra. Fyrst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir, ráðherra. Það er mitt álit og margra margra annarra, að allan fundinn hafði málfluttningur hennar algjöra yfirburði í viti, orðavali og framsögn. Svandís bar af öðrum ræðumönnum eins og ljón af geitum. Í ræðu sinni vísaði hún til þess að í fyrirliggjandi gögnum kemur fram í máli og myndböndum, aðhvaladrápið brjóti í bága við ákvæði laga nr.55/2013 um velferð dýra. Myndbönd sýna, að þrátt fyrir, að skotin hittu oftast á það skotsvæði sem ráðlagt er að miða á til að drepa dýrið á sem skemstum tíma, þá var reyndin sú, að þriðjungur þeirra hvala, sem drepnir voru á vertíð 2022 háðu langt dauðastríð. Tjóður dauðans. Sem sagt, þriðji hver skutull sem hittir þó á þau svæði dýranna, sem viðkvæmust eru, og sem ráðlagt er að miða á til að skutullinn geti tætt sig djúpt í blóðríkt hold þeirra. Hann nægir samt ekki til að stytta kvalastríð þeirra. Veiðimenn verða þá að vinna það átakanlega verk, að murka lífið úr tjóðruðu 60 tonna dýri. Í þeim aðförum örlar hvergi á samúð, mannúð og mennsku. Þær hljóta að valda minningum, sem spilla ellidögum þeirra, sem þar eru að verki. Píratinn Gísli Rafn benti á að þessar veiðar væru brot á íslenskum lögum um velferð dýra. Hann spurði. Hver getur svo ætlast til, að ráðherra veiti leyfi til að brjóta íslensk lög. Gísli Rafn var sá eini, sem ræddi tilefni fundarins. Að virða lög um velferð dýra. Tilefni fundarins. Tilefni Svandísar til að fresta hvalveiðum var það eitt að virða Íslensk lög. Það er áhyggjuefni, - sem því miður kemur ekki á óvart, - að talsmenn þingflokka veitast að ráðherra og gera það að sök, að vilja fara að lögum. Þeir kunna ekki að gæta sóma alþingis. Þeir eru smánarblettur, og flokkum sínum til skammar. Hrokinn er yfirgengilegur. Þeir telja sig eiga lögin og lýðræðið. Þeir eru orðnir eins og frekur fíkill sem grípur í þekkta hótun. Fái þeir ekki að ráða, þá hóta þeir sjálfsmorði, - ríkisstjórnarinnar. Ég segi nú bara eins og meirihluti þjóðarinnar: Farið hefur fé betra. Drífið í málinu. Höfundur er rafvirki. Es; Fyrirsögnin er heiti á bók Jóns Jónssonar fræðimanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Hvalveiðar Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég horfði á Akranesfundinn um frestun ráðherra á heimild til hvalveiða. Fundurinn var á vegum Verkalýðsfélags Akraness og firnavel sóttur. Að áliti fundarboðanda sátu hann hátt í fimmhundruð manns. Frummælendur voru Svandís Svavarsdóttir, ráðherra, og fulltrúar þingflokka VG, Pírata, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Stefán Vagn Stefánsson formaður þingnefndar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi setti fundinn, og tilnefndi fundarstjóra. Fyrst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir, ráðherra. Það er mitt álit og margra margra annarra, að allan fundinn hafði málfluttningur hennar algjöra yfirburði í viti, orðavali og framsögn. Svandís bar af öðrum ræðumönnum eins og ljón af geitum. Í ræðu sinni vísaði hún til þess að í fyrirliggjandi gögnum kemur fram í máli og myndböndum, aðhvaladrápið brjóti í bága við ákvæði laga nr.55/2013 um velferð dýra. Myndbönd sýna, að þrátt fyrir, að skotin hittu oftast á það skotsvæði sem ráðlagt er að miða á til að drepa dýrið á sem skemstum tíma, þá var reyndin sú, að þriðjungur þeirra hvala, sem drepnir voru á vertíð 2022 háðu langt dauðastríð. Tjóður dauðans. Sem sagt, þriðji hver skutull sem hittir þó á þau svæði dýranna, sem viðkvæmust eru, og sem ráðlagt er að miða á til að skutullinn geti tætt sig djúpt í blóðríkt hold þeirra. Hann nægir samt ekki til að stytta kvalastríð þeirra. Veiðimenn verða þá að vinna það átakanlega verk, að murka lífið úr tjóðruðu 60 tonna dýri. Í þeim aðförum örlar hvergi á samúð, mannúð og mennsku. Þær hljóta að valda minningum, sem spilla ellidögum þeirra, sem þar eru að verki. Píratinn Gísli Rafn benti á að þessar veiðar væru brot á íslenskum lögum um velferð dýra. Hann spurði. Hver getur svo ætlast til, að ráðherra veiti leyfi til að brjóta íslensk lög. Gísli Rafn var sá eini, sem ræddi tilefni fundarins. Að virða lög um velferð dýra. Tilefni fundarins. Tilefni Svandísar til að fresta hvalveiðum var það eitt að virða Íslensk lög. Það er áhyggjuefni, - sem því miður kemur ekki á óvart, - að talsmenn þingflokka veitast að ráðherra og gera það að sök, að vilja fara að lögum. Þeir kunna ekki að gæta sóma alþingis. Þeir eru smánarblettur, og flokkum sínum til skammar. Hrokinn er yfirgengilegur. Þeir telja sig eiga lögin og lýðræðið. Þeir eru orðnir eins og frekur fíkill sem grípur í þekkta hótun. Fái þeir ekki að ráða, þá hóta þeir sjálfsmorði, - ríkisstjórnarinnar. Ég segi nú bara eins og meirihluti þjóðarinnar: Farið hefur fé betra. Drífið í málinu. Höfundur er rafvirki. Es; Fyrirsögnin er heiti á bók Jóns Jónssonar fræðimanns.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar