Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2023 10:31 Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. Um er ræða viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er ekki bara hægt að minnka sóun heldur líka að endurnýta verðmæti í stað þess að henda þeim og á sama tíma skapa ný verðmæti. Nýjar flokkunartunnur heim að dyrum Næstu vikurnar munu reykvísk heimili fá nýja sorptunnu heim til sín en fyrstu borgarhlutarnir til að fá nýjar tunnur eru Kjalarnes, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur. Árbær og Breiðholt fengu nýjar tunnur í júní, Háaleiti, Bústaðir og Laugardalur fá nýjar tunnur núna í júlí. Íbúar í Miðborg og Hlíðumar fá nýjar tunnur í ágúst og að lokum fær Vesturbær tunnur í september. Hvað og hvernig á að flokka? Við hvert heimili þarf að flokka ruslið í fjóra flokka. Sá fyrsti er pappír og pappi, annar eru plastumbúðir, sá þriðji eru matarleifar og að lokum er blandaður úrgangur. Grendargámum verður fjölgað og þeir munu áfram taka á móti gleri, málum og textíil þannig má ekki setja gler, málma og textíl í blandað úrgang. Hvernig er fyrirkomulagið fyrir mig? Það er munur á tunnum sem sérbýli fá og þær sem enda í fjölbýlum en flokkunarkerfið er það sama. Þar sem eru þrír íbúar eða færri verða tvær tvískiptar tunnu en önnur verður fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og hin fyrir pappír og plast. Á þeim heimilum þar sem íbúar eru fjórir eða fleiri verða þrjár tunnur, ein fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, blá tunna fyrir pappír og græn fyrir plast. Fyrir stærri fjölbýli verða ekki notaðar tvískiptar tunnur heldur heilar tunnur og verður gráu tunnunum skipt út fyrir endurvinnsluefni í stað blandaðs úrgangs. Í minni fjölbýlum þar sem eru þrjár eða færri íbúðir verða notaðar tvískiptar tunnur fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og bláar og grænar tunnur fyrir plast og pappír. Ekki hræðast matarafganga í bréfpokanum Margir Reykvíkingar hafa moltað matarafganga lengi og þekkja ferlið vel en núna þurfa allir, líka þeir sem ekki hafa safnað matarafgöngum áður að gera það. Allir íbúar fá körfur og sérstaka bréfpoka undir matarleifar þegar nýju tunnurnar koma en sérstakt hólf er í tunnunum til að taka við pokunum. Þannig er okkur ekkert að vanbúnaði þegar nýju tunnurnar koma, að safna matarleifum saman en karfan er nett og ætti að passa í langflestar eldhúsinnréttingar. Bréfpokarnir hafa reynst vel á Norðurlöndunum og hlökkum við í fjölskyldunni til að færa okkur úr grænu maíspokunum yfir í bréfpokana þar sem maíspokarnir hafa leyst upp í okkar moltugerð. Hringrásargarður á Álfsnesi Einn ávinningurinn af markvissari flokkun er ný verðmætasköpun. Nú kunna sumir að hrista hausinn og spyrja sig hvernig rusl geti umbreyst í verðmæti.Í pípunum er hringrásargarður á Álfsnesi en þar munu fyrirtæki skiptast á gæðum og þannig verður rusl eins annars auðlind. Þessi skipti hafa fengið það fallega nafn Auðlindastraumur. Starfsemi Sorpu hefur einmitt dregið að sér fyrirtæki eins Atmonia, Björgun og Malbikstöðina sem vinna eða eru að þróa afurðir sem falla til við vinnsluna hjá Sorpu. Árið 2024 er stefnt að því að deiliskipulag svæðisins verði uppfært og verður hringrásargarðurinn hér eftir gerður byggingarhæfur í áföngum. Tækifærin eru óþrjótandi bæði í hvernig hægt er að þróa hringrásargarðinn, efla í takt við þarfir og framtíðaráform þeirra nýsköpunar fyrirtækja sem sjá sér hag í því að búa til ný verðmæti úr hráefni eða orku sem annars færi aflögu. Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Þetta verður áskorun um ný vinnubrögð í hversdagsleikanum fyrir þá sem ekki hafa tileinkað sér flokkun fyrr. Ekki láta deigan síga, þetta venst fljótt, gott að æfa sig í sumarfríinu, fá ungviðið með sér í lið en þau eru einstaklega lipur við að tileinka sér ný vinnubrögð. Það er ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Sorphirða Sorpa Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. Um er ræða viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er ekki bara hægt að minnka sóun heldur líka að endurnýta verðmæti í stað þess að henda þeim og á sama tíma skapa ný verðmæti. Nýjar flokkunartunnur heim að dyrum Næstu vikurnar munu reykvísk heimili fá nýja sorptunnu heim til sín en fyrstu borgarhlutarnir til að fá nýjar tunnur eru Kjalarnes, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur. Árbær og Breiðholt fengu nýjar tunnur í júní, Háaleiti, Bústaðir og Laugardalur fá nýjar tunnur núna í júlí. Íbúar í Miðborg og Hlíðumar fá nýjar tunnur í ágúst og að lokum fær Vesturbær tunnur í september. Hvað og hvernig á að flokka? Við hvert heimili þarf að flokka ruslið í fjóra flokka. Sá fyrsti er pappír og pappi, annar eru plastumbúðir, sá þriðji eru matarleifar og að lokum er blandaður úrgangur. Grendargámum verður fjölgað og þeir munu áfram taka á móti gleri, málum og textíil þannig má ekki setja gler, málma og textíl í blandað úrgang. Hvernig er fyrirkomulagið fyrir mig? Það er munur á tunnum sem sérbýli fá og þær sem enda í fjölbýlum en flokkunarkerfið er það sama. Þar sem eru þrír íbúar eða færri verða tvær tvískiptar tunnu en önnur verður fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og hin fyrir pappír og plast. Á þeim heimilum þar sem íbúar eru fjórir eða fleiri verða þrjár tunnur, ein fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, blá tunna fyrir pappír og græn fyrir plast. Fyrir stærri fjölbýli verða ekki notaðar tvískiptar tunnur heldur heilar tunnur og verður gráu tunnunum skipt út fyrir endurvinnsluefni í stað blandaðs úrgangs. Í minni fjölbýlum þar sem eru þrjár eða færri íbúðir verða notaðar tvískiptar tunnur fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og bláar og grænar tunnur fyrir plast og pappír. Ekki hræðast matarafganga í bréfpokanum Margir Reykvíkingar hafa moltað matarafganga lengi og þekkja ferlið vel en núna þurfa allir, líka þeir sem ekki hafa safnað matarafgöngum áður að gera það. Allir íbúar fá körfur og sérstaka bréfpoka undir matarleifar þegar nýju tunnurnar koma en sérstakt hólf er í tunnunum til að taka við pokunum. Þannig er okkur ekkert að vanbúnaði þegar nýju tunnurnar koma, að safna matarleifum saman en karfan er nett og ætti að passa í langflestar eldhúsinnréttingar. Bréfpokarnir hafa reynst vel á Norðurlöndunum og hlökkum við í fjölskyldunni til að færa okkur úr grænu maíspokunum yfir í bréfpokana þar sem maíspokarnir hafa leyst upp í okkar moltugerð. Hringrásargarður á Álfsnesi Einn ávinningurinn af markvissari flokkun er ný verðmætasköpun. Nú kunna sumir að hrista hausinn og spyrja sig hvernig rusl geti umbreyst í verðmæti.Í pípunum er hringrásargarður á Álfsnesi en þar munu fyrirtæki skiptast á gæðum og þannig verður rusl eins annars auðlind. Þessi skipti hafa fengið það fallega nafn Auðlindastraumur. Starfsemi Sorpu hefur einmitt dregið að sér fyrirtæki eins Atmonia, Björgun og Malbikstöðina sem vinna eða eru að þróa afurðir sem falla til við vinnsluna hjá Sorpu. Árið 2024 er stefnt að því að deiliskipulag svæðisins verði uppfært og verður hringrásargarðurinn hér eftir gerður byggingarhæfur í áföngum. Tækifærin eru óþrjótandi bæði í hvernig hægt er að þróa hringrásargarðinn, efla í takt við þarfir og framtíðaráform þeirra nýsköpunar fyrirtækja sem sjá sér hag í því að búa til ný verðmæti úr hráefni eða orku sem annars færi aflögu. Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Þetta verður áskorun um ný vinnubrögð í hversdagsleikanum fyrir þá sem ekki hafa tileinkað sér flokkun fyrr. Ekki láta deigan síga, þetta venst fljótt, gott að æfa sig í sumarfríinu, fá ungviðið með sér í lið en þau eru einstaklega lipur við að tileinka sér ný vinnubrögð. Það er ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar.
Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun