Tólf ára Íslandsmeistari í tennis | Öruggt hjá Rafni Kumar Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júlí 2023 19:46 Rafn Kumar Bonifacius og Garima Nitinkumar Kalugade. Tennissamband Íslands Hin tólf ára Garima Nitinkumar gerði sér lítið fyrir í dag og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tennis utanhúss þegar hún lagði Sofiu Sóley Jónasdóttur í úrslitaleik. Þær Garima og Sofia Sóley tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigrum á Önnu Soffíu Grönholm og Eygló Dís Ármannsdóttur í undanúrslitum í gær en úrslitaleikurinn í dag var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sofia Sóley vann 6-2 sigur í fyrsta settinu en Garima jafnaði með því að vinna annað settið sömuleiðis 6-2. Í úrslitasettinu náði hin unga Garima 5-2 forystu en Sofiu Sóley tókst að minnka muninn með sigri í næstu lotu. Garima tryggði sér hins vegar Íslandsmeistaratiilinn í næstu lotu, vann þriðja settið 6-3 og leikinn 2-1. Andri Már Eggertsson hitti Garimu að máli eftir leik sem var vitaskuld sátt með titilinn. „Þetta er mjög gaman. Sofia og Anna Soffía eru fyrirmyndir fyrir mér. Sofia spilaði mjög vel í dag og sérstaklega í fyrsta settinu,“ sagði Garima. „Mér fannst ég gefa góðar uppgjafir, eins og alltaf,“ bætti hún við þegar Andri Már spurði hana hvað hefði gengið vel í dag. Hún segist stefna á toppinn. „Mig langar á toppinn, ég og systir mín,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í tennis en Garima varð einnig Íslandsmeistari innanhúss í vetur. Vann pabba sinn í úrslitum Rafn Kumar Bonificius varð Íslandsmeistari í karlaflokki í dag eftir öruggan sigur á föður sínum Raj Bonificius í tveimursettum. Rafn Kumar vann 6-2 í fyrsta setti og 6-1 í öðru og þar með leikinn 2-0. „Það er kannski aðeins öðruvísi þegar maður er að spila við pabba sinn, en það er alltaf gott að vinna,“ sagði Rafn Kumar í samtali við Andra Má eftir leikinn í dag, aðspurður hvort það væri alltaf jafn sætt að vinna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er það ekkert sérstaklega skemmtilegt, þetta er aðeins of nálægt manni. Auðvitað er þetta alveg gaman en þetta var skemmtilegra fyrir tólf árum þegar hann var um fertugt og ég yngri en tvítugt. Þetta lítur kannski svolítið skringilega út í dag.“ Hann segist hafa átt von á öruggum sigri. „Ég bjóst alveg við því. Hann spilaði aðeins betur en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Rafn Kumar sem sagðist gera ráð fyrir að pabbi hans væri þreyttari aðilinn eftir leikinn. Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira
Þær Garima og Sofia Sóley tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigrum á Önnu Soffíu Grönholm og Eygló Dís Ármannsdóttur í undanúrslitum í gær en úrslitaleikurinn í dag var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sofia Sóley vann 6-2 sigur í fyrsta settinu en Garima jafnaði með því að vinna annað settið sömuleiðis 6-2. Í úrslitasettinu náði hin unga Garima 5-2 forystu en Sofiu Sóley tókst að minnka muninn með sigri í næstu lotu. Garima tryggði sér hins vegar Íslandsmeistaratiilinn í næstu lotu, vann þriðja settið 6-3 og leikinn 2-1. Andri Már Eggertsson hitti Garimu að máli eftir leik sem var vitaskuld sátt með titilinn. „Þetta er mjög gaman. Sofia og Anna Soffía eru fyrirmyndir fyrir mér. Sofia spilaði mjög vel í dag og sérstaklega í fyrsta settinu,“ sagði Garima. „Mér fannst ég gefa góðar uppgjafir, eins og alltaf,“ bætti hún við þegar Andri Már spurði hana hvað hefði gengið vel í dag. Hún segist stefna á toppinn. „Mig langar á toppinn, ég og systir mín,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í tennis en Garima varð einnig Íslandsmeistari innanhúss í vetur. Vann pabba sinn í úrslitum Rafn Kumar Bonificius varð Íslandsmeistari í karlaflokki í dag eftir öruggan sigur á föður sínum Raj Bonificius í tveimursettum. Rafn Kumar vann 6-2 í fyrsta setti og 6-1 í öðru og þar með leikinn 2-0. „Það er kannski aðeins öðruvísi þegar maður er að spila við pabba sinn, en það er alltaf gott að vinna,“ sagði Rafn Kumar í samtali við Andra Má eftir leikinn í dag, aðspurður hvort það væri alltaf jafn sætt að vinna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er það ekkert sérstaklega skemmtilegt, þetta er aðeins of nálægt manni. Auðvitað er þetta alveg gaman en þetta var skemmtilegra fyrir tólf árum þegar hann var um fertugt og ég yngri en tvítugt. Þetta lítur kannski svolítið skringilega út í dag.“ Hann segist hafa átt von á öruggum sigri. „Ég bjóst alveg við því. Hann spilaði aðeins betur en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Rafn Kumar sem sagðist gera ráð fyrir að pabbi hans væri þreyttari aðilinn eftir leikinn.
Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira