Tólf ára Íslandsmeistari í tennis | Öruggt hjá Rafni Kumar Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júlí 2023 19:46 Rafn Kumar Bonifacius og Garima Nitinkumar Kalugade. Tennissamband Íslands Hin tólf ára Garima Nitinkumar gerði sér lítið fyrir í dag og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tennis utanhúss þegar hún lagði Sofiu Sóley Jónasdóttur í úrslitaleik. Þær Garima og Sofia Sóley tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigrum á Önnu Soffíu Grönholm og Eygló Dís Ármannsdóttur í undanúrslitum í gær en úrslitaleikurinn í dag var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sofia Sóley vann 6-2 sigur í fyrsta settinu en Garima jafnaði með því að vinna annað settið sömuleiðis 6-2. Í úrslitasettinu náði hin unga Garima 5-2 forystu en Sofiu Sóley tókst að minnka muninn með sigri í næstu lotu. Garima tryggði sér hins vegar Íslandsmeistaratiilinn í næstu lotu, vann þriðja settið 6-3 og leikinn 2-1. Andri Már Eggertsson hitti Garimu að máli eftir leik sem var vitaskuld sátt með titilinn. „Þetta er mjög gaman. Sofia og Anna Soffía eru fyrirmyndir fyrir mér. Sofia spilaði mjög vel í dag og sérstaklega í fyrsta settinu,“ sagði Garima. „Mér fannst ég gefa góðar uppgjafir, eins og alltaf,“ bætti hún við þegar Andri Már spurði hana hvað hefði gengið vel í dag. Hún segist stefna á toppinn. „Mig langar á toppinn, ég og systir mín,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í tennis en Garima varð einnig Íslandsmeistari innanhúss í vetur. Vann pabba sinn í úrslitum Rafn Kumar Bonificius varð Íslandsmeistari í karlaflokki í dag eftir öruggan sigur á föður sínum Raj Bonificius í tveimursettum. Rafn Kumar vann 6-2 í fyrsta setti og 6-1 í öðru og þar með leikinn 2-0. „Það er kannski aðeins öðruvísi þegar maður er að spila við pabba sinn, en það er alltaf gott að vinna,“ sagði Rafn Kumar í samtali við Andra Má eftir leikinn í dag, aðspurður hvort það væri alltaf jafn sætt að vinna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er það ekkert sérstaklega skemmtilegt, þetta er aðeins of nálægt manni. Auðvitað er þetta alveg gaman en þetta var skemmtilegra fyrir tólf árum þegar hann var um fertugt og ég yngri en tvítugt. Þetta lítur kannski svolítið skringilega út í dag.“ Hann segist hafa átt von á öruggum sigri. „Ég bjóst alveg við því. Hann spilaði aðeins betur en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Rafn Kumar sem sagðist gera ráð fyrir að pabbi hans væri þreyttari aðilinn eftir leikinn. Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sjá meira
Þær Garima og Sofia Sóley tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigrum á Önnu Soffíu Grönholm og Eygló Dís Ármannsdóttur í undanúrslitum í gær en úrslitaleikurinn í dag var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sofia Sóley vann 6-2 sigur í fyrsta settinu en Garima jafnaði með því að vinna annað settið sömuleiðis 6-2. Í úrslitasettinu náði hin unga Garima 5-2 forystu en Sofiu Sóley tókst að minnka muninn með sigri í næstu lotu. Garima tryggði sér hins vegar Íslandsmeistaratiilinn í næstu lotu, vann þriðja settið 6-3 og leikinn 2-1. Andri Már Eggertsson hitti Garimu að máli eftir leik sem var vitaskuld sátt með titilinn. „Þetta er mjög gaman. Sofia og Anna Soffía eru fyrirmyndir fyrir mér. Sofia spilaði mjög vel í dag og sérstaklega í fyrsta settinu,“ sagði Garima. „Mér fannst ég gefa góðar uppgjafir, eins og alltaf,“ bætti hún við þegar Andri Már spurði hana hvað hefði gengið vel í dag. Hún segist stefna á toppinn. „Mig langar á toppinn, ég og systir mín,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í tennis en Garima varð einnig Íslandsmeistari innanhúss í vetur. Vann pabba sinn í úrslitum Rafn Kumar Bonificius varð Íslandsmeistari í karlaflokki í dag eftir öruggan sigur á föður sínum Raj Bonificius í tveimursettum. Rafn Kumar vann 6-2 í fyrsta setti og 6-1 í öðru og þar með leikinn 2-0. „Það er kannski aðeins öðruvísi þegar maður er að spila við pabba sinn, en það er alltaf gott að vinna,“ sagði Rafn Kumar í samtali við Andra Má eftir leikinn í dag, aðspurður hvort það væri alltaf jafn sætt að vinna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er það ekkert sérstaklega skemmtilegt, þetta er aðeins of nálægt manni. Auðvitað er þetta alveg gaman en þetta var skemmtilegra fyrir tólf árum þegar hann var um fertugt og ég yngri en tvítugt. Þetta lítur kannski svolítið skringilega út í dag.“ Hann segist hafa átt von á öruggum sigri. „Ég bjóst alveg við því. Hann spilaði aðeins betur en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Rafn Kumar sem sagðist gera ráð fyrir að pabbi hans væri þreyttari aðilinn eftir leikinn.
Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sjá meira