Til hvers að nenna í rekstur? Stefanía K. Ásbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2023 13:01 Flest kjósum við að ganga í hóp launafólks á lífsleiðinni, fæst kjósum við að hefja eigin rekstur og stofna fyrirtæki, þrátt fyrir að því fylgi fjölmargir kostir. Með öðrum orðum þá veljum við flest öryggi fram yfir áhættu. Það gætum við hins vegar ekki ef ekki væri fyrir þau fáu sem ákveða að demba sér í fyrirtækjarekstur. Að sama skapi er ómögulegt að reka fyrirtæki ef enginn hefur áhuga á að starfa þar. Hvers vegna kjósa ekki fleiri rekstur fram yfir örugga launatékka? Þó fólk sé eins misjafnt og það er margt þá er munurinn á fyrirtækjaeigendum og launafólki ekki mikill – allir vilja hafa í sig og á. Í tilfelli launafólks er iðulega samið um kaup og kjör sem greidd eru út við hver mánaðamót, hvort sem fyrirtækinu gengur vel eða illa, afkoma launafólks er þannig ekki háð afkomu fyrirtækisins nema að litlu leyti. Afkoma þess sem á og rekur fyrirtæki veltur aftur á móti fyllilega á afkomu þess. Reksturinn þarf að ganga vel, eða hafa gengið vel, svo hægt sé að greiða út arð til eigenda. Þetta er áhættan sem fyrirtækjaeigendur taka en launafólk ekki, og enn er ekki öll sagan sögð, að auki kostar að koma fyrirtæki á laggirnar. Einhver er iðulega startkostnaðurinn, peningur sem bundinn er í rekstri fyrirtækisins er peningur sem eigendur þess geta ekki nýtt til annarra verka. Eðli máls samkvæmt myndu fáir sætta sig við að leggja háa fjárhæð inn á bundna, lokaða, bankabók og fá af því enga vexti. Að sama skapi vænta eigendur fyrirtækja þess að sá peningur sem þeir binda í fyrirtækjum sínum ávaxtist. Til þess að svo sé þarf reksturinn að ganga vel og skila hagnaði. Þegar syrtir í álinn og efnahagsaðstæður versna reynir á í rekstri fyrirtækja, ekki síður en rekstri heimila. Meginhlutverk þeirra sem stýra fyrirtækjum er að standa vörð um reksturinn - starfsfólki og eigendum til hagsbóta – og reyna hvað þeir geta að halda honum réttu megin við núllið, annars er hættan auðvitað sú að fyrirtækið þurfi að leggja upp laupana. Á því græðir enginn. Kostnaðarhækkunum, eins og þeim sem dunið hafa á samfélaginu síðustu misseri, þurfa fyrirtæki því að mæta með hagræðingu, til dæmis með því að segja upp fólki, eða verðhækkunum. Hagræðingin hefur þó sín náttúrulegu takmörk. Þegar fyrirtæki sjá ekki lengur tækifæri til hagræðingar kemur að því að þau neyðast til að velta kostnaðarhækkunum, að minnsta kosti að hluta, út í verðlagið. Hagnaðurinn getur ekki tekið höggið endalaust. Halda þarf rekstrinum réttu megin við núllið. Undanfarið hefur farið mikið fyrir þeim sem vilja kenna fyrirtækjum alfarið um þá verðbólgu sem geisað hefur hér á landi um nokkurt skeið. Fyrirtæki hafi aukið hagnað sinn með því að hækka verð umfram kostnað og samhliða valdið samfélaginu gífurlegu tjóni í formi aukinnar verðbólgu. Eðli máls samkvæmt felur verðbólga það í sér að verð hafi hækkað en slíkt gerist ekki nema fyrirtæki hafi tekið ákvörðun um að hækka hafi þurft verð. Það er hins vegar ekki svo að fyrirtæki geti hækkað verð eins og þeim lystir, án afleiðinga, það er að segja, án þess að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu dragist saman. Fá, ef einhver, fyrirtæki búa svo vel. Illa ígrundaðar verðhækkanir geta leitt til þess að tekjur fyrirtækis dragast saman og hagnaðurinn samhliða, til dæmis vegna þess að neytendur leita í aðrar sambærilegar vörur. Gengur það þvert á meginmarkmið rekstrar. Fyrirtæki hækka því ekki verð að gamni sínu. Það er því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers vegna fyrirtæki hafa fundið sig knúin til að hækka verð að þessu sinni. Líkt og alþjóð veit truflaði heimsfaraldur bæði framleiðslu og flutninga víðsvegar um heiminn sem olli vöntun og verðhækkunum á ýmsum vörum. Stríðið í Úkraínu bætti síðan gráu ofan á svart. Eyðsluþorsti heimila og hins opinbera í kjölfar heimsfaraldurs og erfiðleikar fyrirtækja við að mæta þeirri auknu eftirspurn með auknu framboði hafa einnig gefið tilefni til verðhækkana. Þá eru ónefndar kostnaðarhækkanir sem íslensk fyrirtæki hafa borið í formi launahækkana undanfarin ár. Það má vera ljóst að gífurleg einföldun felst í þeirri staðhæfingu að fyrirtæki geti ein og óstudd borið ábyrgð á verðbólgu. Hér er engin þörf á að velta fyrir sér hvort hafi komið á undan, eggið eða hænan. Höfundur er hagfræðingur á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Flest kjósum við að ganga í hóp launafólks á lífsleiðinni, fæst kjósum við að hefja eigin rekstur og stofna fyrirtæki, þrátt fyrir að því fylgi fjölmargir kostir. Með öðrum orðum þá veljum við flest öryggi fram yfir áhættu. Það gætum við hins vegar ekki ef ekki væri fyrir þau fáu sem ákveða að demba sér í fyrirtækjarekstur. Að sama skapi er ómögulegt að reka fyrirtæki ef enginn hefur áhuga á að starfa þar. Hvers vegna kjósa ekki fleiri rekstur fram yfir örugga launatékka? Þó fólk sé eins misjafnt og það er margt þá er munurinn á fyrirtækjaeigendum og launafólki ekki mikill – allir vilja hafa í sig og á. Í tilfelli launafólks er iðulega samið um kaup og kjör sem greidd eru út við hver mánaðamót, hvort sem fyrirtækinu gengur vel eða illa, afkoma launafólks er þannig ekki háð afkomu fyrirtækisins nema að litlu leyti. Afkoma þess sem á og rekur fyrirtæki veltur aftur á móti fyllilega á afkomu þess. Reksturinn þarf að ganga vel, eða hafa gengið vel, svo hægt sé að greiða út arð til eigenda. Þetta er áhættan sem fyrirtækjaeigendur taka en launafólk ekki, og enn er ekki öll sagan sögð, að auki kostar að koma fyrirtæki á laggirnar. Einhver er iðulega startkostnaðurinn, peningur sem bundinn er í rekstri fyrirtækisins er peningur sem eigendur þess geta ekki nýtt til annarra verka. Eðli máls samkvæmt myndu fáir sætta sig við að leggja háa fjárhæð inn á bundna, lokaða, bankabók og fá af því enga vexti. Að sama skapi vænta eigendur fyrirtækja þess að sá peningur sem þeir binda í fyrirtækjum sínum ávaxtist. Til þess að svo sé þarf reksturinn að ganga vel og skila hagnaði. Þegar syrtir í álinn og efnahagsaðstæður versna reynir á í rekstri fyrirtækja, ekki síður en rekstri heimila. Meginhlutverk þeirra sem stýra fyrirtækjum er að standa vörð um reksturinn - starfsfólki og eigendum til hagsbóta – og reyna hvað þeir geta að halda honum réttu megin við núllið, annars er hættan auðvitað sú að fyrirtækið þurfi að leggja upp laupana. Á því græðir enginn. Kostnaðarhækkunum, eins og þeim sem dunið hafa á samfélaginu síðustu misseri, þurfa fyrirtæki því að mæta með hagræðingu, til dæmis með því að segja upp fólki, eða verðhækkunum. Hagræðingin hefur þó sín náttúrulegu takmörk. Þegar fyrirtæki sjá ekki lengur tækifæri til hagræðingar kemur að því að þau neyðast til að velta kostnaðarhækkunum, að minnsta kosti að hluta, út í verðlagið. Hagnaðurinn getur ekki tekið höggið endalaust. Halda þarf rekstrinum réttu megin við núllið. Undanfarið hefur farið mikið fyrir þeim sem vilja kenna fyrirtækjum alfarið um þá verðbólgu sem geisað hefur hér á landi um nokkurt skeið. Fyrirtæki hafi aukið hagnað sinn með því að hækka verð umfram kostnað og samhliða valdið samfélaginu gífurlegu tjóni í formi aukinnar verðbólgu. Eðli máls samkvæmt felur verðbólga það í sér að verð hafi hækkað en slíkt gerist ekki nema fyrirtæki hafi tekið ákvörðun um að hækka hafi þurft verð. Það er hins vegar ekki svo að fyrirtæki geti hækkað verð eins og þeim lystir, án afleiðinga, það er að segja, án þess að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu dragist saman. Fá, ef einhver, fyrirtæki búa svo vel. Illa ígrundaðar verðhækkanir geta leitt til þess að tekjur fyrirtækis dragast saman og hagnaðurinn samhliða, til dæmis vegna þess að neytendur leita í aðrar sambærilegar vörur. Gengur það þvert á meginmarkmið rekstrar. Fyrirtæki hækka því ekki verð að gamni sínu. Það er því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers vegna fyrirtæki hafa fundið sig knúin til að hækka verð að þessu sinni. Líkt og alþjóð veit truflaði heimsfaraldur bæði framleiðslu og flutninga víðsvegar um heiminn sem olli vöntun og verðhækkunum á ýmsum vörum. Stríðið í Úkraínu bætti síðan gráu ofan á svart. Eyðsluþorsti heimila og hins opinbera í kjölfar heimsfaraldurs og erfiðleikar fyrirtækja við að mæta þeirri auknu eftirspurn með auknu framboði hafa einnig gefið tilefni til verðhækkana. Þá eru ónefndar kostnaðarhækkanir sem íslensk fyrirtæki hafa borið í formi launahækkana undanfarin ár. Það má vera ljóst að gífurleg einföldun felst í þeirri staðhæfingu að fyrirtæki geti ein og óstudd borið ábyrgð á verðbólgu. Hér er engin þörf á að velta fyrir sér hvort hafi komið á undan, eggið eða hænan. Höfundur er hagfræðingur á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun