Páll segir „hvellskýrt“ að fjármálaráðherra beri ábyrgð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2023 14:27 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið ómyrkur í máli um framkvæmd Íslandsbankasölunnar allt frá því hún var framkvæmd fyrir rúmu ári. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra. Páll hefur verið afar gagnrýninn á framkvæmd útboðsins alveg frá upphafi en nokkrum vikum eftir útboðið skrifaði hann færslu á Facebook sem fór sem eldur í sinu þar sem hann finnur að því að afsláttur af skráðu dagslokagengi hlutabréfa í Íslandsbanka hafi verið gefinn í hlutafjárútboðinu eða því sem nemur rúmum fjórum prósentum. „Þetta svo sem sýnir það sem ég og ýmsir fleiri héldum fram í upphafi að þetta útboð er klúður og það er eiginlega alveg sama hvar á það er litið. Þetta kom fram strax í upphafi að þetta var siðlítið, ósiðlegt,“ sagði Páll í viðtalinu í morgun. Þar sagði hann að útboðið hafi bæði verið ósiðlegt og að almenningur hafi ekki fengið hámarksverð fyrir sinn hlut. Skýrsla FME sýni þá ofan á allt að lögbrot hafi verið framin við framkvæmdina. Páll sagði þá að ábyrgðarkeðjan sé skýr, „Þetta er þannig að Alþingi, fyrir hönd þjóðarinnar, felur fjármálaráðherra í lögum að framkvæma þessa sölu. Hann hefur endanlegt ákvörðunarvald um söluferlið. Og þar sem endanlegt ákvörðunarvald liggur, þar liggur líka endanleg ábyrgð.“ Fjármálaráðherra beri ábyrgð á því hverja hann veldi til verksins og þá endanlega pólitíska ábyrgð gagnvart þingi og þjóð. Snærós Sindradóttir, annar tveggja þáttastjórnenda Morgunútvarpsins, innti Pál eftir skýrari svörum og spurði hreint út hvort Páll væri með orðum sínum að kalla eftir því að fjármálaráðherra stígi til hliðar. Páll svaraði því til að menn geti axlað sína ábyrgð með ýmsum hætti. „Það er kannski meginatriði að menn skilji hana sjálfir og viðurkenni hana og séu ekki svona einhvern veginn að ýta þessu öllu frá sér. Ég er ekkert að kalla eftir því. Auðvitað verður fjármálaráðherra bara að gera það upp við sjálfan sig hvar hann hefur misstigið sig í þessu máli og hvort það sé þess eðlis að hann þurfi að hugsa sinn gang, en ég er ekkert endilega að segja að það sé hin eðlilega eða rökrétta leið í þessu,“ segir Páll og bætir við að það sé aftur á móti „hvellskýrt“ í hans huga að ábyrgðin sé hjá fjármálaráðherra. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Páll hefur verið afar gagnrýninn á framkvæmd útboðsins alveg frá upphafi en nokkrum vikum eftir útboðið skrifaði hann færslu á Facebook sem fór sem eldur í sinu þar sem hann finnur að því að afsláttur af skráðu dagslokagengi hlutabréfa í Íslandsbanka hafi verið gefinn í hlutafjárútboðinu eða því sem nemur rúmum fjórum prósentum. „Þetta svo sem sýnir það sem ég og ýmsir fleiri héldum fram í upphafi að þetta útboð er klúður og það er eiginlega alveg sama hvar á það er litið. Þetta kom fram strax í upphafi að þetta var siðlítið, ósiðlegt,“ sagði Páll í viðtalinu í morgun. Þar sagði hann að útboðið hafi bæði verið ósiðlegt og að almenningur hafi ekki fengið hámarksverð fyrir sinn hlut. Skýrsla FME sýni þá ofan á allt að lögbrot hafi verið framin við framkvæmdina. Páll sagði þá að ábyrgðarkeðjan sé skýr, „Þetta er þannig að Alþingi, fyrir hönd þjóðarinnar, felur fjármálaráðherra í lögum að framkvæma þessa sölu. Hann hefur endanlegt ákvörðunarvald um söluferlið. Og þar sem endanlegt ákvörðunarvald liggur, þar liggur líka endanleg ábyrgð.“ Fjármálaráðherra beri ábyrgð á því hverja hann veldi til verksins og þá endanlega pólitíska ábyrgð gagnvart þingi og þjóð. Snærós Sindradóttir, annar tveggja þáttastjórnenda Morgunútvarpsins, innti Pál eftir skýrari svörum og spurði hreint út hvort Páll væri með orðum sínum að kalla eftir því að fjármálaráðherra stígi til hliðar. Páll svaraði því til að menn geti axlað sína ábyrgð með ýmsum hætti. „Það er kannski meginatriði að menn skilji hana sjálfir og viðurkenni hana og séu ekki svona einhvern veginn að ýta þessu öllu frá sér. Ég er ekkert að kalla eftir því. Auðvitað verður fjármálaráðherra bara að gera það upp við sjálfan sig hvar hann hefur misstigið sig í þessu máli og hvort það sé þess eðlis að hann þurfi að hugsa sinn gang, en ég er ekkert endilega að segja að það sé hin eðlilega eða rökrétta leið í þessu,“ segir Páll og bætir við að það sé aftur á móti „hvellskýrt“ í hans huga að ábyrgðin sé hjá fjármálaráðherra.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00
Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00