Í tilefni aðalfundar Atvinnufjelagsins Sigmar Vilhjálmsson skrifar 27. júní 2023 14:30 Starfssemi og rekstur Atvinnufjelagsins hefur frá upphafi byggst á sjálfboðavinnu stjórnarmanna. Félagið er í uppbyggingu og allir sem koma að starfi félagsins gera sér grein fyrir því að um er að ræða langhlaup til þess að breyta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Verkefnið er risavaxið og kostnaðarsamt. Öll félagsgjöld félagsins liggja nánast óhögguð á reikningi félagsins, að undanskyldum grunnkostnaði við endurskoðun, lögfræðiþjónustu og bókhaldskerfis. Ætlunin er að safna upp fé í sjóðum félagsins til þess að geta einn daginn ráðið starfsmann og starfsmenn til að sinna hagsmunagæslu og fræðslustarfi félagsmanna. Enda ljóst að þeir sem að félaginu koma eru sjálfir atvinnurekendur og hafa fullt fang af viðfangsefnum í sínum eigin rekstri. Óeigingjörn vinna þeirra hefur því verið unnin utan vinnutíma eða hreinlega rýmt til í dagskránni til að sinna hagsmunamálum félagsmanna. Öll gerum við okkur grein fyrir því að slíkt fyrirkomulag gengur ekki til lengdar og með slíku fyrirkomulagi vinnast sigrarnir hægt. Til þess að taka næstu skref í félaginu þá þarf að safna fleiri félagsmönnum og tryggja það að þeir sem hafa skráð sig í félagið hafi þolinmæði fyrir vexti félagsins og greiði iðgjöld samviskusamlega. Það er því mjög mikilvægt fyrir félagsmenn að hafa úthald og þolinmæði fyrir vexti félagsins, enda eru málefni félagsins gríðarlega mikilvæg fyrir öll lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Síðustu mánuðir og ár hafa sýnt okkur, svo ekki verður um villst, að þörfin á því að stjórnvöld sýni litlum og meðalstórum fyrirtækjum hér á landi meiri skilning er gríðarlega mikil. Gjaldskrár hins opinbera og skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi liggja hlutfallslega þyngra á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er ekkert sem réttlætir slíkt ójafnvægi. Kjaramál hafa sjaldan verið í meiri ólestri þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki haft svo mikið sem eina rödd. Samt eru lítil og meðalstór fyrirtæki yfir 90% allra fyrirtækja á Íslandi. Það má því segja að nánast allt atvinnulífið sé fast á milli deilna stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa launahækkanir opinberra starfsmanna sjaldan verið meiri og bara það að opinberir starfsmenn séu með hærri meðallaun en almennur vinnumarkaður sýnir á hversu miklum villigötum launa- og kjaramál eru hér á landi. Ef lítil og meðalstór fyrirtæki sameinast í einu og sama félaginu, þá er slagkraftur slíks félags það mikill að ekki verður hægt horft framhjá því. Allir atvinnurekendur og ráðamenn sem kynna sér baráttumál Atvinnufjélagsins eru sammála um að þetta sé réttlætismál. Hér eru ekki á ferðinni sérhagsmunir heldur almennir hagsmunir og leiðrétting á kerfi sem hefur misst algjörlega taktinn við atvinnulífið í landinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að allir atvinnurekendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sameinist og styrki stoðir Atvinnufjelagsins með skráningu og félagsgjöldum. Því fyrr sem félagið verður stórt, því fyrr næst árangur sem skiptir máli. Vil ég hvetja alla atvinnurekendur til þess að mæta á aðalfund Atvinnufjelagsins, miðvikudaginn 28. Júní kl. 16.30 á Grand Hótel. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Starfssemi og rekstur Atvinnufjelagsins hefur frá upphafi byggst á sjálfboðavinnu stjórnarmanna. Félagið er í uppbyggingu og allir sem koma að starfi félagsins gera sér grein fyrir því að um er að ræða langhlaup til þess að breyta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Verkefnið er risavaxið og kostnaðarsamt. Öll félagsgjöld félagsins liggja nánast óhögguð á reikningi félagsins, að undanskyldum grunnkostnaði við endurskoðun, lögfræðiþjónustu og bókhaldskerfis. Ætlunin er að safna upp fé í sjóðum félagsins til þess að geta einn daginn ráðið starfsmann og starfsmenn til að sinna hagsmunagæslu og fræðslustarfi félagsmanna. Enda ljóst að þeir sem að félaginu koma eru sjálfir atvinnurekendur og hafa fullt fang af viðfangsefnum í sínum eigin rekstri. Óeigingjörn vinna þeirra hefur því verið unnin utan vinnutíma eða hreinlega rýmt til í dagskránni til að sinna hagsmunamálum félagsmanna. Öll gerum við okkur grein fyrir því að slíkt fyrirkomulag gengur ekki til lengdar og með slíku fyrirkomulagi vinnast sigrarnir hægt. Til þess að taka næstu skref í félaginu þá þarf að safna fleiri félagsmönnum og tryggja það að þeir sem hafa skráð sig í félagið hafi þolinmæði fyrir vexti félagsins og greiði iðgjöld samviskusamlega. Það er því mjög mikilvægt fyrir félagsmenn að hafa úthald og þolinmæði fyrir vexti félagsins, enda eru málefni félagsins gríðarlega mikilvæg fyrir öll lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Síðustu mánuðir og ár hafa sýnt okkur, svo ekki verður um villst, að þörfin á því að stjórnvöld sýni litlum og meðalstórum fyrirtækjum hér á landi meiri skilning er gríðarlega mikil. Gjaldskrár hins opinbera og skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi liggja hlutfallslega þyngra á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er ekkert sem réttlætir slíkt ójafnvægi. Kjaramál hafa sjaldan verið í meiri ólestri þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki haft svo mikið sem eina rödd. Samt eru lítil og meðalstór fyrirtæki yfir 90% allra fyrirtækja á Íslandi. Það má því segja að nánast allt atvinnulífið sé fast á milli deilna stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa launahækkanir opinberra starfsmanna sjaldan verið meiri og bara það að opinberir starfsmenn séu með hærri meðallaun en almennur vinnumarkaður sýnir á hversu miklum villigötum launa- og kjaramál eru hér á landi. Ef lítil og meðalstór fyrirtæki sameinast í einu og sama félaginu, þá er slagkraftur slíks félags það mikill að ekki verður hægt horft framhjá því. Allir atvinnurekendur og ráðamenn sem kynna sér baráttumál Atvinnufjélagsins eru sammála um að þetta sé réttlætismál. Hér eru ekki á ferðinni sérhagsmunir heldur almennir hagsmunir og leiðrétting á kerfi sem hefur misst algjörlega taktinn við atvinnulífið í landinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að allir atvinnurekendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sameinist og styrki stoðir Atvinnufjelagsins með skráningu og félagsgjöldum. Því fyrr sem félagið verður stórt, því fyrr næst árangur sem skiptir máli. Vil ég hvetja alla atvinnurekendur til þess að mæta á aðalfund Atvinnufjelagsins, miðvikudaginn 28. Júní kl. 16.30 á Grand Hótel. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun