Titanic-leikarinn Lew Palter látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 10:05 Skjáskot úr Titanic þar sem hjónin Isidor og Ida Straus leggjast upp í rúm og bíða kaldrar grafar. Skjáskot/Youtube Leikarinn Lew Palter, þekktastur fyrir leik sinn í Titanic, lést þann 21. maí síðastliðinn á heimili sínu í Los Angeles af völdum lungnakrabbameins, 94 ára að aldri. Palter sem fæddist árið 1928 í Brooklyn menntaði sig í leiklist og átti farsælan feril á sviði sem bæði leikari og leikstjóri. Á seinni hluta sjöunda áratugarins hóf Palter að leika í kvikmyndum og sjónvarpi, yfirleitt sem aukaleikari í smáhlutverkum. Hans þekktasta og stærsta hlutverk er vafalaust þegar hann lék Isidor Straus, viðskiptamann og stofnanda verslunarkeðjunnar Macy's, í myndinni Titanic eftir James Cameron frá 1997. Í frægri senu í myndinni sjást hjónin Ida og Isidor Straus faðmast uppi í rúmi á meðan sjórinn fyllir skipið. Þá var sena sem komst ekki í myndina þar sem Isidor neitar plássi á björgunarbát af því hann vill leyfa öllum konum og börnum að fara í bátinn fyrst. Ida neitar plássinu líka, vill halda heiðri við hjónaband sitt og verða eftir hjá manni sínum á sökkvandi skipinu. Fréttirnar af andláti Palter berast stuttu eftir OceanGate-harmleikinn þar sem fimm farþegar kafbátsins Titan létust þegar farartækið sprakk á leið sinni niður að Titanic-flakinu sem ferðalangarnir ætluðu að kanna. James Cameron sem leikstýrði Titanic og þekkir vel til neðansjávarköfunar segir undravert hve lík örlög Titanic og Titan væru. Bæði farartæki hefðu farist vegna skipstjóra sem hlustuðu ekki á aðvaranir og sigldu hraðbyri út í dauðann. Þá er sérstaklega áhugavert að Wendy Rush, ekkja Stockton Rush, forstjóra OceanGate sem lést um borð í Titan, er afkomandi þeirra Isidors og Idu Straus sem fórust með Titanic árið 1912. Bæði langalangafi og langalangamma Wendy Rush og eiginmaður hennar létust því á svipuðum slóðum. Titanic Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Áður óséð myndefni af Titanic Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Meirihluti myndefnisins, sem tekið var upp árið 1986, hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings. 16. febrúar 2023 13:10 Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02 The Omen og Titanic-leikarinn David Warner er látinn Leikarinn David Warner er látinn, áttatíu ára að aldri. Warner er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Omen, Titanic, Tron og sjónvarpsmyndinni A Christmas Carol. 26. júlí 2022 08:35 Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Palter sem fæddist árið 1928 í Brooklyn menntaði sig í leiklist og átti farsælan feril á sviði sem bæði leikari og leikstjóri. Á seinni hluta sjöunda áratugarins hóf Palter að leika í kvikmyndum og sjónvarpi, yfirleitt sem aukaleikari í smáhlutverkum. Hans þekktasta og stærsta hlutverk er vafalaust þegar hann lék Isidor Straus, viðskiptamann og stofnanda verslunarkeðjunnar Macy's, í myndinni Titanic eftir James Cameron frá 1997. Í frægri senu í myndinni sjást hjónin Ida og Isidor Straus faðmast uppi í rúmi á meðan sjórinn fyllir skipið. Þá var sena sem komst ekki í myndina þar sem Isidor neitar plássi á björgunarbát af því hann vill leyfa öllum konum og börnum að fara í bátinn fyrst. Ida neitar plássinu líka, vill halda heiðri við hjónaband sitt og verða eftir hjá manni sínum á sökkvandi skipinu. Fréttirnar af andláti Palter berast stuttu eftir OceanGate-harmleikinn þar sem fimm farþegar kafbátsins Titan létust þegar farartækið sprakk á leið sinni niður að Titanic-flakinu sem ferðalangarnir ætluðu að kanna. James Cameron sem leikstýrði Titanic og þekkir vel til neðansjávarköfunar segir undravert hve lík örlög Titanic og Titan væru. Bæði farartæki hefðu farist vegna skipstjóra sem hlustuðu ekki á aðvaranir og sigldu hraðbyri út í dauðann. Þá er sérstaklega áhugavert að Wendy Rush, ekkja Stockton Rush, forstjóra OceanGate sem lést um borð í Titan, er afkomandi þeirra Isidors og Idu Straus sem fórust með Titanic árið 1912. Bæði langalangafi og langalangamma Wendy Rush og eiginmaður hennar létust því á svipuðum slóðum.
Titanic Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Áður óséð myndefni af Titanic Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Meirihluti myndefnisins, sem tekið var upp árið 1986, hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings. 16. febrúar 2023 13:10 Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02 The Omen og Titanic-leikarinn David Warner er látinn Leikarinn David Warner er látinn, áttatíu ára að aldri. Warner er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Omen, Titanic, Tron og sjónvarpsmyndinni A Christmas Carol. 26. júlí 2022 08:35 Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Áður óséð myndefni af Titanic Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Meirihluti myndefnisins, sem tekið var upp árið 1986, hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings. 16. febrúar 2023 13:10
Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02
The Omen og Titanic-leikarinn David Warner er látinn Leikarinn David Warner er látinn, áttatíu ára að aldri. Warner er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Omen, Titanic, Tron og sjónvarpsmyndinni A Christmas Carol. 26. júlí 2022 08:35