Hvort um einsdæmi sé að ræða í efstu deild karla á þessari öld eður ei fæli í sér rannsóknarvinnu sem tæki lengri tíma heldur en hefðbundin háskólagráða. Að því sögðu er nokkuð magnað að sjá lið stilla upp liði sem inniheldur 10 uppalda leikmenn.
Í beinni: HK - Breiðablik | Síðast höfðu nýliðarnir betur í spennutrylli
Mosfellingurinn Anton Ari Einarsson stendur á milli stanganna. Þar fyrir framan eru Kópavogsbúarnir:
- Höskuldur Gunnlaugsson
- Arnór Sveinn Aðalsteinsson
- Alexander Helgi Sigurðarson
- Viktor Karl Einarsson
- Kristinn Steindórsson
- Gísli Eyjólfsson
- Anton Logi Lúðvíksson
- Viktor Örn Margeirsson
- Stefán Ingi Sigurðarson
- Andri Rafn Yeoman.
Allir útileikmenn uppaldir Blikar - beint úr Hákon Sverrisson skólinn https://t.co/gu0K4ED9qF
— Flosi Eiríksson (@FEiriksson) June 23, 2023
Leikur HK og Breiðabliks er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þegar þessi frétt er skrifuð er hálfleikur og staðan 2-1 HK í vil.