Lífið

Travis Scott á landinu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rappararnir tveir, Daniil og Travis Scott, hittust á hamborgarastað á Íslandi.
Rappararnir tveir, Daniil og Travis Scott, hittust á hamborgarastað á Íslandi. skjáskot

Bandaríski rapparinn Travis Scott er þessa dagana á Íslandi.

Samkvæmt miðlum vestanhafs er rapparinn hér á landi til að taka upp tónlistarmyndband fyrir fyrsta lag sem gefið verður út af plötunni Utopia, sem er enn í bígerð.

Íslenski rapparinn Daniil hitti á Travis Scott þar sem hann sat að snæðingi á hamborgarastaðnum Dirty burger and ribs. Hann birti mynd af þeim félögum síðdegis á Instragram. 

Af Instagram síðu Daniil.skjáskot

Travis Scott hefur á síðustu árum verið einn vinsælasti rappari heims. Hann skaust á stjörnuhimininn með plötunni Rodeo árið 2015 sem hann fylgdi eftir með plötunni Birds In The Trap Sing McKinght ári síðar. Árið 2018 gaf hann út plötuna Astroworld sem beðið var með mikilli eftirvæntingu. 

Travis átti í ástarsambandi með fyrirsætunni Kylie Jenner. Samband þeirra var opinbert árið 2017 og eignuðust þau ári síðar dótturina Stormi, mögulega skýrð í höfuð stormasams sambands þeirra. Í febrúar á síðasta ári eignuðust þau annað barn áður en þau héldu hvort í sína áttina í upphafi þessa árs, eftir að ásakanir komu fram um framhjáhald rapparans

Þá sætti hann mikillar gagnrýni árið 2021 þegar fjöldi fólks höfðaði mál á hendur Travis Scott vegna tón­leika í Texas í Bandaríkjunum þar sem átta létust. Var hann talinn hafa hundsað neyðaróp gesta sem báðu hann um að stöðva tónleikana vegna troðningsins.


Tengdar fréttir

Travis Scott segir fyrirsætuna vera að ljúga

Rapparinn Travis Scott segist ekki hafa haldið framhjá kærustunni sinni, Kylie Jenner. Ásakanir um slíkt afhæfi komu upp í kjölfar þess að fyrirsætan Rojean Kar birti myndband af sér á tökustað tónlistarmyndbands sem kappinn var að leikstýra.

Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana

Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×