Ekki aka á mig - ég er í vinnunni! Sævar Helgi Lárusson skrifar 23. júní 2023 14:30 Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi sem eru um 13 þúsund km að lengd. Sveitarfélögin reka sveitarfélagsvegi innan þéttbýlis sem ekki teljast til þjóðvega og einnig fyrirfinnast nokkrir einkavegir hér á landi. Viðhaldsþörf þessa kerfis er mikil og fjölmargir starfsmenn, bæði Vegagerðarinnar og verktaka hennar ásamt starfsmönnum annarra veghaldara, vinna löngum stundum á vegum landsins. Þeir eru að vinna fyrir okkur öll, sinna ýmsum smáum og stórum verkum eins og að laga holur, skilti og stikur. Merkja yfirborð og svo öll þau stærri verk sem sinna þarf. Það er óþægileg tilfinning að standa við eða á vegi þar sem umferð er hröð, þar getur verið stutt á milli feigs og ófeigs. Líkur á að óvarinn vegfarandi slasist alvarlega í árekstri við ökutæki aukast afar hratt með meiri hraða. Rannsóknir sýna að um 10% líkur eru á banaslysi ef bifreið er ekið á gangandi vegfaranda á 37 km/klst., 50% líkur eru á banaslysi ef hraðinn er 59 km/klst. og 90% líkur ef hraðinn er 80 km/klst . Þetta eru ógnvænlegar tölur. Starfsmenn sem sinna viðhaldi vega beita ýmsum vörnum. Þeir eru í sýnileikafatnaði, setja upp skilti vegfarendum til varnaðar og eru á sérmerktum bifreiðum með viðvörunarljós kveikt svo eitthvað sé nefnt. Á umferðarmeiri vegum eru þeir einnig varðir með varnarbifreið, en á henni er áfastur árekstrarpúði til þess að milda högg ef á hann er ekið og varna því að ekið sé inn á framkvæmdarsvæði. Við stærri framkvæmdir eru svo víðtækari varnir settar upp, svo sem hjáleiðir, vegtálmar, gátskildir eða umferðarstýring svo eitthvað sé nefnt. Í 36. gr. umferðarlaganna er sett sérstök skylda á ökumann að aka nægjanlega hægt miðað við aðstæður þar sem vegavinna fer fram. Þessi varúðarráðstöfun er bæði fyrir starfsmennina sem og vegfarendurnar sjálfa. Það liggur í hlutarins eðli að meðan unnið er á og við veg geta skapast óvæntar aðstæður sem geta valdið hættu fyrir alla á svæðinu. Vegsýn er oft skert og þörf á að fara yfir á öfugan vegarhelming. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og jafnvel á hælinn sjálfan. Það er því afar mikilvægt að vegfarendur sýni tillitssemi þegar ekið er um framkvæmdasvæði, lækki hraðann, eða jafnvel stöðvi þegar svo ber við og haldi fullri athygli allan tímann við aksturinn. Það er nokkuð víst að betra er að koma aðeins of seint á áfangastað en aldrei. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Slysavarnir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi sem eru um 13 þúsund km að lengd. Sveitarfélögin reka sveitarfélagsvegi innan þéttbýlis sem ekki teljast til þjóðvega og einnig fyrirfinnast nokkrir einkavegir hér á landi. Viðhaldsþörf þessa kerfis er mikil og fjölmargir starfsmenn, bæði Vegagerðarinnar og verktaka hennar ásamt starfsmönnum annarra veghaldara, vinna löngum stundum á vegum landsins. Þeir eru að vinna fyrir okkur öll, sinna ýmsum smáum og stórum verkum eins og að laga holur, skilti og stikur. Merkja yfirborð og svo öll þau stærri verk sem sinna þarf. Það er óþægileg tilfinning að standa við eða á vegi þar sem umferð er hröð, þar getur verið stutt á milli feigs og ófeigs. Líkur á að óvarinn vegfarandi slasist alvarlega í árekstri við ökutæki aukast afar hratt með meiri hraða. Rannsóknir sýna að um 10% líkur eru á banaslysi ef bifreið er ekið á gangandi vegfaranda á 37 km/klst., 50% líkur eru á banaslysi ef hraðinn er 59 km/klst. og 90% líkur ef hraðinn er 80 km/klst . Þetta eru ógnvænlegar tölur. Starfsmenn sem sinna viðhaldi vega beita ýmsum vörnum. Þeir eru í sýnileikafatnaði, setja upp skilti vegfarendum til varnaðar og eru á sérmerktum bifreiðum með viðvörunarljós kveikt svo eitthvað sé nefnt. Á umferðarmeiri vegum eru þeir einnig varðir með varnarbifreið, en á henni er áfastur árekstrarpúði til þess að milda högg ef á hann er ekið og varna því að ekið sé inn á framkvæmdarsvæði. Við stærri framkvæmdir eru svo víðtækari varnir settar upp, svo sem hjáleiðir, vegtálmar, gátskildir eða umferðarstýring svo eitthvað sé nefnt. Í 36. gr. umferðarlaganna er sett sérstök skylda á ökumann að aka nægjanlega hægt miðað við aðstæður þar sem vegavinna fer fram. Þessi varúðarráðstöfun er bæði fyrir starfsmennina sem og vegfarendurnar sjálfa. Það liggur í hlutarins eðli að meðan unnið er á og við veg geta skapast óvæntar aðstæður sem geta valdið hættu fyrir alla á svæðinu. Vegsýn er oft skert og þörf á að fara yfir á öfugan vegarhelming. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og jafnvel á hælinn sjálfan. Það er því afar mikilvægt að vegfarendur sýni tillitssemi þegar ekið er um framkvæmdasvæði, lækki hraðann, eða jafnvel stöðvi þegar svo ber við og haldi fullri athygli allan tímann við aksturinn. Það er nokkuð víst að betra er að koma aðeins of seint á áfangastað en aldrei. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun