Gengur hægar en vonast var eftir Samúel Karl Ólason skrifar 21. júní 2023 14:41 Úkraínskir hermenn í Saporijía gera við Leopard 2 skriðdreka frá Þýskalandi. AP/Andriy Andriyenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. Í viðtali við BBC sagði Selenskí að Úkraínumenn hefðu frelsað átta þorp úr höndum Rússa í Saporisíja og Dónetsk. Hann sagði umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en áætlað er að Rússar hafi komið slíkum sprengjum fyrir á um tvö hundruð þúsund ferkílómetra svæði. Hernaðarsérfræðingar hafa varað við því að gagnsókn Úkraínumanna muni taka tíma. Hún muni taka vikur og mánuði en ekki daga og muni reynast kostnaðarsöm. Úkraínskir hermenn eru að reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa og undir sprengjuregni. Þeir eru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa og þetta þurfa þeir að gera án stuðnings úr lofti en Rússar eru sagðir hafa getað notað þyrlur gegn Úkraínumönnum með góðum árangri. Oleksi Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur slegið á svipaða strengi og til dæmis sagt ómögulegt að bera gagnsóknina saman við sókn Úkraínumanna í Karkív í fyrra. Aðstæður séu allt aðrar en þær voru þá. Þá fundu Úkraínumenn veikleika á vörnum Rússa, brutu sér leið í gegnum varnir þeirra og stökktu þeim á flótta. Rússar voru þá með mun færri hermenn í Karkívhéraði en þeir hefðu þurft. Nú hafa Rússar haft mánuði til að undirbúa sig með því að grafa skurði, leggja jarðsprengjur og annað. Kvaðmenn þurfa litla þjálfun til að verja slíkar stöður. Úkraínumenn eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að dregið hefði úr átökum á svæðinu, samkvæmt New York Times. Rússsar hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli en blaðamenn í fylgd úkraínskra hersveita segjast hafa séð fjölda líka rússneskra hermanna í og við þau þorp sem hafa verið frelsuð. Halda aðstoð áfram Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa samþykkt að verja 3,5 milljörðum evra í sjóð sem nota á til að greiða fyrir vopn handa Úkraínumönnum. Það er til viðbótar við þá 5,5 milljarða evra sem búið er að setja í sjóðinn. Þá komust starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að því að þeir hefðu misreiknað kostnað við þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið. Kostnaðurinn væri í raun 6,2 milljörðum dala lægri en áður var talið. Það gefur varnarmálaráðuneytinu meira svigrúm til að styðja Úkraínumenn með vopnasendingum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Selenskí að Úkraínumenn hefðu frelsað átta þorp úr höndum Rússa í Saporisíja og Dónetsk. Hann sagði umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en áætlað er að Rússar hafi komið slíkum sprengjum fyrir á um tvö hundruð þúsund ferkílómetra svæði. Hernaðarsérfræðingar hafa varað við því að gagnsókn Úkraínumanna muni taka tíma. Hún muni taka vikur og mánuði en ekki daga og muni reynast kostnaðarsöm. Úkraínskir hermenn eru að reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa og undir sprengjuregni. Þeir eru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa og þetta þurfa þeir að gera án stuðnings úr lofti en Rússar eru sagðir hafa getað notað þyrlur gegn Úkraínumönnum með góðum árangri. Oleksi Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur slegið á svipaða strengi og til dæmis sagt ómögulegt að bera gagnsóknina saman við sókn Úkraínumanna í Karkív í fyrra. Aðstæður séu allt aðrar en þær voru þá. Þá fundu Úkraínumenn veikleika á vörnum Rússa, brutu sér leið í gegnum varnir þeirra og stökktu þeim á flótta. Rússar voru þá með mun færri hermenn í Karkívhéraði en þeir hefðu þurft. Nú hafa Rússar haft mánuði til að undirbúa sig með því að grafa skurði, leggja jarðsprengjur og annað. Kvaðmenn þurfa litla þjálfun til að verja slíkar stöður. Úkraínumenn eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að dregið hefði úr átökum á svæðinu, samkvæmt New York Times. Rússsar hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli en blaðamenn í fylgd úkraínskra hersveita segjast hafa séð fjölda líka rússneskra hermanna í og við þau þorp sem hafa verið frelsuð. Halda aðstoð áfram Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa samþykkt að verja 3,5 milljörðum evra í sjóð sem nota á til að greiða fyrir vopn handa Úkraínumönnum. Það er til viðbótar við þá 5,5 milljarða evra sem búið er að setja í sjóðinn. Þá komust starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að því að þeir hefðu misreiknað kostnað við þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið. Kostnaðurinn væri í raun 6,2 milljörðum dala lægri en áður var talið. Það gefur varnarmálaráðuneytinu meira svigrúm til að styðja Úkraínumenn með vopnasendingum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira