Magdeburg í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir vítakastkeppni | Gísli Þorgeir fór meiddur af velli Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 15:31 Gísli Þorgeir fór meiddur af velli rétt fyrir leikslok Vísir/Getty Magdeburg er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu hádramatískan leik gegn Barcelona. Jafnt var á öllum tölum eftir venjulegan leiktíma og aftur eftir framlengingu svo að úrslitin réðust í vítakastkeppni. Barcelona náðu mest upp þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en Magdeburg voru fljótir að vinna það til baka. Leikurinn var afar jafn og spennandi allt til loka og boðið var upp á mikla dramatík og framlengingu. Magdeburg jöfnuðu 31-31 þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka og Barcelona brunuðu í sókn og mark Magdeburg tómt. Michael Damgaard var bjargvættur Magdeburg og varði skotið rétt við teiginn um leið og leiktíminn rann út. Hinir íslensku dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fóru í skjáinn og dæmdu vörsluna löglega, en tæpt var það. Gísli Þorgeir Kristjánsson var drjúgur fyrir Madgeburg, skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Gísli gat þó ekki klárað leikinn en þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka meiddist Gísli illa þegar hann sótti á vörnina. Leikurinn var stöðvaður í nokkuð langa stund meðan læknateymi Magdeburg hlúði að Gísla og sjúkrabörurnar voru keyrðar inn á völlinn Gísli gekk þó að lokum að velli. Háspenna og dramatík Í framlengingunni fékk Christian O'Sullivan svo rautt spjald svo það var orðið fátt um fína drætti í leikstjórnendastöðunni hjá Magdeburg en það virtist þó ekki hafa afgerandi áhrif á þeirra leik. Michael Damgaard og Kay Smiths röðuðu inn mörkum og hinn 36 ára Marko Bezjak snéri klukkunni til baka og skoraði þrjú mörk í framlengingunni. Það dugði þó ekki til þar sem Barcelona jöfnuðu 38-38 og leikurinn fór í vítakastkeppni. Þar reyndust taugarnar sterkari hjá leikmönnum Magdeburg, en Barcelona skoruðu aðeins úr fyrsta vítinu sínu og brenndu síðan af fjórum í röð. A save for HISTORY #ehfcl #ehffinal4 @SCMagdeburg pic.twitter.com/0uVRPJOvCR— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2023 Í seinni leik undanúrslitanna mætast Kielce - PSG núna kl. 16:00, en úrslitaleikurinn fer fram á morgun kl. 16:00 og leikið verður um bronsið kl. 13:15. Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á vefsíðu EHFTV. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Barcelona náðu mest upp þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en Magdeburg voru fljótir að vinna það til baka. Leikurinn var afar jafn og spennandi allt til loka og boðið var upp á mikla dramatík og framlengingu. Magdeburg jöfnuðu 31-31 þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka og Barcelona brunuðu í sókn og mark Magdeburg tómt. Michael Damgaard var bjargvættur Magdeburg og varði skotið rétt við teiginn um leið og leiktíminn rann út. Hinir íslensku dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fóru í skjáinn og dæmdu vörsluna löglega, en tæpt var það. Gísli Þorgeir Kristjánsson var drjúgur fyrir Madgeburg, skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Gísli gat þó ekki klárað leikinn en þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka meiddist Gísli illa þegar hann sótti á vörnina. Leikurinn var stöðvaður í nokkuð langa stund meðan læknateymi Magdeburg hlúði að Gísla og sjúkrabörurnar voru keyrðar inn á völlinn Gísli gekk þó að lokum að velli. Háspenna og dramatík Í framlengingunni fékk Christian O'Sullivan svo rautt spjald svo það var orðið fátt um fína drætti í leikstjórnendastöðunni hjá Magdeburg en það virtist þó ekki hafa afgerandi áhrif á þeirra leik. Michael Damgaard og Kay Smiths röðuðu inn mörkum og hinn 36 ára Marko Bezjak snéri klukkunni til baka og skoraði þrjú mörk í framlengingunni. Það dugði þó ekki til þar sem Barcelona jöfnuðu 38-38 og leikurinn fór í vítakastkeppni. Þar reyndust taugarnar sterkari hjá leikmönnum Magdeburg, en Barcelona skoruðu aðeins úr fyrsta vítinu sínu og brenndu síðan af fjórum í röð. A save for HISTORY #ehfcl #ehffinal4 @SCMagdeburg pic.twitter.com/0uVRPJOvCR— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2023 Í seinni leik undanúrslitanna mætast Kielce - PSG núna kl. 16:00, en úrslitaleikurinn fer fram á morgun kl. 16:00 og leikið verður um bronsið kl. 13:15. Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á vefsíðu EHFTV.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn