Þannig er mál með vexti að Biden hrósaði nýverið Vegas Golden Knights fyrir að sigra NHL-deildina í íshokkí. Sagði hann að loks ætti hin stolta bandaríska borg Vegas ætti nú loks meistara í atvinnumannaíþrótt.
Congrats to the Vegas @GoldenKnights on their first Stanley Cup in just their sixth season. The first major professional franchise in such a proud American city.
— President Biden (@POTUS) June 14, 2023
Today, the team and entire community are champions.
Í kjölfarið rigndi tístum yfir forsetann þar sem bent var á að Las Vegas Spades hefðu unnið WNBA-deildina í körfubolta árið 2022. Þar á meðal var hin 26 ára gamla A´ja Wilson en sú er lykilmaður í liði Spaðanna.
Hún sendi forsetanum skýr skilaboð og spurði svo hvenær Las Vegas Spades væri boðið í Hvíta húsið eins og vani er.
Twitter not letting me quote tweet potus tweet but BFFR when is our White House visit cause pic.twitter.com/o9uc88Qg6U
— A'ja Wilson (@_ajawilson22) June 14, 2023
Fyrir utan árin 2020 og 2021 vegna Covid-19 þá hefur Hvíta húsið boðið öllum helstu íþróttafélögum landsins að fagna titlum sínum með forsetanum. Til að mynda mætti LSU-háskólinn í Hvíta húsið fyrr á árinu að fagna titli sínum með Biden og eiginkonu hans, Dr. Jill Biden.