McGregor sakaður um nauðgun | Neitar sök Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2023 06:30 Conor McGregor á leik Miami Heat og Denver Nuggets. Mike Ehrmann/Getty Images Írski UFC-bardagakappinn Conor McGregor er sakaður um að hafa nauðgað konu inn á klósetti þegar hann var viðstaddur fjórða leik Denver Nuggets og Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar. Conor neitar sök. Hinn 34 ára gamli Conor var meðal annars hluti af hálfleiksskemmtun leiksins án sú skemmtun fór úr böndunum eins og Vísir hefur þegar greint frá. Á fimmtudagskvöld greindi miðillinn TMZ Sport frá því að kona hefði sakað McGregor um að nauðga sér inn á klósetti Kaseya-hallarinnar, heimavelli Miami Heat. Félagið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem það segist vita af ásökununum og sé að rannsaka málið. Þangað til niðurstaða fæst mun félagið annars ekkert tjá sig. pic.twitter.com/svdlpufHkX— Miami HEAT (@MiamiHEAT) June 15, 2023 TMZ Sports hefur undir höndum bréfi frá lögfræðing konunnar. Þar segir að hún hafi orðið viðskila við vini sína og hafi verið leidd inn á klósett þar sem McGregor og öryggisvörður hans biðu. Hann hafi í kjölfarið kysst hana af miklum ákafa. Hún hafi slitið sig frá honum en hann hafi neytt hana til að stunda munnmök. Einnig segir í bréfinu að hann hafi ýtt henni upp að vegg salernisins og reynt að nauðga henni. Hún gaf honum fjölmörg olnbogaskot og náði að sleppa. Þegar The Athletic hafði samband við lögregluna á Miami sagðist hún vera að rannsaka málið. Talsmenn McGregor hafa gefið út að ekki sé sannleikskorn í bréfi konunnar. Kynferðisofbeldi MMA NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Conor var meðal annars hluti af hálfleiksskemmtun leiksins án sú skemmtun fór úr böndunum eins og Vísir hefur þegar greint frá. Á fimmtudagskvöld greindi miðillinn TMZ Sport frá því að kona hefði sakað McGregor um að nauðga sér inn á klósetti Kaseya-hallarinnar, heimavelli Miami Heat. Félagið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem það segist vita af ásökununum og sé að rannsaka málið. Þangað til niðurstaða fæst mun félagið annars ekkert tjá sig. pic.twitter.com/svdlpufHkX— Miami HEAT (@MiamiHEAT) June 15, 2023 TMZ Sports hefur undir höndum bréfi frá lögfræðing konunnar. Þar segir að hún hafi orðið viðskila við vini sína og hafi verið leidd inn á klósett þar sem McGregor og öryggisvörður hans biðu. Hann hafi í kjölfarið kysst hana af miklum ákafa. Hún hafi slitið sig frá honum en hann hafi neytt hana til að stunda munnmök. Einnig segir í bréfinu að hann hafi ýtt henni upp að vegg salernisins og reynt að nauðga henni. Hún gaf honum fjölmörg olnbogaskot og náði að sleppa. Þegar The Athletic hafði samband við lögregluna á Miami sagðist hún vera að rannsaka málið. Talsmenn McGregor hafa gefið út að ekki sé sannleikskorn í bréfi konunnar.
Kynferðisofbeldi MMA NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira