Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað Árni Jóhannsson skrifar 15. júní 2023 22:18 Telma Ívarsdóttir átti frábæran leik í kvöld og hélt markinu skínandi hreinu. Vísir/Diego Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun. „Mér fannst við vera frekar taugaóstyrkar í byrjun leiksins og vissum ekki alveg hvernig við áttum að leysa úr pressunni þeirra. Þær fengu færi á köflum og náðu einhverjum stungusendingum í gegn. Við kláruðum okkar færi og ég er mjög ánægð með að við höfum náð að klára það sem við fengum. Svo í seinni hálfleik þá vildum við ekkert sérlega halda í boltann og vildum bara halda þessu. Vorum smá stressaðar. Við náðum að halda þessu og fengum ekki mark á okkur. Mér fannst ganga betur að loka á þær í seinni hálfleik frekar en í fyrri hálfleik. Við gáfum einhverjar ódýrar aukaspyrnur. Annars bara mjög ánægð með sigurinn og að halda hreinu.“ Á úrslitunum að dæma mætti halda að þetta hafi verið fullkomin frammistaða. Var Telma á því að þetta hafi verið fullkomin frammistaða? „Nei, segi það kannski ekki. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta.“ Telma átti mjög góðan leik og varði allt sem kom að marki. Var hún einhvern tíma í vafa varðandi þau verkefni sem hún þurfti að taka á? „Mér leið bara vel. Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í kvöld. Ég varði mjög vel á köflum og það skipti alveg máli í leik eins og þessum. Mér líður vel að spila á þessum velli þannig að það gekk vel í kvöld.“ Blikar hafa undanfarin tvö ár lagt Þrótt á leið sinni í úrslitin. Liðin mættust í úrslitum 2021 en Blikar töpuðu í úrslitum á síðustu leiktíð. Það er væntanlega stefnt að sigri í ár þar sem Valur er úr leik og Breiðablik hefur þegar lagt Þrótt? „Við setjum alltaf stefnuna á að vinna bikarinn. Það er allt eða ekkert í bikarnum og við ætlum okkur alla leið.“ Telma fékk væna byltu þegar hún ætlaði að kýla boltann út úr teignum og þurfti aðhlynningu en hún sagðist vera farin að finna fyrir smá verkjum þegar adrenalínið var að renna úr henni. Það væri samt ekki leikur fyrr en á miðvikudaginn þannig að þetta verður líklega orðið gott þá. Að lokum var markvörðurinn frækni spurð hvað svona sigrar gera fyrir sjálfstraust liðsins. „Mér finnst liðið vera á mjög góðum stað núna en að sjálfsögðu gerir þetta gott fyrir sjálfstraustið. Að vinna í bikarnum, ná að halda hreinu og klára færin okkar. Það bætir alltaf sjálfstraustið.“ Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Mér fannst við vera frekar taugaóstyrkar í byrjun leiksins og vissum ekki alveg hvernig við áttum að leysa úr pressunni þeirra. Þær fengu færi á köflum og náðu einhverjum stungusendingum í gegn. Við kláruðum okkar færi og ég er mjög ánægð með að við höfum náð að klára það sem við fengum. Svo í seinni hálfleik þá vildum við ekkert sérlega halda í boltann og vildum bara halda þessu. Vorum smá stressaðar. Við náðum að halda þessu og fengum ekki mark á okkur. Mér fannst ganga betur að loka á þær í seinni hálfleik frekar en í fyrri hálfleik. Við gáfum einhverjar ódýrar aukaspyrnur. Annars bara mjög ánægð með sigurinn og að halda hreinu.“ Á úrslitunum að dæma mætti halda að þetta hafi verið fullkomin frammistaða. Var Telma á því að þetta hafi verið fullkomin frammistaða? „Nei, segi það kannski ekki. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta.“ Telma átti mjög góðan leik og varði allt sem kom að marki. Var hún einhvern tíma í vafa varðandi þau verkefni sem hún þurfti að taka á? „Mér leið bara vel. Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í kvöld. Ég varði mjög vel á köflum og það skipti alveg máli í leik eins og þessum. Mér líður vel að spila á þessum velli þannig að það gekk vel í kvöld.“ Blikar hafa undanfarin tvö ár lagt Þrótt á leið sinni í úrslitin. Liðin mættust í úrslitum 2021 en Blikar töpuðu í úrslitum á síðustu leiktíð. Það er væntanlega stefnt að sigri í ár þar sem Valur er úr leik og Breiðablik hefur þegar lagt Þrótt? „Við setjum alltaf stefnuna á að vinna bikarinn. Það er allt eða ekkert í bikarnum og við ætlum okkur alla leið.“ Telma fékk væna byltu þegar hún ætlaði að kýla boltann út úr teignum og þurfti aðhlynningu en hún sagðist vera farin að finna fyrir smá verkjum þegar adrenalínið var að renna úr henni. Það væri samt ekki leikur fyrr en á miðvikudaginn þannig að þetta verður líklega orðið gott þá. Að lokum var markvörðurinn frækni spurð hvað svona sigrar gera fyrir sjálfstraust liðsins. „Mér finnst liðið vera á mjög góðum stað núna en að sjálfsögðu gerir þetta gott fyrir sjálfstraustið. Að vinna í bikarnum, ná að halda hreinu og klára færin okkar. Það bætir alltaf sjálfstraustið.“
Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50